Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 6

Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 6
Fyrir nokkru veittu Torvalds- senkonur Unglingasmiðjunni Tröð við Keilufell í Breiðholti 170 þúsund króna styrk sem ætl- að er að styrkja ferðasjóð smiðj- unnar. Hluti af starfsemi hennar felst í ferðum þeirra ungmenna sem starfa þar á hverjum tíma og segir Þórunn Ólý Óskarsdótt- ir, forstöðumaður á Tröð, þenn- an styrk kærkominn. Tröð lætur ekki mikið yfir sér inn í miðju íbúðahverfi. En hvað er verið að gera í unglingasmiðjunni? Breið- holtsblaðið leit við hjá Þórunni Ólý á dögunum. Nálgast krakkana á þeirra forsendum Þórunn Ólý segir starfið miðast við ungmenni á aldrinum 13 til 16 ára sem eigi í einhverjum erfið- leikum með að samlagast jafn- öldrum sínum eða fást við hefð- bundin viðfangsefni í skóla eða fé- lagslífi. Vandi þessara ungmenna geti verið af ýmsu toga og átt sér mismunandi uppruna en komi oftast fram í einhvers konar fælni frá öðru fólki. Þarna geti værið verið um tímabundin vanda að ræða og einnig vanda sem staðið hafi um lengri tíma. Markmiðið með starfinu sé því fyrst og fremst að fá krakkana til þess að koma og vinna að ýmsum við- fangsefnum í litlum hópum. Þegar komið er inn á Tröð virðist næst- um því sem um hefðbundið heim- ili sé að ræða. Venjulegt einbýlis- hús í rólegu hverfi og innandyra er fátt annað en það sem miðast við hefðbundið heimilishald. „Við leggjum mikið upp úr umhverf- inu. Að það sé hlýlegt og ekkert sem minni á stofnun eða stofnan- ir enda er starfsemi okkar hér ekki af slíkum toga,“ segir Þórunn Ólý og leggur mikla áherslu á hina manneskjulegu nálgun sem sterkan þátt í starfinu. „Við þurf- um að nálgast þessa krakka á þeirra eigin forsendum. Fá þau til þess að koma út úr hýði sínu hafi þau á annað borð dregið sig inn í einhverja skel, vekja áhuga þeirra á einhverjum viðfangsefnum og styðja þau til þess að fylgja þeim eftir.“ Hún segir að í mörgum til- fellum sé nauðsynlegt að styðja þau við að byggja upp sjálfsmynd sem stundum geti verið brotin af einhverjum ástæðum. „Þetta eru oftast krakkar sem ekki hafa fund- ið sig í hinu daglega lífi og því kosið að draga sig til baka eða þá að ganga götu sína að einhverju leyti utan alfaraleiðar.“ Hún segir að jafnan séu mjög ólíkir einstak- lingar og persónuleikar saman í hópum sem er af hinu góða. Oft geti þau miðlað hvort öðru og ólíkar persónur þurfi ekki að eiga í meiri erfiðleikum með að ná saman en þeir sem líkist hverjir öðrum. Hestaferðirnar vinsælar Hluti af verkefnum krakkanna á Tröð er að fara í ferðalög. Einkum hefur verið farið í hestaferðir út um land og nú hefur fyrsta utan- landsferðin verið farin sem var til Litháen. „Hestaferðirnar okkar hafa verið mjög vinsælar og krakkarnir notið þeirra enda nauðsynlegt fyrir þau að starfið sé lifandi og þau finni dálítið fjör. Þrír fullorðnir einstaklingar eru jafnan með hópum þegar farið er í hestaferðir og kynna krökkunum þær slóðir sem farið er um auk þess að kenna þeim á hesta- mennskuna. Hjálpað mörgum að fara út í lífið að nýju En hvernig koma krakkarnir út úr þessu félagsstarfi. Sakna þau þess jafnvel þegar tíma þeirra hjá Tröð lýkur. „Mörg þeirra gera það og sum spyrja hvað þau eigi að gera þegar þau hætta að hafa Tröð sem fastan punkt í tilver- unni,“ segir Þórunn Ólý þótt flest þeirra hafi fengið ný viðfangsefni og áhugamál í lífinu. „Ég veit líka mörg dæmi þess að krakkar, sem hafa kynnst hér og starfað saman halda sambandi sínu áfram eftir að tíma þeirra líkur hér og þau farin af stað út í lífið. Ég tel slík sambönd mjög mikilvæg fyrir þau. Sum þeirra hafa ekki átt marga vini eða kunningja þegar þau hafa komið hingað og hér hafa myndast kunningjatengsl og sambönd sem þau hafa haldið áfram að rækta.“ Þórunn Ólý seg- ir að í jafn fjölbreyttum hóp og starfað hafi á Tröð þá fari einstak- lingarnir mismunandi leiðir að þeim tíma loknum. En ef litið sé á heildina þá hafi vera þeirra þar og þau verkefni og störf sem þau hafi tekið þátt í og unnið að hjálp- að mörgum til þess að fara út í líf- ið að nýju. Kvæðamannafélagið Iðunn og Menningarmiðstöðin Gerðuberg undirrituðu sam- starfssamning 15. septem- ber sl og héldu þannig upp á 77 ára afmæli félagsins og var opið hús fyrir almenn- ing í Gerðubergi í tilefni dagsins. Í tilefni af þessum viðburði sagði Steindór Andersen, for- maður félagsins, það tíma- mót í starfsemi þess að eiga í slíku samstarfi og geta nýtt sér þá frábæru aðstöðu, sem er til staðar í Gerðubergi. Reglulegir fundir hefjast nú í byrjun október og félagar munu standa fyrir námskeið- um í rímnakveðskap og brag- fræði í húsakynnum Gerðu- bergs. SEPTEMBER 20066 Breiðholtsblaðið Í heimi blárra, gulra og brúnna tóna Sigurbjörn Kristinsson opnaði myndlistarsýningu í Boganum, Gerðubergi 15. september sl. Sýningin nefnir hann einfald- lega Kompósísjónir. Sigurbjörn stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann á árunum 1947 til 1949 en þaðan lá leið hans til Kaupmannahafnar þar sem hann stundaði nám við Statens Museum for Kunst og bætti síðan við ári á listamanna- slóðum Íslendinga í París. Hann opnaði sína fyrstu einkasýningu í gamla listamannaskálanum í Reykjavík og hefur síðan sett upp nokkrar einkasýningar auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum hér á landi og er- lendis. Sigurbjörn hefur í gegnum tíð- ina stundað myndlistina í hjá- verkum en lengst af haft húsa- málun og bílasprautun að aðal- starfi. Þótt hann hafi aðeins unn- ið að myndlistinni í frístundum hefur það tæpast skaðað sköp- unargáfu hans né þroska hans sem myndlistarmanns. Meðferð hana á formum og litum er örugg en á sýningunni í Gerðubergi sýnir hann abstraktmálverk þar sem form og litir eru alls ráð- andi. Abstraktlistin hefur stund- um verið kennd við list hinna ströngu flata þar sem þeir kunna að setja myndrænni túlkun nokkurar skorður. Slíkt er ekki að finna í myndum Sigurbjörns. Næmleiki hans fyrir viðfangsefn- inu er mikill og hann lætur áhorf- andanum eftir rúm fyrir hug- renningar. Sigríður Ólafsdóttir, sýningarstjóri segir m.a. í sýning- arskrá að lesa megi liti og form, heim blárra gulra og brúnna tóna en spyr síðan hvort það sé frekar kanill, skeljasandur, sina og haf sem málarinn hefur skilað á myndflötinn. Abstraktlistin fel- ur þannig í sér kveikjuna að fjöl- breyttum hugrenningum áhorf- andans hvort sem hann vill íhuga verkin út frá forminu einu saman og litum eða hvort hann vill spinna við þá túlkun sem listamaðurinn skilur eftir. Ef myndlistarmanni tekst að vekja ímyndunarafl áhorfandans um- fram það sem hann sér í mynd- fletinum hefur hann til nokkur unnið. Það hefur Sigurbirni Krist- jánssyni tekist á sýningunni sem stendur yfir í Boganum. Nokkrar mynda Sigurbjörns í Boganum í Gerðubergi. Stjórn Thorvaldsenfélagsins ásamt Þórunni Ólý Óskarsdóttur og Ragnari Þorsteinssyni forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Litháiskir og íslenskir vinir í hestaferð 2005. Samstarf Iðunnar og Gerðubergs K V I T T U N F Y L G I R Á V I N N I N G U R ! B E N S Í N D Í S E L Ódýrt eldsneyti + ávinningur! w w w . e g o . i s Hvar e r þitt EGO? Starfið hjálpar mörgum út í lífið að nýju

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.