Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 2

Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 2
Akstursþjónustan gerir fólki kleift að búa lengur heima Akstursþjónusta eldri borgara er ætluð fyrir þá íbúa Reykjavíkur sem eru 67 ára og eldri, búa sjálf- stætt sem hafa ekki aðgang að eigin farartæki og eru ófærir um að nota almenningssamgöngur vegna langvarandi hreyfihömlun- ar. Umsókn um akstursþjónustu eldri borgara skal berast til þjón- ustumiðstöðva í því hverfi þar sem umsækjandi býr. Markmiðið með akstursþjón- ustunni er að gera eldri borgur- um kleift að búa lengur heima án þess að lokast inni á heimilum sínum. Að öllu jöfnu er um að ræða akstursþjónustu í læknis- heimsóknir, skipulagða endur- hæfingu og félagsstarf sem er til þess að fallið að rjúfa félagslega einangrun. Með skipulagðri end- urhæfingu og skipulögðu félags- starfi er átt við endurhæfingu og félagsstarf sem er endurtekið reglulega yfir ákveðinn tíma og skipulagt, eins og þátttaka í nám- skeiðum og starf innan félagasam- taka. Hugmyndir um hverfalögreglu ræddar Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra hefur skipað starfshóp sem hefur það verkefni að fara yfir hugmyndir um eflingu hverfalög- reglu. Í starfshópnum eru Stefán Eiríksson, sem er nýr lögreglu- stjóri höfuðborgarsvæðisins og fulltrúi ráðuneytisins í hópnum og auk hans tveir fulltrúar Reykja- víkurborgar. Nokkrar umræður hafa farið fram á undanförnum árum um að sýnilegri hverfislöggæslu verði komið á í öllum hverfum borgar- innar. Skipan starfshópsins nú er í tengslum við endurskipulagn- ingu á löggæslu höfuðborgar- svæðisins í heild. Hugmyndir eru um að hverfislöggæsla fái fast að- setur í tengslum við allar sex þjónustumiðstöðvar borgarinnar líkt og nú í Grafarvogi og Breið- holti. Leikskólagjöld lækka Borgaráð hefur samþykkt tillög- ur Vilhjálms Þ. Vilhjálmsonar borgarstjóra um lækkun leik- skólagjalda. Námsgjald sem áður var nefnt kennslugjald, fyrir öll börn, alla tíma, í öllum flokkum verður lækkað um 25% frá og með 1. september nk. Jafnframt verður systkinaafsláttur af námsgjaldi 100% með öðru eða fleiri börnum frá sama tíma. Borgarráð gerir tillögu um leikskólasvið Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti fyrir skömmu tillögu stjórnkerfisnefndar um að stofna sérstakt leikskólaráð og leikskóla- svið. Gert er ráð fyrir að leik- skólaráðið fari með forræði og ábyrgð málefna barna á leikskóla- aldri í Reykjavík og þjónustu við foreldra þeirra. Með þessum breytingum munu málefni leikskólans og daggæslu í heimahúsum færast frá mennta- ráði til hins nýja leikskólaráðs en þó gert er ráð fyrir að leikskóla- ráð og menntaráð muni starfa náið saman að málefnum barna í Reykjavík. Leikskólasvið verður nýtt fagsvið hjá Reykjavíkurborg og mun fara með framkvæmd þeirra verkefna, sem heyra undir nýja leikskólaráðið. Umhverfisvænir bílar leigðir Umhverfissvið Rykjavíkurborg- ar tók nýlega á eigu átta Kia Picanto-bifreiðir sem allar eru knúnar dísileldsneyti. Markmiðið með þessum bifreiðum er að tak- marka kostnað þar sem dísilbif- reiðar eru sparneytnari en þær sem brenna bensíni en einnig að sýna fordæmi og að vera til fyrir- myndar í vistvænum rekstri. Við ákvörðun um leigu á bílun- um var stuðst við skilgreiningu sænsku Vegagerðarinnar á vist- vænum bílum og leigja einungis bíla sem fullnægja þeim kröfum. Bílar umhverfissviðs eru í fjórum litum, grænir, hvítir, bláir og app- elsínugulir. Bílarnir verða merktir með hvatningu til ökumanna um að aka á sparneytnum bifreiðum. Bílarnir eyða um 4,4 lítrum á ekna 100 kílómetra og útblásturinn er 116 gr. CO2 á ekinn kílómeter. ÁGÚST 20062 Breiðholtsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Ritstjóri: Þórður Ingimarsson, Sími: 551 1519 • 893 5904 Netfang: thord@itn.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Íslandspóstur 8. tbl. 13. árgangur Breiðholtsblaðið er gefið út í 9000 eintökum og dreift frítt í hvert hús í Breiðholtinu. Að gera gott hverfi betra S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R A llt að 400 manns komu til starfa við fegrunarátak Reykjavíkur-borgar í Breiðholti 22. júlí sl. Margir voru mættir þegar starfs-dagurinn hófst kl. 11.00 að morgni og fleiri fólk var að bætast við nær allan daginn. Þá eru ótaldir allir þeir sem nýttu daginn til þess að laga til á lóðum sínum og bæta umhverfi hýbýla sinna í Breiðholti. Fegrunarátakið fór vel af stað í Breiðholtinu og er nú fram haldið í öðr- um hverfum borgarinnar. En ekki er nóg að taka burt rusl sem fýkur um hverfi og byggðir. Ein- nig þarf að huga að mannvirkjum hverskonar, bæði þeim er eru í opin- beri eigu og einnig einstaklinga. Gangi opinber aðili á borð við Reykja- víkurborg á undan með þeim hætti sem nú hefur orðið mun það verða hvatning til einstaklinga, fólksins í hverfunum að huga að eigum sínum og mannvirkjum með sambærilegum hætti. Með því gerir borgin og íbúarnir í sameiningu góð hverfi enn betri. Breiðholtið er engin undan- tekning að þessu leyti. Fegrunarátakið var upphaf vakningar um að gera gott hverfi betra. Ekki bílastæðavandi B reiðholtið er ekki þjakað af bílastæðavanda. Góð bílastæði eruumhverfis stærstu þjónustumiðstöðina í hverfinu í Mjóddinni ogalvarlegur vandi vegna skorts á bílastæðum er tæpast fyrir hendi við aðra staði þar sem fólk kemur saman. Þá eru víðast hvar nokkuð rúmgóð bílastæði við hýbýli fólks hvort sem um er að ræða fölbýli eða einbýli þótt undantekningar á því kunni að finnast. Bílaeign almennings hefur meira en tvöfaldast frá því Breiðholtið var byggt. Skipulag hverfisins var frá byrjun miðað við að veita þess- um þarfasta þjóni mannsins í upphafi 21. aldar umtalsvert rými. Í því fólst ákveðin framsýni og þótt skoðanir geti verið og séu skiptar um nauðsyn bílaeignar getur tæpast nokkur dregið í efa þá kosti sem rými fyrir einkabíla í úthverfi á borð við Breiðholtið hefur í för með sér. Landfræðileg staða Breiðholtsins, fjarlægð þess frá öðrum hverfum og umferð til og frá hverfinu kallar á umtalsverða bílaeign. Fólk ferðast tæpast fótgangandi úr Breiðholtinu í önnur borgarhverfi. Hverfið stendur einnig fremur hátt í borgarlandinu sem útlokar hjólreiðar að verulegu leyti nema þá innan þess sjálfs eða jafnvel innan hverfishlut- ann þriggja. Göngu- og hjólreiðastígar eru fremur hluti af möguleikum fólks til útivistar og gerðum þess í frítíma en að um alvöru samgöngu- æðar sé að ræða. Það er erfitt að búa í hverfi á borð við Breiðholtið án bíls eða bíla. Skipuleggjendur þess hafa á sínum tíma tekið tillit til þeirrar staðreyndar. Afstaða til almenningssamganga Í slendingar hafa aldrei litið á almenningssamgöngur sem raunveru-legan samgöngumáta heldur aðeins nauðsynlega þjónustu vegnaþeirra sem einhverra hluta vegna geta ekki átt bíl eða stjórnað hon- um, einkum ungmenna sem ekki hafa náð aldri til þess að taka öku- próf og eldra fólks sem kann ekki eða kýs ekki að aka bifreið. Sú kyn- slóð sem aldrei tók ökupróf er nú óðum að hverfa og mun meira er um að eldra fólk ferðist akandi á einkabílum en áður og er það einn þátt- urinn í vaxandi bílaumferð. Þessi afstaða landsmanna til almenningssamganga kemur vel fram í því að átak sem gert var til þess að efla þennan samgöngumáta á höf- uðborgarsvæðinu í heild sinni virðist hafa mistekist með öllu. Ástæða þess að ekki tókst betur til þótt nokkuð væri í lagt felst einkum í þess- ari afstöðu fólksins. Borgaryfirvöld og borgarbúar verða á hinn bóginn að spyrja sig þeirra spurningar á næstu árum hvort umhverfið þoli langt um meiri not einkabíla en nú er orðið. Álagið á samgöngumann- virki er þegar orðið umtalsvert þótt það sé engan veginn sambærilegt við það sem gerist í stærri borgum í nágrannalöndum okkar eða fjar- lægari lönd. Samgöngumálin snúast einnig um vaxandi mengun. Þess- ar spurningar snúa að íbúum Breiðholtsins eins og öðrum, ekki síst vegna þess að þeir búa í umhverfi sem er skipulagt til þess að ferðast um á einkabílum og aðrir kostir ekki auðveldir í því efni.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.