Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Síða 1

Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Síða 1
Tilraunaverkefni með fólki af erlendum uppruna er nú hafið í Breiðholtinu. Fella- og Hóla- kirkja stendur fyrir verkefninu í samvinnu við stofnanir í hverf- inu. Tæplega sjö af hundraði íbúa Breiðholtsins eru af erlend- um uppruna. Í Efra Breiðholti eiga liðlega níu af hundraði íbúanna sér uppruna í öðrum löndum og ríflega fimm af hundraði íbúa Neðra Breiðholts. Alls búa 332 manns af pólsku bergi í Breiðholtinu, 190 manns ættaðir frá Filippseyjum, 92 frá Taílandi, 83 frá Danmörku, 51 frá Bandaríkjum Norður Ameríku, 33 frá Nepal og 29 frá Portúgal. Um 28% leikskólabarna í Efra Breið- holti eru af erlendum uppruna og um 13% í Neðra Breiðholti. Þá eru um 23% nemenda Fellaskóla af erlendum uppruna en færri í öðrum grunnskólum í Breiðholti. Þessar tölulegu upplýsingar komu fram í erindi Eddu Ólafs- dóttur, verkefnisstjóra hjá Félags- miðstöð Miðborgar og Hlíða, á málþingi sem haldið var í Fella- og Hólakirkju sl. laugardag. Málþingið var haldið í tengsl- um við tilraunaverkefnið en markmið þess er að ná til sem flestra af nýbúum hverfisins. Svavar Stefánsson, sóknarprestur í Fella- og Hólakirkju segir þetta verkefni hafa verið undirbúið í góðri samvinnu við stofnanir og einstaklinga, sem hafa reynslu á þessu sviði og einnig í samvinnu við fólk sem flust hefur hingað til lands og búið hér í lengri eða skemmri tíma. Hann segir ýmis- legt hafa verið gert til þess að auðvelda fólki frá öðrum löndum aðlögun að hinu nýja samfélagi sem það hafi kosið að búa í en alltaf megi gera betur í því efni sem öðru. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sagði m.a. í ávarpi þegar hann setti málþingið að reynsla annarra þjóða sýni að málefni innflytj- enda geti verið eldfim og nauð- synlegt að auka möguleika á að komast hjá mörgum þeim vanda- málum sem aðrar þjóðir hafi orð- ið að glíma við. Það sé þakkavert að Fella- og Hólakirkja hafi nú tek- ið frumkvæði í þessum málum undir heitinu „Litróf - kirkjan fyrir alla“ með það að markmiði að auka samskipti íbúanna á svæð- inu, brjóta múra og rjúfa einangr- un þannig að skapist betra líf fyr- ir alla íbúana. Í viðtali hér í blað- inu segir Ragnhildur Ásgeirsdótt- ir djákni m.a. að fram hafi komið að fólk sé jákvætt gagnvart því að kirkjan stigi þetta skref í sam- vinnu við þjónustumiðstöðina í Breiðholti og fleiri stofnanir í Breiðholtinu. 9. tbl. 13. árg. SEPTEMBER 2006Dreift frítt í öll hús í Breiðholtinu Útsala á lambakjöti Opið virka daga 9-18:30 og laugardaga 10-14 Mjódd Apótekið í Hólagarði er opið: mán-föst: 10-18, laugardaga: 10-14 Lyfjaval.is Sími 577 1166 Frá málþinginu í Fella- og Hólakirkju sl. laugardag. Fremst má sjá, Svavar Stefánsson, sóknarprest í Fellaog Hólakirkju, Ragnhildi Ásgeirsdóttur djákna og Hope Knútsson, sem hefur búið í mörg á hér á landi og látið málefni nýbúa til sín taka. „Lifróf - kirkjan fyrir alla“ ® fasteignasala reynir erlingsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali -tilraunaverkefni með nýbúum í Breiðholti

x

Breiðholtsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.