Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 3

Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 3
ÁGÚST 2006 3Breiðholtsblaðið Um 400 íbúar í Breiðholti tóku þátt í fegrunarátaki Reykja- víkurborgar sem fram fór 22. júlí sl. Margir voru mættir um kl. 11.oo þegar vinna við átakið hófst og voru sjálfboðaliðar að bætast í hópinn allan daginn. Starfsmenn Reykjavíkurborgar höfðu undirbúið daginn og út- hlutað verkefnum til íbúanna. Vinnudeginum lauk síðan með grillveislu, skemmtiatriðum og sundi á milli kl. 16 og17.00. Þótt svo margir kæmu að átak- inu á vegum Reykjavíkurborgar og mættu til starfa þá notuðu mjög margir íbúar í Breiðholti daginn til þess að laga til í görð- um sínum og umhverfs hýbýli sín. Af þeim sökum vann mikill fjöldi fólks að umhverfis- og fegr- unarmálum þennan dag en óger- legt er að áætla þann fjölda sem tók til hendinni á heimalóðum. Borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar létu sitt ekki eftir liggja og mættu til leiks strax um morguninn og störfuðu með íbú- unum lengi dags. Í bækistöðinni við Breiðholtslaug voru á meðan annarra Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, borgarstjóri og borgarfull- trúana Gísli Marteinn Baldurs- son, Sif Sigfúsdóttir, Jórunn Frí- mannsdóttir og varaborgarfull- trúinn Sóley Tómasdóttur. Í bækistöðinni við Hólmasel var Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, mættur ásamt Jakob Hrafnssyni bróður sínum til að skipuleggja ásamt Gunnsteini Olgeirssyni frá garðyrkju Reykja- víkurborgar og við Breiðholts- skóla höfðu þeir Ragnar Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvarinnar í Breið- holti, og Vilhjálmur Grímsson auga með framkvæmdum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri kvaðst ánægður með þennan fyrsta dag í fegrunarátaki Reykjavíkurborgar. Hann sagði að ekki hægt að þola sóðaskap og hvatti húseigendur og eigendur fyrirtækja til að snyrta í kringum sig. Hann sagði fólki líða betur í fallegu umhverfi og það ætti því að sjá sóma sinn í því að taka til á lóðum sínum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri mætti til leiks í fegrunarátrak- ið ásamt Guðrúnu Kristjánsdóttur konu sinni. Á milli þeirra á myndinni er Laufey Zophoníasdóttir. Laufey er 72 ára íbúi í Breiðholtinu. Hún lét ekki sitt eftir liggja og starfaði allan daginn að fegrunarmálunum. Um 400 manns í fegrunarátaki

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.