Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Page 7

Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Page 7
Í grennd við Gerðuberg í Breiðholti var umhverfishópur- inn í Vinnuskóla Reykjavíkur að störfum þegar blaðamann bar að garði. Krakkarnir í hópnum virtust mjög ánægðir með starfið í sumar og sögðu að ef fólk gengi snyrtilega um og bæri virðingu fyrir umhverfinu myndi það um leið auka vellíð- an og gera fólk glaðara. Hópur- inn varð fyrir því óláni að glata um stund smíðisgríp sínum ein- um góðum. Ljótar öskutunnur verða fögur blómaker „Markmið verkefnisins var að gefa umhverfishópnum færi á að taka ábyrgð á umhverfi sínu og koma með tillögur til úrbóta og brydda um leið upp á skemmti- legum nýjum,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson sem hefur um- sjón með nýsköpunarverkefnum Vinnuskólans. Vinna og verkefni hópsins nýttust meðal annars við undirbúning fegrunarátaksins í Reykjavík Tökum upp hanskann fyrir Breiðholt sem íbúar tóku þátt í 22. júlí síðastliðinn. Hópur- inn vildi gera Breiðholtið glað- legra og hefur til að mynda bent á að marg-grá-máluð undirgöng séu ekki til eftirbreytni. Eftir hug- myndavinnu lagði hópurinn til að fagurblár litur yrði einkennislitur Breiðholtsins. Þennan lit má nota á lokunarhlið gatna, tengikassa, ruslakassa og í undirgöngunum svo dæmi sé tekið. Hópurinn hef- ur þegar málað nokkur lokunar- hlið með þessum lit. Ljótar öskutunnur verða fögur blóma- ker. Hópurinn hefur gert margt í sumar auk hefðbundinna verk- efna. Hann hefur fengist við smíði bekkja sem staðsettir verða í Elliðaárdalnum. Þá hafa krakkarn- ir hannað og málað blómaker sem gerð eru úr gömlum öskutunnum. Vantar þemalit Gunnar Örn Baldursson er ánægður með að hafa verið í um- hverfishópnum í sumar. „Við gerðum fyrst úttekt á hverfinu og héldum síðan fundi þar sem fram komu góðar hugmyndir,“ segir hann. „Ruslatunnurnar sem urðu blómaker eru eitt af því sem stendur upp úr í sumar,“ segir Gísli Karl sem einnig kom fram fyrir umhverfisráð Reykjavíkur- borgar til að kynna hópinn. Verkefni hópsins „UM-HVERF- IÐ-MITT“ er að gera Breiðholtið betra með bættu umhverfi og við- horfum. „Við höfum séð ýmislegt skrautlegt, bekki sem má færa, rusl í undirgöngum og margt sem betur mætti fara. Við leggjum til að listahópum verði leyft að mála undirgöngin, að lífga upp á gráa borgina með litum og hætta að hafa rafmagnskassa og járnhlið grá. Okkur finnst að finna mætti Breiðholtinu þemalit og að breyta mætti ímynd Breiðholtsins með ýmsu móti,“ sögðu krakkarnir þegar þau kynntu verkefni sín fyr- ir umhverfisráði meðal annars. „Þetta hefur gengið rosalega vel,“ segir Björk Viggósdóttir leið- beinandi í Vinnuskólanum. Hún vonast til að starfið haldi áfram næsta sumar. Krakkarnir í hópn- um eru sannfærðir um ef fólk gangi snyrtilega um og beri virð- ingu fyrir umhverfinu muni það um leið auka vellíðan þess í leið- inni. „Umgengnin er betri í Breið- holtinu núna heldur en hún var áður,“ segja þau og nefna að þau hafi valið bláan litinn handa Breiðholti því hann eykur já- kvæðni með fólki. Týndi útibekkurinn Umhverfishópurinn varð fyrir því áfalli í byrjun ágúst að einn af smíðisgripum þeirra hvarf og var lýst eftir honum í fjölmiðlum, meðal annars kom frétt um bekk- inn á mbl.is. Fljótlega kom í ljós, að starfsmaður Reykjavíkurborg- arsem heyrði fréttina um útibekk- inn sem hvarf af bökkum Elliðaáa, hafði bjargað bekknum úr háska. Hann sagði að sennilega hafi gleð- skapur verið haldinn á svæðinu og bekkurinn verið notaður. Skemmdir voru unnar á bekknum og hann að lokum dreginn út í árnar. Tómar bjórdollur voru á svæðinu og rusl, annað sætis- borð útibekksins var brotið. Starfsmaðurinn fjarlægði bekkinn og kom honum í skjól í bækistöð- inni í Seljahverfi. Gert verður við bekkinn og honum komið fyrir aftur. Hópurinn fékk efnivið til að vinna og smíða bekkinn. „ Þau unnu bekkinn frá grunni og voru bæði stolt og ánægð með árang- urinn,“ segir Jóhann Jökull Ás- mundsson leiðbeinandi hópsins. Bekkurinn var svo staðsettur fyrir neðan Fella- og Hólakirkju. Öruggur vinnustaður Fleiri hópar Vinnuskólans kynntu verkefni sín einnig fyrir borgarfulltrúum í Ráðhúsi Reykja- víkur. Guðrún Þórsdóttir skóla- stjóri Vinnuskólans segist mjög stolt af krökkunum og vill leggja áherslu á að skólinn sé eftirsókn- arverður vinnustaður sem eigi að vera fyrsti kostur á vinnumarkað- inum. „Þetta er öruggur vinnu- staður og hér er einnig fræðsla og skapandi starf,“ segir hún. Guð- rún segir að þótt nemendur Vinnuskólans hafi verið færri en undanfarin ár þá sé það sam- dóma álit þeirra sem til þekkja að afköst nemenda urðu jafnvel betri en áður. „Áhersla var á að vinna með hvatninguna og setti það marga nemendur í afkastagírinn,“ segir hún. Upplýsingar um starf- semi vinnuskólans má finna á www.umhverfissvid.is og www.vinnuskoli.is ÁGÚST 2006 7Breiðholtsblaðið Breiðholtið í góðum höndum Árný, Katrín og Sonja við fagurt blómaker sem hópurinn gerði. Umhverfishópurinn við fagurblátt lokunarhlið - litinn völdu þau sem einkennislit Breiðholts. Smiðjuvegi Hér er ég!

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.