Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 10

Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 10
Breiðholtsdagurinn sem verður haldinn í fjórða sinn laugardaginn 30. september, hefur frá upphafi haft þann tilgang að sameina Breiðholtsbúa og skapa þeim tækifæri til að hittast og skemmta sér og öðrum. Með tilkomu Breið- holtsdagsins hefur einnig verið skapaður vettvangur til að koma því mikla og merkilega menning- arstarfi á framfæri sem fram fer í hverfinu. Dagskrá Breiðholts- dagsins er ætlað að höfða til allra aldurshópa og að fjölskyldan taki þátt í deginum saman. Frá upp- hafi hefur sú stefna ríkt við undir- búninginn að hann sé sem mest heimagerður. Að Breiðholtsbúar undirbúi, komi fram og mæti til að njóta og sýna. Frábær aðstaða í Mjóddinni Aðstaða í göngugötunni í Mjódd er einstök til að halda hverfishátíð af því tagi sem Breið- holtsdagurinn er. Að geta notið atriða á sviði um leið og boðið er upp á sýningar, kynningar af ýmsu tagi annars staðar í göngu- götunni að ógleymdri þjónustu og vörusölu fyrirtækja í Mjódd- inni allt undir þaki óháð veðri og vindum er frábært. Borgarstjórinn kemur í heimsókn Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, borgarstjóri og Breiðholtsbúi heiðrar nágranna sína með nær- veru sinni. Borgarstjórinn mun flytja ávarp og taka á móti niður- stöðum frá Barnaþingi 12 ára barna í Breiðholtinu sem haldið var fimmtudaginn 28. september. Snorri Snorrason Idolstjarna syngur nokkur af sínum vinsælu lögum og svo gera einnig börn af nokkrum leikskólum í Breiðholti. Þá kemur fram í fyrsta skipti á sviði nýstofnaður fjölþjóðlegur kvennakór. Danssýning frá dans- deild ÍR verður á dagskrá en sýn- ing þeirra vakti mikla athygli í fyrra og eldir borgarar munu láta ljós sitt skína þegar Gerðuberg- skórinn og sönghópur úr Árskóg- um stíga á svið og flytja nokkur lög. Þá verða afhent verðlaun fyr- ir bestu myndirnar í ljósmynda- samkeppninni ,,Betra Breiðholt“. Þrjár stórsýningar í göngugötunni Ekki færri en þrjár sýningar verða í göngugötunni þennan dag en það eru sýningar á ljósmynd- um og listaverkum sem leikskóla- börn hafa unnið út frá þemanu ,,hverfið mitt“. Þá verða til sýnis 30 bestu myndirnar úr ljós- myndasamkeppninni ,,Betra Breiðholt“ og síðast en ekki síst verða til sýnis niðurstöður Barna- þings Breiðholts þar sem öll 12 ára börn í Breiðholti fjölluðu um spurninguna: Hvað get ég/við gert til að gera hverfið mitt betra? Frístundamiðstöðin Miðberg, fé- lagsmiðstöðvar eldri borgara og íþróttafélögin í hverfinu kynna fjölbreytta starfsemi sína. Leik- tæki verða til nota fyrir börnin. Fjöldi fyrirtækja í Mjóddinni verða með tilboð og sérstakar uppákomur í tilefni dagsins. Betra-Breiðholtsskokk Að endingu verður svo efnt til almenningsskokks ,,Betra Breið- holtsskokksins“ þar sem allir þátttakendur ganga, skokka, hlau- pa eða hjóla 2 km sér til heilsu- bótar og til styrktar starfsemi umsjónarfélagi einhverfra. Ekkert þátttökugjald er í skokkið en Atl- antsolía greiðir 200 krónur til umsjónarfélagi einhverfra fyrir hvern einstakling sem klárar skokkið. Allir þátttakendur fá bol að launum með nýja ,,Betra Breið- holt“ merkinu á. Breiðholtsbúar eru hvattir til að taka þátt í Breiðholtsdeginum og leggja þannig sitt fram til efl- ingar mannlífi og lífsgleði í Breið- holti og gera Betra Breiðholt. SEPTEMBER 200610 Breiðholtsblaðið Heimasíða: www.borgarblod.is Breiðholtsdagurinn í fjórða sinn - dagur sem eflir félagsstarf og mannlíf í Breiðholti

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.