Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 2

Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 2
Hraðakstur í Arnarbakka Lögreglumenn á bifhjólum voru við hraðamælingar í Arnarbakka í Breiðholti fyrir skömmu. Þar er mikil umferð og ekki síst gang- andi vegfarenda en þarna fer hóp- ur skólabarna um á hverjum degi. Í frétt frá lögreglunni í Reykja- vík kemur fram að ekki virtust ökumenn taka neitt sérstakt tillit til þess því tíu voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Nær allir þeirra, eða níu, óku á meira en tvöföldum leyfilegum hámarks- hraða sem er 30 km. Hinir sömu eiga nú yfir höfði sér ökuleyfis- sviptingu og fjársekt að auki. Yfir 90% foreldra ánægð Yfir 90% foreldra í Reykjavík eru ánægð með þjónustu dagfor- eldrisins. Þetta kemur fram í við- horfskönnun sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands gerði meðal foreldra barna hjá dagfor- eldrum í júní sl. Könnunin sem náði til á sjötta hundrað foreldra leiddi í ljós að flestir foreldranna höfðu þegið þjónustu dagforeldris í sjö mán- uði eða lengur. Mikill meirihluti foreldranna var þó þeirrar skoð- unar að ekki hefði verið úr nógu mörgum dagforeldrum að velja þegar leitað var eftir vistun fyrir börnin og rúmur þriðjungur for- eldra hafði barn sitt hjá dagfor- eldri í öðru hverfi en þar sem þeir bjuggu og störfuðu. Rúmur helm- ingur svarenda sagðist fremur hafa kosið vistun fyrir barnið í leikskóla en hjá dagforeldri eða 260 foreldrar. Töldu foreldrar að í leikskóla væri kostur á öruggari vistun og skipulagðara starfi. Rúm 80% foreldra sem völdu dag- foreldra fram yfir leikskóla gerðu það vegna þess að þeim fannst barnið of ungt, en 75% þeirra voru 12 mánaða eða yngri. Fjölskyldustefna í Reykjavík Samþykkt hefur verið tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um að hafin verði vinna að mótun fjölskyldu- stefnu fyrir Reykjavík. Markmið með mótun fjölskyldustefnu er að tryggja að við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og áætlanagerð á vettvangi Reykjavíkurborgar sé sérstaklega gætt að hagsmunum barna, unglinga og fjölskyldna. Fjölskyldustefnan skal vera skýr stefnumótun um framtíðina en þó lifandi plagg sem er endurskoðað reglulega til að vera í takt við tíð- aranda og samfélagsbreytingar. Í greinargerð með tillögunni segir að fjölmargir aðilar, sveitar- félög, fyrirtæki og félagasamtök, hafa mótað sér sérstaka fjöl- skyldustefnu í því skyni að fjölga tækifærum fólks til að rækja skyldur sínar við fjölskylduna í annasömu umhverfi nútímans. Reykjavíkurborg, sem stærsta sveitarfélag landsins, sem rekur margháttaða þjónustu fyrir borg- arana á sviði fræðslumála, íþrótta- og tómstundamála og vel- ferðarmála, auk þess að vera einn stærsti vinnustaður landsins, hef- ur ekki mótað sér heildstæða fjöl- skyldustefnu. Nýr meirihluti í Reykjavík telur það lykilatriði við þróun þjónustu borgarinnar til framtíðar að þetta verkefni fái for- gang og að fyrir liggi skýrt hvert stefna ber í málefnum fjölskyldn- anna í borginni. Með það að leið- arljósi að gera Reykjavík að fyrsta flokks fjölskylduborg er lagt til að vinna verði hafin við að móta heildstæða fjölskyldustefnu sem taki sem best mið af þörfum, þjónustu og umhverfi reykvískra fjölskyldna. Kóngsbakki 1 til 15 fær viðurkenningu Fjölbýlishúsið við Kóngsbakka 1 til 15 hefur fengið viðurkenn- ingu fyrir vel heppnað skipulag á leik- og dvalarsvæðum á fjölbýlis- húsalóð en alls voru sjö viður- kenningar veittar að þessu sinni. Venja er að á afmæli Reykjavík- urborgar þann 18. ágúst að veita viðurkenningar fyrir endurbætur á eldri húsum og fyrir fallegar stofnana-, fyrirtækja- og fjölbýlis- húsalóðir. Skipulagsráð Reykja- víkurborgar veitir viðurkenning- arnar eftir tilnefningar frá vinnu- hópi sem í sátu: Björn Axelsson, landslagsarkitekt, umhverfisstjóri hjá skipulagsfulltrúa, Margrét Þormar, hverfisarkitekt hjá skipu- lagsfulltrúa, Guðný Gerður Gunn- arsdóttir, borgarminjavörður, Minjasafni Reykjavíkur, Þórólfur Jónsson, landslagsarkitekt, garð- yrkjustjóri Reykjavíkurborgar, Oddný Sturludóttir skipulagsráði og Stefán Þór Björnsson skipu- lagsráði. Skemmdir við Bónusvídeó Skemmdir voru unnar á hús- næði Bónusvídeós við Lóuhóla í lok ágúst. Krotað var á veggi og glugga og nam kostnaður við hreinsunina um tuttugu til þrjátíu þúsund krónum. Málinu var vísað til lögreglu og að í framhaldinu verða settar upp myndavélar við húsið. Mál sem þessi koma því miður oft upp á haustin þegar skólar byrja en vonandi verður ekki framhald á þessu eftir að þeim sem hyggjast vinna verk af þessu tagi eiga á hættu að þekkast á myndum. Á 16. hundrað í fyrsta bekk Á sextánda hundrað börn hófu nám í fyrsta bekk í grunnskólum Reykjavíkur á þessu hausti. Alls munu 15.155 börn stunda nám í grunn skólum í Reykjavík í vetur. Árbæjarskóli er fjölmennasti grunnskólinn á þessum vetri með hátt í 800 nemendur á öllum bekkjastigum. Fámennasti skólinn er nýr grunnskóli á Norðlinga- holti með um eitt hundrað nem- endur, en þar verður kennt í 1. til 8. bekk í vetur. Reykjavík og Viliníus Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Arturas Zuokas borgarstjóri í Viliníus hafa undir- ritað samning um vinabæjar- tengsl höfuðborganna tveggja. Með samningnum verður leitast við að efla allt samstarf milli borg- anna tveggja á sviði mennta-, vís- inda-, viðskipta- og velferðarmála. Næsta vor mun borgarstjórinn í Reykjavík fara fyrir viðskipta- sendinefnd til Vilníusar með það fyrir augum að efla viðskipta- tengsl milli þessar tveggja borga og landa. Þá er ráðgert að halda skákmót á internetinu næsta sumar þar sem skáksveitir frá borgunum tveimur munu etja kappi. SEPTEMBER 20062 Breiðholtsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Ritstjóri: Þórður Ingimarsson, Sími: 551 1519 • 893 5904 Netfang: thord@itn.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Íslandspóstur 9. tbl. 13. árgangur Breiðholtsblaðið er gefið út í 9000 eintökum og dreift frítt í hvert hús í Breiðholtinu. Árásir og eiturlyf S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R A ð undanförnu hefur borið á grófum árásum eða tilraun-um til árása í Breiðholtinu. Á dögunum var öryggisvörðurstunginn í bakið í verslun Select við Suðurfell og litlu síð- ar gerði ungur maður tilraun til ráns í Leifssjoppu í Iðufelli þar sem hnífi og hótunum um dráp var beitt þótt drengurinn hopaði af hólmi. Nokkru áður þurfti lögregla að hafa afskipti af vopnuðum mönnum er voru á ferð í Elliðaárdal og beita varð hörku til þess að afvopna þann sem hélt um skotvopn. Þótt árásir og rán af þessum toga séu ekki nýmæli þá hafa þau færst í aukana að undanförnu. Lýkur eru til að fíkniefni séu með í för á einn eða annan hátt og grófar líkamsmeiðingar framdar af mönnum í vímu eða í heljargreipum fráhverfseinkenna þegar ekkert kemst annað að en næsti skammtur hvernig sem hann er fenginn. Þótt unnið hafi verið gegn útbreiðslu og neyslu fíkniefna að undanförnu virðist sem baráttan hafi ekki undan. Sölumenn dauðans eru sífellt á vakt. Þeir una sér ekki hvíldar en leita stöðugt nýrra fórnarlamba, ungs fólks sem virðist tilbúið til þess að ganga því helvíti á hönd sem neysla fíkniefna í flestum tilfellum er. En hvar er orsakanna að leyta? Eflaust víða. Eru þær ef til vill að finna í samfélagsgerðinni sjálfri? Ljóst er að ráðast verður gegn fíkniefnavandanum frá mörgum hliðum. Eitt er að koma í veg fyrir innflutning, framleiðslu og sölu þeirra með áhrifarík- um þætti. Annað er að ráðast að markaðnum sjálfum. Leita or- saka fyrir því að ungt fólk leggur út á þessa braut og finna út hvort og hvernig unnt væri að deyfa orsakir þess og draga úr þeim áhuga. Enginn verður óhultur á meðan vitstola fólk af vímuefnaneyslu eða af kvalræði fráhvarfseinkenna slíkrar neyslu gengur um og svífst einskis til þess að komast yfir næsta skammt. Og ekki er nóg að taka þetta fólk úr umferð. Sölumennirnir verða að hver- fa af vettvangi og síðast en ekki síst verður að skoða þann jarð- veg sem elur af sér fólk sem kýs að ganga götu dauðans með þessum hætti. Allar aðgerðir útheimta fjármuni. En á móti því má ekki gleym- ast sá mikli skaði sem jafnan hlýst af neyslu fíkniefna ef allt er talið. Þeir sem ráðstafa opinberum fjármunum verða að horfast í augu við þann veruleika. Afbrotin sem þessu fylgja snerta íbúa Breiðholtsins jafnt sem aðra eins og þeir hafa fengið að reyna undanfarna daga. www.myndlistaskolinn.is Skráning á myndlistanámskeið fyrir börn og fullorðna stendur yfir ! sími 551 1990

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.