Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 15

Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 15
Þau Guðmundur Sverrisson og Valdís Anna Þrastardóttir hafa nú bæst í Úrvalshóp FRÍ en þau eru keppa bæði í spjótkasti. Guð- mundur kastaði 700 g spjóti 51.57 m. á Gautaborgarleikunum en lág- markið er 50 m. með 600 g. spjóti. Valdís Anna náði lágmarkinu á sumarmóti FÍRR þegar hún kastaði 36.55 m. en lágmarkið í hópinn er 34 m. Þau eru 28. og 29. ÍR-ingurinn í hópnum en í honum eru nú 135 einstaklingar og hafa aldrei verið fleiri. Erna Dís Gunnarsdóttir er síð- an mjög skammt frá lágmarki í 400 m. hlaupi en sex aðrir ÍR-ingar eru nálægt lágmarki í hópinn og munu gera atlögu að þeim á Meistaramóti Íslands á næstu vikum. ÍR-ingar í Úrvalshóp FRÍ Ágætur árangur náðist á Meistaramóts Íslands 15-22 ára. Íslandsmet Einars Daða Lárus- sonar í 100 m. grindahlaupi stóð uppúr en hann hljóp á 13.67 sek. en gamla metið var 13.6 sek. sett árið 1995 af Sveini Þórarinssyni FH. Einar sigraði einnig í 100m hlaupi á 11.54 sek. og 400 m. hlaupi á 53.40 sek, varð annar í langstökki með 6.20 m. og 3. í stangarstökki með 3.10 m. og 3. í kringlukasti með 41.23m. Brynjar Gunnarsson kom sá og sigraði í 110 m. grindahlaup drengja auk þess sem hann varð í 2. sæti í 400 m. hlaupi á 53.72 sek. og 3. í kringlukasti með 33.64m. Helga Þráinsdóttir, Fanney Björk Tryggvadóttir og Hulda Þor- steinsdóttir, sigruðu í sínum flokkum í stangarstökki, Helga stökk 2.50 m. og bætti sig þar með um 10 cm, Fanney Björk 3.30 m. og Hulda 3.00 m. sem einnig er bæting. Hulda varð síðan 4. í 80 m grindahlaupi á 13.70 sek og 6. í langstökki með 4.80 m. Kristín Birna Ólafsdóttir sigraði í kringlukasti 19-22 ára og varð 2. í kúluvarpi. Heimir Þórsson varð 4. í 100 m hlaupi sveina og bætti sig þegar hann hljóp á 12.00 sek. sem er viðmið í úrvalshóp unglinga en hann var þegar í hópnum í nokkrum greinum. Snorri Sigurðs- son sigraði í 1500 m. og bætti sig er hann hljóp á 4:28.11 mín. og Sara Björk Lárusdóttir sigraði í 1500 m. hlaupi meyja á 5:33.36 mín. en hún varð í 3. sæti í 400 m. hlaupi á 63.07 sek. Ásdís Eva Lár- usdóttir varð 3. í 400 m. og var skammt frá sínu besta þar. Krist- borg Anna Ásmundardóttir sigr- aði glæsilega í kringlukasti meyja með 32.82 m. sem er bæting hjá henni og skammt fá viðmiði í úr- valshóp unglinga FRÍ sem er 34 m. Valdís Anna Þrastardóttir varð 4. í þessari sömu grein með 28.16 m. og Arna Ómarsdóttir 7. með 23.40 m. Ásdís Magnúsdóttir varð 2. í langstökki stökk 5.04 m. og varð aðeins 12 cm. frá 1. sætinu. San- dra Pétursdóttir varð 2. í kringlu- kasti og bætti sig þegar hún kas- taði 30.21 m. en hún varð síðan 3. í kúluvarpi með 9.13 m. Sveitir ÍR sigruðu síðan í 4 x 100 m. boðhlaupi sveina og meyja en eftir fyrri daginn Enn einn ÍR-ingurinn bættist í úrvalshóp unglinga FRÍ þegar Steinar Thors (1990) hljóp 400 m. á 55.19 sek. en hann varð 3. í hlaupinu. Þeir félagar Ólafur Kon- ráð Sigurðsson og Vignir Már Lýðsson kepptu í 1500 m. hlaupi og varð Óli Konni 3. á 4:32.95 mín. og Vignir Már 4. en hann bætti sig þegar hann hljóp á 4:39.02 mín sem er viðmið í úrvalshóp ung- linga sem hann er nú þegar í. Adam Þorgeirsson varð 4. í 1500 m. hlaupi sveina á 5:49.77 mín. ÍR er með forystu í heildarstiga- keppninni 20 stigum á undan FH með 189 stig. ÁGÚST 2006 15Breiðholtsblaðið Fréttir Íþróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 • Sími 587 7080 Myndsími: 587 7081 Tölvupóstur: iradal@isholf.is Íþróttaskóli ÍR fyrir börn 3 - 6 ára Komdu að leika Tímarnir fara fram í ÍR Skógarseli 12 sími: 587-7080 Undirritaður hefur verið sam- starfssamningur körfuknattleiks- deildar ÍR og SPRON. Sam- kvæmt samningnum mun SPRON verða aðalstyrktaraðili deildarinnar næstu þrjú árin og nær samstarfið til æskulýðs- starfs og meistaraflokka félags- ins. Markmið samningsins er að styðja við öflugt starf deildarinn- ar og að ÍR eigi lið í fremstu röð, í öllum aldursflokkum. Samningurinn kveður á um stuðning við alla aldurshópa fé- lagsins og lögð er áhersla á þátt- töku í barna- og unglingastarfi. SPRON mun m.a. útvega öllum iðkendum deildarinnar íþrótta- töskur og haldið verður árlega yngri flokka mót í íþróttahúsi ÍR sem kallast mun SPRON mótið. Körfuknattleiksdeild ÍR hefur um árabil verið í hópi bestu fé- laga landsins og ekkert félag hef- ur unnið Íslandsmótið í meistara- flokki karla oftar en ÍR, sem hefur orðið Íslandsmeistari 15 sinnum. Allir máttarstólpar meistaraflokks karla verða áfram hjá félaginu auk þess sem Hreggviður Magnússon hefur gengið til liðs við ÍR eftir 3 ára dvöl í Bandaríkjunum við nám og körfuknattleiksiðkun. ÍR hefur ráðið Bárð Eyþórsson sem þjálfara meistaraflokks karla næstu fjögur árin. Bárður var um árabil í hópi fremstu körfuknatt- leiksmanna landsins og hefur á undanförnum árum þjálfað lið Snæfells með frábærum árangri. Bárður hefur tvisvar verið kjörinn þjálfari ársins í Úrvalsdeild. Öflugt starf Júdódeildar held- ur áfram og mikill hugur og eftir- vænting er hjá Júdófólki ÍR fyrir komandi haust. Vöxtur deildarinnar og móttök- ur iðkenda lofa góðum vetri. Í sumar voru fyrstu sumaræfing- arnar og voru bæði vel sóttar og mæltust vel fyrir. Skráning fyrir komandi vetur hefjast fljótlega og munum við reyna eftir fremsta megni að koma öllum fyrir. Öflugt starf Júdó- deildar heldur áfram Um 150 glaðbeittir hlauparar þreyttu Vatnsmýrarhlaupið 3. ágúst. Forskráningin á Hlaup.is hafði gengið mjög vel og um 86 höfðu skráð sig þar. Þessar netskráningar hjálpa mikið til við að létta álagið á skráningunni og er einnig til hægðarauka fyrir hlauparana sem geta farið í hlaupið án þess að þurfa hugsa um skipti- mynt. Úrslit: 1. 16:20 mín Burkni Helgason 2. 16:36 mín Valur Þórsson 3. 16:50 mín Birkir Marteinsson 28. 20:43 mín Huld Konráðsdóttir. Um 150 í Vatnsmýrarhlaupi Jón H. Magnússon, fyrrverandi Íslandsmethafi í sleggjukast hlaut gullverðlaun í lóðkasti á Evrópu- meistaramóti öldunga í Poznan í Pólandi á dögunum. Hann kastaði 18.14 m en sá sem varð í 2. sæti kastaði 17.58 m. Síðan bætti Jón við öðru gulli, og þá í sleggjukasti. Jón kastaði 4kg. sleggju 45,25 metra, sem er Íslands- met í aldursflokknum. Jón var um langt árabil í fremstu röð sleggu- kastara hér á landi. Hans besti ár- angur í sleggjukasti, 54,41 m frá 1969, er í dag 8. besti árangur Íslend- ings frá upphafi. Þriðju verðlaun sín á mótinu náði Jón er hann varð í 3. sæti í kastþraut í flokki 70-74 ára en þar er keppt í 5 greinum, hlaut hann 4.348 stig. Árangur Jóns í einstökum greinum: Sleggjukast: 44.00 metrar (sigraði). Kúluvarp: 10,19 m. Kringlukast: 34:00 m. Lóðkast: 17,05 m (sigraði). Spjótkast: 31,68 m. Gullverðlaun í lóðakasti Kvennalið ÍR sigraði mjög óvænt í stigakeppni félagsliða á MÍ sem fram fór í áttugasta skipti um helgina. Karlaliðið náði þrið- ja sæti og í samanlagðri stiga- keppni hafnaði ÍR í öðru sæti á eftir liði FH. Þetta var óvænt vegna þess að mikið var um for- föll úr liðinu af ýmsum ástæðum. Þeir ÍR-ingar sem kepptu um helgina lögðu sig fram að vanda og börðust eins og hetjur. Að ná sigri í kvennakeppninni, öðru sæti í heildarstigakeppninni og þriðja sæti í karlakeppninni er frábært sé tekið tillit til þess að stór skörð hafa verið höggvin í ÍR-liðið unanfarna daga, vikur og mánuði. Jóhanna Ingadóttir stóð sig mjög vel um helgina þegar hún vann öruggan sigur í þrístökki kvenna með 11,55 m og varð önn- ur í langstökki með 5,72 m. Fann- ey Björk Tryggvadóttir sigraði í stangarstökki með 3,40 m. sem er hennar besti árangur utanhúss í ár en Hulda Þorsteinsdóttir varð 3. með 2,90 m. og Bergrós Jóhann- esdóttir 4. sæti í stangarstökki með 2,50m en ÍR átti 4 keppendur í greininni. Fríða Rún Þórðardóttir varð önnur bæði í 1500 m. á 4:52,44 og 3000 m á 10:39,24 og þriðja í 800 m. á 2:21,06 hlaupi sem er hennar besti árangur í 800 m. í ár. Sandra Pétursdóttir varð þriðja í sleggjukasti með 36,33 m. sem er persónulegt met. Ásdís Magnúsdóttir náði einnig þriðja sæti í þrístökki 10,98 m. á per- sónulegu meti. Valdís Anna Þrast- ardóttir 15 ára náði fjórða sæti í spjótaksti með 35,68m kasti og Kristín Birna Ólafsdóttir varð 4. í kringlukasti. Boðhlaupssveit ÍR í 4x100 m. boðhlaupi varð í þriðja sæti á 51,69 sek. en sveitina skip- uðu Fanney Björk Tryggvadóttir, Birna Þórisdóttit, Helga Þráins- dóttir og Jóhanna Ingadóttir. Karlalið ÍR vann óvænt til þriðju verðlauna í stigakeppninni en þar vann Brynjar Gunnarsson til silf- urverðlauna í 400 m. grindahlaupi á 59,17 sek. sem er frábært í ljósi þess að hann er nýlega stiginn upp úr erfiðum meiðslum. Vignir Már Lýðsson hlaut silfur í 3000 m. hindrunarhlaupi þegar hann hljóp á 11:27,46 mín. sem var bæting hjá honum. Valur Þórsson vann brons í 5000 m. hlaupi á 16:41,56 mín., en þar náði nýliðinn Birkir Marteinsson fjórða sæti á 17:13,10 mín. og sama sæti náði Ólafur Konráð Albertsson í 1500m hlaupi á persónulegu meti 4:19,39 mín. Þá vakti frammistaða Guðrmund- ar Sverrissonar í spjótkastinu verulega athygli en hann náði fimmta sæti með 52,58 m. en hann er aðeins 16 ára gamall. Kvennaliðið sigraði óvænt ÍR Meistaramót Íslandsmet Einars Daða stóð uppúr SPRON styrkirkörfuknattleiksdeild ÍR Jón Örn Guðmundsson formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, Svanhvít Sverrisdóttir þjónustustjóri hjá SPRON og Guðlaug Þórhallsdóttir þjónustufulltrúi handsala samninginn. Á bak við standa Hjálmar Sigurþórsson og Jóhannes Karl Sveinsson frá körfuknattleiksdeild ÍR. GETRAUNANÚMER ÍR ER 109

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.