Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 13

Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 13
ÁGÚST 2006 13Breiðholtsblaðið Auglýsingasími: 511 1188 & 895 8298 Getur verið að það leynisttöfraveröld inn í skáp. Þarsem dýrin tala og hálf- mennskar verur búa ásamt álf- um? Þar sem hvíta nornin ræður ríkjum og ískalt hjarta hennar viðheldur eilífum vetri? Getur verið að slík töfraveröld sé til og hún sé inn í gamla skápnum? Fjögur systkini lenda fyrir tilvilj- un inn í Narníu og verða við það þátttakendur í spennandi atburð- arrás sem C.S. Lewis ritaði niður í bók sinni Ljónið, nornin og skáp- urinn. Sagan geymir margar sterkar táknmyndir sem áhuga- vert getur verið að skoða nánar auk þess að vera frábært ævin- týri. Hið góðlega ljón - að sjálf- sögðu talandi vekur hlýju svo vet- urinn hörfar en nornin er sterk með töframátt sinn. Í sögunni er ekki aðeins varpað fram hinni ei- lífu spurningu um rétt og rangt heldur einnig um hjartalag Ad- amssona og Evudætra, um hjarta- lag mann, hugrekki, kærleika, fórnfýsi og trú, já trú á hið góða. Það er best að upplýsa ekki of mikið um söguþráðinn fyrir þá sem enn hafa ekki lesið bókina eða séð myndina. Best er að kynnast Narníu af eigin raun og sjá með því að þar er ævintýra- heimurinn raunverulegri en í fyrstu mætti ætla. Það er hins vegar ekki alltafauðvelt að greina milli þesssem raunverulegt reynist og þess sem aðeins tilheyrir æv- intýrasögum. Sumar sögur eru ævintýri líkastar þó sannar séu en svo er því líka öfugt farið að ævintýri og skáldskapur séu sett í svo raunverulega umgjörð að skilin þar á milli virðast óljós. Margt sem borið er á borð fyrir börn í formi afþreyingar er gert með þessum hætti og oft vantar mikið upp á að tekið sé tillit til þroska barna og möguleika þeirra á að greina milli veruleika og æv- intýraheims. Börn velkjast ekki í vafa um að talandi ljón tilheyrir ævintýri, sem og fljúgandi súper- mannhundur. En þegar kemur að baráttu tveggja manna í bardaga- búningi, jafnvel þó skrímsli komi þar við sögu, getur það virst full raunverulegt með tilheyrandi áhrifum á barnið. En nú eru ævintýri sumars-ins senn að baki ogframundan er vetrarstarfið bæði í skólum og kirkjum. Þann 3. september hefst barnastarf kirkj- unnar þar sem kirkjan býður börnum og unglingum að taka þátt í uppbyggilegu starfi. Barna- guðsþjónustur eru alla sunnu- daga kl. 11 og á virkum dögum er að finna starf fyrir eldri börn sem og unglinga. Allt barnastarf kirkj- unnar hefur það að markmiði að leiða börnin til fundar við Jesú Krist frá Nasaret. Sagðar eru sög- ur af honum úr Nýja testament- inu en einnig sögur af hetjum Gamla testamentisins sem gefa Spidermann og Batmann ekkert eftir. Það sem gerir starf kirkjunn- ar sérstakt er að allt sem fram fer er byggt á raunverulegum atburð- um. Sögurnar um Jesú geyma staðreyndir um líf frelsarans og máttur kærleika hans til okkar er ekki tilbúningur heldur raunveru- legur þeim sem upplifa hann. Það er þennan kærleika sem kirkjan boðar og vill umfaðma með þá sem til hennar leita. Kærleikur, kærleikur tautaði nornin í Narníu með vændlætingu, þú skalt elska af öllu hjarta þínu segir Jesús frá Nasaret. Hvort viðhorfið stendur hjartalagi okkar nær? Hvort er raunverulegra? Hvort er varan- legra? Í kirkjunni getum við ekki lofað talandi ljóni en við bjóðum upp á það sem sannarlega er að finna bæði í Narníu og Nasaret. TI L UMHUGSUNAR Eftir sr. Bryndísi Möllu Elídóttur Frá Narníu til Nasaret Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar er nú að hefja 31. starfsár sitt í Breiðholti, en skólinn starfar einnig Árseli í Árbæjarhverfi og á Engjateigi 1. Innritun fer fram á Engjateigi 1 frá 21. - 25. ágúst frá kl. 12 - 18. Einnig má sækja um nám á heimasíðu skólans. Húsið við Hraunberg 2 er í næsta í nágrenni Fella- og Hólabrekkuskóla. Flestir hefja nám í forskóla (6 - 8 ára) en auk þess er kennt á flest hljóðfæri og tilheyrandi greinar. Upplýsingar fást á heimasíðu (http://tsdk.ismennt.is) og þar má einnig sækja um nám. Tónskólinn í Hraunbergi hefur vetrarstarf

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.