Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 12

Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 12
Málefni Strætó bs. eru til um- fjöllunar hjá Reykjavíkurborg. Þær endurbætur sem gerðar voru á þjónustu strætisvagn- anna, m.a. með nýju leiðakerfi sem tekið var upp fyrir rétt rúmu ári, hafa ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt. Far- þegum Strætó bs. hefur fækkað umtalsvert og verulegur halli hefur myndast í rekstri félags- ins. Hafa þessar breytingar mis- tekist. Hentar skipulag Reykja- víkurborgar og jafnvel alls höf- uðborgarsvæðisins ekki þessum samgöngumáta. Hefur einkabíll- inn endanlega fest sig í sessi gegn almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Veðurfar, vegalengdir og skreppiþörf Eflaust koma þessir þættir allir við sögu og jafnvel fleiri. Einkabíl- um hefur fjölgað meira og hraðar að undanförnu en dæmi eru áður til. Höfuðborgarsvæðið hefur ein- nig þanist út með meiri hraða en áður. Ný hverfi hafa byggst á skömmum tíma auk þess sem þéttleikastuðull þess er með þeim lægsta sem þekkist á borg- arsvæðum. Vegalengdir eru mikl- ar miðað við fólksfjölda sem leiðir til þess að almenningssamgöngur verða kostnaðarsamari. Veðurfar er fremur óhagstætt almennings- samgöngum og spyrja má hvort Íslendingar eru meira á ferðinni á milli staða og flýti sér meira en íbúar annarra þjóða. Ekki munu hafa verið gerðar nákvæmar rannsóknir á ferðatíðni landans og þörf á flýti en uppbygging skóla- og frístunda eru með þeim hætti að skapa verulega umferð foreldra með börn á milli staða. Einnig má spyrja hvort Íslending- ar séu haldnir meiri skreppiþörf en aðrar þjóðir og fari þannig oft- ar á milli staða á hverjum sólar- hring en algengt getur talist ann- arsstaðar. Aðeins um 35% tekja af fargjöldum Fyrir fimm árum var ákveðið að sameina og samhæfa almennings- samgöngur á öllu höfuðborgar- svæðinu í ljósi þess að um eitt íbúa- og atvinnusvæði er að ræða þótt það skiptist í sjö sjálfstæð sveitarfélög. Strætó bs. var stofn- að á árinu 2001 sem byggðasam- lag sjö sveitarfélaga. Hugsunin að baki þess var einkum að bæta þjónustu almenningssamgang- anna og að létta rekstur þeirra sem kostuð er að verulegu leiti af sveitarfélögunum. Af 2,3 milljarða króna tekjum strætisvagnana koma aðeins um 800 þúsund af sölu farmiða en um 1,5 milljarður eru framlög frá sveitarfélögunum eða um 65% teknanna. Þá má ein- nig geta þess að framlögin reikn- ast ekki alfarið eftir eignaraðild sveitarfélaganna að Strætó bs. sem byggist á íbúafjölda þeirra. Reykjavíkurborg greiðir t.d. 69% framlaganna þótt eignaraðild borgarinnar sé aðeins 63% og helgast sú skipting af því viðmiði að íbúar Reykjavíkur notfæri sér þjónustu strætisvagnanna hlut- fallslega í meira mæli en íbúar hinna sveitarfélaganna. Leiðakerfið leysti ekki vandann Annar liður í að auka afköst og skilvirkni almenningssamgang- anna og bæta þjónustu þeirra var að ráðast í mikla endurskipulagn- ingu á leiðakerfi strætisvagnanna og samhæfa það betur svæðinu sem held í stað þess að láta mörk sveitarfélaga ráða nokkru um uppbyggingu ferða eins og áður var. Miklar vonir voru bundnar við hið nýja leiðakerfi sem byggt var upp af ákveðnum stofnleiðum að erlendri fyrirmynd. Í hinu nýja kerfi aka vagnar um stofnleiðir á tíu mínútna fresti sem er hugsað til að tryggja nægjanlega ferða- tíðni til þess að sem flestir geti notfært sér þjónustuna en síðan er tenginet innan tiltekinna svæða. Mikil gagnrýni kom fram á hið nýja leiðakerfi, bæði frá starfsfólki Strætó bs. og einnig frá viðskiptavinum félagsins sjálfum farþegunum. Vegna gagnrýninnar var ráðist í að endurskoða kerfið og sníða af því ýmsa galla í ljósi þeirrar reynslu sem fékkst með notkun þess. Farþegum fækkað um 1,2 milljónir Þrátt fyrir sameiningu almenn- ingssamganga á höfuðborgar- svæðinu, uppstokkun leiðakerfis Strætó bs. og lagfæringar á því samkvæmt óskum notenda hafa vonir um aukna notkun strætis- vagna og bættan rekstrargrund- völl Strætó bs. ekki gengið eftir. Farþegum hefur fækkað ár frá ári. Fjöldi þeirra hefur farið úr um 8.6 milljónum á árinu 2002 niður í um 7.4 milljónir á síðasta ári eða fækkað um allt að 1,2 milljónir á þremur árum. Afkomutölur fé- lagsins hafa einnig farið á sömu leið. Um 89.4 milljón króna hagn- aður varð af rekstri Strætó bs. á árinu 2003 en tap síðasta árs varð rúmlega 197 milljónir. Við það bætist að samkvæmt rekstrar- spám virðist stefna í allt að 360 króna tap á þessu ári. Umhverfisvandi og mið- borgarskattar Hvað sem þessum tölum líður og að almenningssamgöngur telj- ast ekki til lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga þá er viðurkennt að um réttlætismál og nauðsynlega þjónustu að ræða. Einnig er um umhverfismál að ræða vegna þess að eftir því sem stærra hlut- fall íbúa notfærir sér þann sam- göngumáta dregur úr álagi á um- ferðamannvirki og mengun. Víða er reynt að takmarka umferð í borgum með sérstökum ráðstöf- unum, einkum í miðborgum, og má geta þess að nú kostar 15 krónur norskar eða um nífalda þá upphæð í íslenskum krónum að aka á einkabíl inn í miðborg Osló- ar og sambærilegur skattur er nú til reynslu í Stokkhólmi þar sem þó allt að 70% af umferð inn til miðborgarinnar er með almenn- ingssamgöngum. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn fylgjast grannt með tilrauninni í Stokkhólmi og víðar er verið að leita leiða til þess að draga úr bílaumferð í borgum. Sveitarfélögin eða ríkið Þær leiðir sem nú eru til um- ræðu og athugunar vegna vanda Strætó bs. eru m.a. þær að hvort heppilegt geti verið að skipta al- menningssamgöngunum aftur upp á milli sveitarfélaganna sem standa sameiginlega að þeim nú. Þær hugmyndir eru einkum komnar frá Reykjavíkurborg enda eru Reykvíkingar lang stærstu notendur almenningssamgang- anna. Jónína Bjartmars umhverf- isráðherra hefur varpað því fram hvort réttlætanlegt gæti verið að ríkisvaldið komi á einhvern hátt að rekstri þessa samgöngumáta þar sem um mikilvægt umhverfis- mál sé að ræða. Engum hugmynd- um hefur þó verið varpað fram um á hvern hátt slík þátttaka yrði útfærð en benda má á að ríkis- sjóður hefur all nokkrar tekjur af starfsemi á borð við rekstur al- menningssamganga í formi skatt- lagningar. Strætó bs. greiðir t.d. um 300 milljónir króna til ríkisins á þessu ári í formi virðisauka- skatts og olíugjalds auk annarra hefðbundinna gjalda atvinnurek- enda. Á þann hátt renna skatt- greiðslur íbúanna til sveitarfélag- anna áfram inn í ríkissjóð sem skattleggur starfsemi þeirra. Þau gjöld sem Strætó bs. þarf að greiða til ríkisins á þessu ári jafn- gilda því næstum því tapi sem áætlað er að félagið verið fyrir. Hver sem niðurstaðan af endur- skoðun á rekstri almenningssam- ganganna verður þá má ljóst vera að þeim verður haldið áfram í ljósi nauðsynjar á þessari þjón- ustu og einnig um hversu stóran umhverfisþátt er að ræða. Hvort tekst að venja íbúa höfuðborgar- svæðisins við að nota þær í meira mæli í framtíðinni er öllu óljósara. Til þess að svo megi verða þurfa borgarbúar að sjá augljósa kosti þess að taka strætóinn fram yfir einkabílinn t.d. til þess að fara til og frá skóla og vinnu. Eins og staðan er í dag verður ekki annað sagt en að almenningssamgöng- urnar eiga í vanda. ÁGÚST 200612 Breiðholtsblaðið Sími: 511 1188 & 895 8298 Heimasíða: www.borgarblod.is Almenningssamgöngur í vanda Úr höfuðstöðvum Strætó í Mjódd. Netsaga.is GETRAUNANÚMER LEIKNIS ER 111

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.