Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 10

Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 10
ÁGÚST 200610 Breiðholtsblaðið Sundfélagið Ægir er bikar- meistsari í þriðja sinn í röð og Ægisfélagar settu tvö Íslandsmet í sigurgöngu sinni í Bikarkeppni SSÍ 2006. Ægir er þó ekkert að vekja athygli á sér í fyrsta skipti því félagið er með elstu íþrótta- félögum hér á landi, stofnað þann 1. maí árið 1927. Því verð- ur ekki annað sagt en þetta gróna félag hafi elst vel og Ægis- menn nútímans engu síðri en þeir garpar sem hófu sundíþrótt- ina til vegs með félsgsstofnun fyrir bráðum 80 árum. Breið- holtsblaðið spjallaði við Gústaf Adolf Skúlason, formann Ægis og Eyleif Jóhannesson, þjálfara félagsins af þessu tilefni. Félagatalan þrefaldast Hver er galdurinn að baki þeirr- ar velgengni sem Ægiringar hafa notið á mótum að undanförnu. Gústaf segir að rekja megi þá sögu um tvö ári aftur í tímann. „Þá réðum við Eyleif Jóhannes- son sem yfirþjálfara félagsins og hann er nú að ljúka öðru sundári sínu. Jafnframt ráðningu Eyleifs lögðum við mikla áhersu á að efla yngri flokkana í sundinu. Við for- um af stað með auglýsingaher- ferð. Við fórum í skólana og kynntum það starf sem við vorum að bjóða. Þetta kynningarstarf hlaut góðar undirtektir og nokkrir eldri sundmenn gengu einnig til liðs við eldri flokka félagsins. Við fengum til liðs við okkur fólk af öllu höfuðborgarsvæðinu og jafn- vel utan af landi. Síðan hefur það verið meginmarkmið okkar að byggja félagið upp og félagatalan hefur nær því þrefaldast á þess- um tveimur árum sem liðin eru frá því við hófum þetta átak.“ Gústaf segir að þrátt fyrir góðan gang í elstu hópum félagsins þessu tvö ár sé mikill áhugi fyrir hendi á að byggja yngri flokkana betur upp. „Við erum að sjá góð- an árangur og erum mjög ánægð með þá þróun vegna þess að upp- bygging yngri flokka er mikilvæg fyrir öll íþróttafélög.“ Ungverjar, Frakkar, Rúss- ar og Egyptar Gústaf segir að ekki sé nóg að hafa einn aðila sem vinni ötullega að málum sem þessum heldur hafi ellefu þjálfarar komið að störfum hjá félaginu á síðasta sundári. „Við höfum verið heppin að þessu leyti að til okkar hefur komið bæði gott og vel menntað fólk. Þar er bæði um íþróttakenn- ara að ræða og einnig aðra sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga og metnað fyrir sínu starfi. Við höfum haft þjálf- ara frá Rússlandi, frá Egyptalandi, Frakkandi og Ungverjalandi en aðall okkar er að við erum með ís- lenskan yfirþjálfara.“ En er fólk frá þessum löngum gott sund- fólk? Hér grípur Eyleifur Jóhann- esson inni og svarar að bragði. „Já - þessar þjóðir eiga gott sund- fólk. Ekki síst Ungverjar sem eiga sér ríka sundhefð ekkert síður en við Íslendingar. Rússar eiga ein- nig margt gott sunfólk og margar fleiri þjóðir. Það er misskilningur að Íslendingar séu alveg sér á báti í þessum efnum vegna þess að þeir eigi nóg af heitu vatni og mik- ið af sundlaugum.“ Ungverski þjálfrinn Zoltan Beláni er einnig haldboltamaður. Hann hefur búið hér um hríð og hefur spilað marga leiki sem slíkur og varð m.a. Íslandsmeistari með Fram fyrr á þessu ári. Lykillinn er gott fólk Gústaf segir að Ægiringar hafi einnig verið heppnir með annað fólk og félagsstarf. „Þar koma margir að. Bæði þeir sem starfa í stjórn og einnig í foreldraráði. Lykilinn að góðu starfi er að fá gott fólk og að margir hjálpist að. Að öðrum kosti næðist ekki sá ár- angur sem við höfum náð.“ Gúst- af hefur verið formaður Ægis í nær þrjú ár og kveðst hafa helgað sig þessu starfi eins og hann hafi frekast getað með fullu öðru starfi. En er hann þá kominn í 250% vinnu með starfi og áhuga- máli. „Nei - það er ekki alveg svo mikið en ég er eflaust í miklu meira en 100% vinnu ef allt er talið. Það fer allur frítíminn í þetta og fjölskyldan stendur þétt sam- an að baki þessu starfi.“ Það kem- ur á óvart þegar Gústaf segist ekki vera neinn sérstakur sund- maður sjálfur. Svona hæfilega fær um að fara í heita pottinn en hann hefur skýringar á reiðum höndum. Þær helgast af því að dætur hans hafa stundað sund af miklum krafti og oft þróast málin á þá leið þegar börn og ungmenni taka þátt í íþóttum þá koma for- eldrarnir að félagsstarfinu sem liggur að baki íþróttaiðkuninni. Og það er ljóst að áhuginn er mik- ill. „Við leggjum mjög mikla áher- slu á að grunnstarfið með börn- unum og ungmennunum sé bæði mikið og gott. Ef okkur tekst að efla það og viðhalda því þá verð- ur félagið áfram ölfugt og félag- arnir skila eins góðum árangri og þeir eru að gera í dag. Ef félagið endurnýjast ekki jafnt og þétt þá deyr starfið fljótlega út og árang- urinn hverfur. Það er alltaf hætta á að bólur komi upp. Nokkrir öfl- ugir árgangar sýni áhuga og láti til sín taka en hverfi svo á braut. Þá er erfiðara að ná þessu upp aftur.“ Eyleifur bendir á að al- gengt sé að sterkir árgangar komi fram en síðan komi dautt tilmabil þegar þeir hætti. Þess vegna sé svo mikilvægt að hafa breiðan grunn að baki félaginu. „Við þurf- um að leggja áherslu á að félagið myndi einn samhangandi þráð alveg niður í yngstu hópana og þannig að allir séu að vinna eftir sama formi í stað þess að einum sé kennt eitt og öðrum annað,“ segir Eyleifur og Gústaf bætir við að sami rauði þráðurinn gangi í gegnum allt félags- og þjálfunar- starfið. Stefnumörkunin gangi allt niður í byrjendahópa og alla leið upp. Fullbókuð námskeið og biðlistar Ægismenn ætla að efla þetta starf frekar á komandi hausti. Ætlunin er að bjóða upp á ung- barnasund, sund fyrir tveggja ára og tveggja til þriggja ára í nýju innilauginni við Breiðholtslaug- ina. Eyleifur segir markmiðið vera að geta boðið eitthvað fyrir alla. Barnasundið fyrir yngstu hópana og einnig æfingar fyrir þá sem vilja minnka við sig. Ægir hefur staðið fyrir námskeiðum fyrir börn frá fjögurra til sex ára að undanförnu og segir Eyleifur þau hafa gengið mjög vel og notið vin- sælda. „Við höfum aldrei auglýst þessi námskeið en engu að síður eru biðlistar til þess að komast að,“ segir Eyleifur og Gústaf bætir við að Ægir hafi ekki haft nægjan- legt laugapláss í innilauginni til þess að anna allri eftirspurn vegna yngstu hópanna. Þeir segja Eyleifur Jóhannsson, yfirþjálfari Ægis og Gústaf Adolf Skúlason formaður. Formaður, yfirþjálfari og keppendur. Efri röð frá vinstri: Gústaf Adolf Hjaltason, Jón Símon Gíslason. Árni Már Árnason, Oddur Örnólfsson, Kjartan Hrafnkelsson, Jakob Jóhann Sveinsson, Baldur Snær Jónsson og Eyleifur Jóhannsson. Neðri röð frá vinstri: Ólöf Lára Halldórsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Auður Sif Jónsdóttir, Snæfríður Jóhannsdóttir og Anja Ríkey Jakobsdóttir. Keppendur, þjálfarar og formaður hampa bikarnum að móti loknu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri í hópi sigurvegara Ægis. Boðsundsveit Sundfélagsins Ægis setti nýtt stúlknamet í 4x100m fjór- sundi. Sveitina skipuðu Snæfríður Jóhannsdóttir, Auður Sif Jónsdóttir, Guðrún Vaka Steingrímsdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir. Félagatalan hefur þrefaldast

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.