Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Side 5

Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Side 5
Síðari sýningarönn Gerðu- bergs á þessu ári hefst á morgun 18. ágúst með opnun ljósmynda- sýningar Ara Sigvaldasonar. Sýninguna nefnir hann Reykja- vík úr launsátri og er hún sett upp í tilefni af 220 ára afmæli Reykjavíkurborgar á þessu hausti. Sýning Ara mun standa til 21. janúar á næsta ári. Sigurbjörn Kristinsson mun opna sýningu í Boganum 15. september n.k. þar sem hann sýn- ir abstraktmálverk og stendur sýning hans yfir til 5. nóvember. Þann 23. september verður opn- uð sýning í samstarfi við Reykja- víkurakademíuna sem nefnist, Afrískir minjagripir á Íslandi - Samræða tveggja heima og stend- ur sú sýning yfir til 12. nóvember. Kvæðamannafélagið Iðunn mun standa fyrir kvæðalagaæfingum, námskeiði og fræðslu- og skemmtifundum fyrsta miðviku- dags- og föstudagskvöld hvers mánaðar á tímabilinu frá október til desembermánaðar. Þann 15. október verður dagur hljóðfæris- ins 2006 í Gerðubergi. Dagurinn er haldinn í samstarfi við Félag ís- lenskra tónlistarmanna og verður tileinkaður fiðlunni. Þann 18. október verður opnuð sýning Barnaspítala Hringsins úr lista- verkaeign Gagns og gamans. Guð- rún Bergsdóttir opnar síðan sýn- ingu í Boganum þar sem hún mun sýna útsaum. Sýningin verður opnuð 10. nóvember og stendur til 21. janúar. Sýning á myndskreytingum úr íslenskum barnabókum ársins 2006 verður í samstarfi við Mynd- stef, Pennann, Félag íslenskra bókaútgefenda, og Félag íslenskra teiknara og mun standa yfir frá 18. nóvember til 14. janúar. Ís- lensku myndskreytiverðlaunin verða afhent við opnun sýningar- innar þann 18. nóvember. ÁGÚST 2006 5Breiðholtsblaðið Fjölbreytt sýningar- hald á haustdögum Um 10% leikskólabarna í Reykjavík eru af erlendum upp- runa og fjölgar þeim ár frá ári og búa flest þeirra í Breiðholti. Menntasvið Reykjavíkurborgar hefur af þessu tilefni gefið út bæklinga á átta tungumálum. Annar þeirra fjallar um leikskól- ann og tvítyngi barna á leik- skólastigi þar sem fjöltyngdum fjölskyldum gefin góð ráð með hvernig efla megi málþroska og málskilning. Í hinum bæklingn- um eru upplýsingar fyrir er- lenda foreldra þar sem fjallað er um þýðingu leikskólanáms fyrir tvítyng börn. Bæklingarnir eru á íslensku, ensku, tælensku, víetnömsku, rússnesku, serbnesku, spænsku og pólsku og liggja frammi í þjón- ustumiðstöðvum Reykjavíkur. Þá eru þeir í rafrænu formi á heima- síðu Menntasviðs Reykjavíkur- borgar, www.leikskolar.is, með öðru efni fyrir nýja Íslendinga, s.s. endurskoðaðri fjölmenningar- stefnu borgarinnar fyrir leikskóla. Börnin eru alls af 81 þjóðerni og tala a.m.k. 60 ólík tungumál. Alls áttu 239 börn báða foreldra af er- lendum uppruna, en 437 áttu ann- að foreldri íslenskt. Flest þeirra leikskólabarna sem eru af erlendu bergi brotnu eiga pólska, fil- ippínska og tælenska foreldra. Um 10% leikskólabarna af erlendum uppruna

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.