Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 9

Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 9
Fríða Rún Þórðardóttir er nær- ingarráðgjafi, unglingalandsliðs- þjálfari FRÍ og varaformaður frjálsíþróttadeildar ÍR. Þar fyrir utan hjálpar hún ungum krökk- um að hugsa vel um hvað þau láta ofan í sig til að koma í veg fyrir framtíðarkvilla tengda offitu og óheilbrigðu líferni. Nú í stutt spjall við Fríðu Rún: Blaðamaður verður bara að viðurkenna að hún sé ekki alveg 100% viss um hvað næringarráð- gjafar gera svo að mér þótti snið- ugt að hefja viðtalið á einni léttri spurningu: Hvað gera næringar- ráðgjafar? ,,Þeir leiðbeina fólki um það hvað almennt hollt mataræði gengur út á. Einnig að ráðleggja þeim sem þurfa að grennast, byggja sig upp, eru í íþróttum, eru sjúkir eða með óþol og ofnæmi og að lokum þeim sem eru heilbrigðir en vilja gera enn betur.“ Þar sem að Fríða Rún vinnur bæði sem næringarráðgjafi og unglingalandsliðsþjálfari hlýtur hún að geta hnýtt það saman. En hvernig setur maður það í sam- spil að vera næringarfræðingur og þjálfari? ,,Ég nýti það mjög mikið saman, árangur í heilsurækt og íþróttum er 50% mataræðið og 50% hreyf- ingin/æfingarnar. Inn í þetta flétt- ast svo hugarfarið en kannski má segja að skiptingin sé 1/3 hugafar, 1/3 matur og 1/3 hreyfing eða íþróttaæfingar. Auðvitað kemur hugarfarið inn á mataræðið og hreyfinguna, ef þú hefur ekki rétt hugarfar gagnvart hreyfingu og mataræði þá gengur þér ekki vel að halda þig við hvorugt. Dæmi: Ef þú notar sælgæti, gos og snakk, kökur osfrv., til að láta þér líða betur þegar þér leiðist þá getur þú ekki búist við árangri ef þú þarft að grennast eða bæta mataræðið almennt. Einnig, ef þú reynir ekki að gera það sem þú getur til að njóta þess að hreyfa þig þá gengur það ekki. Þú þarft þá að finna þér nýja heilsurækt. Mikilægt er að hafa hreyfinguna fjölbreytta, þannig reynir á alla vöðvahópa, þolið og hreyfingin verður ekki leiðinleg. Gott er að hafa félagsskap líka.“ Eins og Fríða segir þá skiptir oft miklu máli að hafa einhvern með sér til að peppa sig upp og hjálpa sér. Þá er mjög sniðugt að finna sér einhvern félaga til að taka með sér í ræktina, svona persónulegt klapplið... Framboð, hraði, auglýsingar og verðlag Okkar kynslóð hefur verið merkt „The Fast Food Gener- ation“ af hverju ætli Fríðu finnist það stafa? ,,Það eru margar ástæður fyrir því, aukið framboð og breyttar fyrirmyndir þ.e. frá þeim sem eldri eru. Einnig hefur sá mikli hraði og mikla vinna sumra foreldra sem einkennir okkar samfélag í dag og hefur mikil áhrif. Auglýsingar í fjölmiðl- um hafa líka mikil áhrif, fjöldi sjálfsala og kannski hvernig vörum eru gerð skil í verslunum, dæmi, uppstilling sælgætis við kassana í stórmörkuðum og tvö- faldar hillusamstæður af sælgæti svo dæmi sé tekið.“ Hvað þyrfti að gera til að bæta ástandið? Að mati Fríðu Rúnar þyrfti ,,meiri fræðslu og meira framboð á hollustuvörum. Verðlag hefur líka sitt að segja.“ Það er rétt það sem Fríða er að segja um verðlag- ið, vörur sem eru kallaðar „heilsu- vörur“ eru oftast í dýrari kantin- um, en þó að þetta sé dýrt þá verður að horfa áfram og sjá þetta allt í réttu ljósi. Þetta gefur fólki meiri orku og lengir jafnvel lífið um einhver ár. Einnig á að endurmeta matseðilinn í mötu- neytum skóla. Fyrr á þessu ári var kokkurinn án klæða, hann Jamie Oliver einmitt með heila sjónvarpsseríu um hvernig væri hægt að elda hollari og heilsu- samlegri máltíðir fyrir börn í grunnskólum í Bretlandi. Mat- reiðslukonurnar voru ekki allar hlynntar þessu af því að þetta tæki of langan tíma og væri kannski of mikil vinna. En það verður bara að breyta þessum hugsunarhætti. Og einnig þarf að endurskoða sjoppumálin í skólunum þannig að það sé meira val um hollustu- vörur. Og verðsetja þær þannig að nemendur skólanna hafi efni á að kaupa þær. Ástandi aldrei verra en nú Þó að skyndibiti hafi verið til í lengri tíma hefur ástandið aldrei verið verr en núna. Það er búið að stimpla Íslendinga sem eina af feitustu þjóðum heims, sem að segir mikið um núverandi ástand. Skyndibiti er ódýr matarkostur þó óhollur sé og það er auðvelt að kippa honum með heim þegar fjölskyldan er þreytt. Þannig að blaðamaður spurði Fríðu Rún hvort að fjölskyldan hætti ekki bara að elda eftir nokkur ár og plani bara kvöldverðinn í kring- um skyndbitastaðina. McDonalds á mánudegi, Dominos á þriðju- degi, KFC á miðvikudegi og svo framvegis. En Fríða Rún sagði eft- irfarandi: ,,Nei, alveg örugglega ekki. Það er mikil vakning og gott starf í gangi í samfélaginu t.d. hjá Lýð- heilsustöð að ógleymdum Lata- bæ, það eru einnig nokkrir leik- og grunnskólar sem eru búin að taka sinn matseðill og gjörbreyta honum.“ En það þarf alltaf að gera betur og gera meira. Margar hendur vinna létt verk. Fleiri og fleiri foreldrar eru farn- ir að vinna utan heimilis mjög margar stundir og hafa þar með minni tíma með fjölskyldunni, gæti það verið ástæðan fyrir versnandi matarvenjum barna? ,,Á mörgum heimilum já en alls ekki hjá öllum. En það má ekki bara líta á foreldrana og uppalendurna. Það þarf líka að líta til þeirra sem selja skólamötu- neytum vörur og þeim sem elda í mötuneytum um land allt, fram- boðið þar hefur einnig mikil áhrif á heilsu landsmanna.“ Holl hreyfing hefur áhrif á fæðuval Það sem skiptir mestu máli er að breyta hugsunarhætti krakka á heilbrigðu líferni og hollum mat. Hvað gæti vakið áhuga barna til að snakka á gulrót í stað súkklaði- köku? Fríða Rún sagði eftirfar- andi: ,,Góðar fyrirmyndir, fræðs- la, spennandi framsettur matur í skólamötuneytum, sem gerir þau södd og sátt og hindrar að þau hlaupi í sjoppuna í frímínútum. Meðvitaðir foreldrar sem leggja á sig að kaupa hollan mat og hollt hráefni og vera góðar fyrirmyndir sjálft. Þó það komi mataræðinu ekki beint við þá er einnig mikil- vægt að börnin hafi nóg fyrir stafni og þau stundi heilbrigða hreyfingu á sínum eigin forsend- um. Holl hreyfing hefur áhrif á fæðuval og alla líðan, kemur í veg fyrir leiða auk þess sem mikið er lagt upp úr fræðslu um hollt mataræði hjá sumum deildum. Sem frjálsíþróttakona til margra ára þá þekki ég íþróttina mjög vel og fullyrði að í fáum íþróttagrein- um geti einstaklingar af eins mis- munandi stærðum og gerðum fundið grein við sitt hæfi. Þeir sem hafa gott úthald veljast í lengri hlaupin, þeir með hraðann velja sprettina, þeir sem eru lang- ir með gorma í fótunum veljast í hástökk og langstökk og þeir sem eru sterkir en geta ekki hlaupið langt fara í köstin. Þannig byggist upp lið með mismunandi karakt- erum og setur það vissan svip á liðsheildina.“ Þarf að gera enn betur Latibær sló í gegn sem leikrit hér á Íslandi fyrir nokkrum árum og þar var krökkum og foreldrum þeirra sýnt hvernig börn verða sem að hanga inni alla daga, gera engar æfingar og borða sælgæti alla daga. Sigga Sæta var alltaf illt í maganum, Solla Stirða gat ekki reimað skóna sína vegna stirð- leika og Goggi Mega var orðinn sjónvarpssjúkur á því að horfa á öll 13 sjónvörpin sem hann átti. Ég spurði Fríðu Rún hvort að Lati- bær væri ekki að þrælvirka á hugsunarhátt barna þar sem hann er núna orðin af sjónvarps- þætti út um allan heim. Fríða Rún svaraði eftirfarandi: ,,Það er ekki spurning, það þarf bara að gera enn betur á fleiri sviðum og ná til foreldranna líka því þeir versla jú inn og stýra matseðli heimilanna amk. eiga þeir að gera það.“ Borða nógan mat og ekki að fara í megrun Ég bað Fríðu Rún um að nefna einfalda þætti sem börn og for- eldrar þeirra gætu haft í huga til að bæta mataræðið á heimilinu og ekki síst til að halda orkunni í lagi, sem er eitt það mikilvægasta fyrir unga líkama í blóma lífsins. Ég fékk eftirfarandi upplýsingar: Borða hollan morgunmat á hverjum degi. Borða á tveggja til þriggja klst fresti yfir daginn Borða fisk a.m.k. 2 sinnum í viku. Forðast djúpsteiktan mat. Hafa nammidag aðeins einu sinni í viku og byrja þá daginn á hollum morgunmat og hádegismat en láta svo meira eftir sér þegar líða tekur á daginn. Borða gróft brauð á hverjum degi með hollu áleggi og grænmeti. Borða 2 til 3 stk. af ávöxtum á hverjum degi. Borða grænmeti með kvöldmatnum og sem álegg á brauð. Borða nóg af mat og aldrei að fara í megrun. Borða eða drekka sem svarar tveimur glösum af dag af mjólkur- vörum. Drekka nóg af vatni. Fríða Rún vildi koma með einn mikilvægan punkt til að botna viðtalið: ,,Foreldrar þurfa að halda til streitu heilbrigðri matarmenn- ingu heima fyrir, móðir eða faðir sem er alltaf í megrun er ekki al- veg að senda nógu góð skilaboð til barnanna og sérstaklega stúlknanna. Leggja þarf áherslu á heilbrigðan lífstíl allra á heimilinu og að eldað sé sem mest úr hreinu hráefni og mat sem allir geta borðað saman. Samveru- stundir fólks í dag eru orðnar allt of fáar og matmálstímarnir eru því sífellt mikilvægari samveru- stund samhliða því að vera mikil- vægur hluti af uppeldinu.“ Offita barna og unglinga, yngri en 18 ára er vaxandi vandamál á Íslandi eins og í flestum vestræn- um löndum. Meðferð við offitu barna og unglinga er mjög vanda- söm og árangurinn er oft ekki nægilega góður og því eru fyrir- byggjandi aðferðir mjög mikil- vægar. Þessi grein verður von- andi góður stökkpallur í átt að heilbrigðara líferni barna og ung- linga í Breiðholtinu. Erna Ýr ÁGÚST 2006 9Breiðholtsblaðið Hollustan í fyrirrúmi Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur og unglingalandsliðsþjálfari. Fríða Rún segir nauðsynlegt að borða tvö til þrjú stk. af ávöxtum á hverjum degi og borða grænmeti með kvöldmatnum og sem álegg á brauð. Það er mikil vakning og gott starf í gangi í samfélaginu t.d. hjá Lýð- heilsustöð að ógleymdum Latabæ.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.