Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 16

Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 16
Ragnhildur Ásgeirsdóttir, djákni hóf störf í Fella- og Hóla- kirkju fyrir ári síðan. Frá þeim tíma hefur eldri borgara starfið vaxið gífurlega í kirkjunni. Góð- ur hópur eldra fólks kemur sam- an reglulega og er alltaf boðið upp á fræðslu og umfjöllun um áhugaverð og skemmtileg mál. Auk þess að sjá um eldri borgara starfið mun Ragnhildur hafa um- sjón með og skipuleggja starf með innflytjendum í kirkjunni. Breiðholtsblaðinu lék forvitni á að vita meira um þá fyrirhuguðu starfsemi. Ragnhildur, segðu okkur aðeins frá þessu verkefni ? Þegar ég hóf störf í Fella- og Hólakirkju fyrir ári síðan kom strax fram sú hug- mynd að vinna með innflytjend- um í hverfinu þar sem stór hópur fólks af erlendu bergi brotið býr hér í efra Breiðholti. Okkur fannst því tilvalið að hefja starf sérstak- lega með það markmið að stuðla að samskiptum milli Íslendinga og innflytjenda, eyða fordómum, efla skilning og virðingu á milli fólks. Verkefnið átti aldrei að vera fyrir innflytjendur heldur með innflytjendum og því settum við á laggirnar stýrihóp með fólki úr ýmsum áttum. Þar er prestur inn- flytjenda, fulltrúar innflytjenda, fulltrúi frá Alþjóðahúsinu, fulltrúi frá þjónustumiðstöðinni og full- trúi kirkjunnar. Þessi hópur hefur hist og undirbúið verkefnið sem við viljum kalla „ Litróf „, sem minnir okkur á fjölbreytileika mannlífsins og hve mikilvægt það er að við öll sem eitt fáum að njóta okkar eins og við erum. Fólk er jákvætt fyrir því að kirkjan sé að stíga fram Hefur þú einhverja hugmynd um hvernig innflytendum líst á þetta starf? Þau sem ég hef talað við eru mjög jákvæð og finnst þetta spennandi. Toshiki Toma, prestur innflytjenda er auðvitað mun meira í samskiptum við inn- flytjendur heldur en ég og ég heyri á honum að innflytjendur eru þakklátir og áhugasamir um verkefnið. Það hefur komið fram að fólk er jákvætt fyrir því að kirkjan sé að stíga fram í sam- vinnu við þjónustumiðstöðina í Breiðholti, félagsstarfið í Gerðu- bergi, heilsugæsluna og innflytj- endur sjálfa um verkefni þar sem kirkjan verður vettvangur fyrir fólk að hittast og vera saman án beinnar boðunar. Við viljum frek- ar sýna í verki hvað kirkjan vill standa fyrir og leggur mesta áher- slu á, en það er kærleikurinn, og hann er hafinn yfir allt, kynþátt, litarhátt, trú, stétt eða stöðu. Ég er mjög bjartsýn á að þetta eigi eftir að ganga vel Hvernig hefur þessu verkefni verið tekið innan þjóðkirkjunnar? Það er auðvitað mjög jákvætt hvað kirkjan hefur tekið þessu verkefni vel. Auðvitað er þetta þróunarverkefni sem við verðum stöðugt að þróa og meta. Fella- og Hólakirkja hefur fengið styrk frá þjóðkirkjunni sérstaklega til að sinna þessu verkefni og það erum við mjög þakklát fyrir. Ég hef fengið mikla hvatningu frá prest- um og starfsfólki Fella- og Hóla- kirkju og sr. Svavar Stefánsson hefur verið á kafi með mér í öllum undirbúningi. Sóknarnefndirnar styðja við bakið á verkefninu og það er ekki lítils virði þegar verið er að prófa eitthvað nýtt. Ég er mjög bjartsýn á að þetta eigi eftir að ganga vel, ég á þrjú börn sjálf og það er gríðarlega skemmtilegt þegar verið er að bjóða upp á starf sem er fjölbreytt og kostar ekkert að taka þátt í. Það gefur öllum möguleika á að koma og vera með. Við viljum fá litróf mannlífsins En að að lokum? Já, ég vil um- fram allt hvetja fólk til að taka þátt. Um er að ræða fjölskyldu- starf, starf fyrir alla aldurshópa, við viljum fá ömmur og afa, pabba og mömmur og börnin með, bæði íslenskar fjölskyldur og fjölskyldur af erlendum upp- runa. Við viljum fá litróf mannlífs- ins. Ég held að við ættum að hvetja hvert annað að koma og vera með í starfinu, þá verður svo gaman og við byggjum upp gott samfélag. Er það ekki það sem við öll viljum, byggja upp frábært hverfi, þar sem við öll, eitt og sér- hvert skiptum máli og þar sem okkur öllum líður vel ? Breiðholtsbúar eru nú rúmlega 20 þúsund og er það nokkuð mik- ið og stórt samfélag. Þegar hug- að er að því hve margir hafa alist upp í Breiðholtinu margfaldast fjöldinn og þaðan kemur fyrir- sögnin. Nýlega kom fram hjá Reykjavíkurborg að markmiðið væri að móta fjölskyldustefnu fyrir Reykjavík. Markmið með mótun fjölskyldustefnu er að tryggja að við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og áætlanagerð á vettvangi Reykjavíkurborgar sé sérstaklega gætt að hagsmunum barna, unglinga og fjölskyldna. „Fjölskyldustefnan skal vera skýr stefnumótun um framtíðina en þó lifandi plagg sem er endur- skoðað reglulega til að vera í takt við tíðaranda og samfélagsbreyt- ingar. Í greinargerð með tillögunni segir að fjölmargir aðilar, sveitar- félög, fyrirtæki og félagasamtök, hafa mótað sér sérstaka fjöl- skyldustefnu í því skyni að fjölga tækifærum fólks til að rækja skyld- ur sínar við fjölskylduna í anna- sömu umhverfi nútímans. Reykja- víkurborg, sem stærsta sveitarfé- lag landsins, sem rekur marghátt- aða þjónustu fyrir borgarana á sviði fræðslumála, íþrótta- og tóm- stundamála og velferðarmála, auk þess að vera einn stærsti vinnu- staður landsins, hefur ekki mótað sér heildstæða fjölskyldustefnu. Það einkennilega við þetta er að í undirbúningi að stofnun Íbúa- samtaka Breiðholts (ÍB) hefur ver- ið mikið rætt um þetta málefni sem er grunnur alls samfélags, þar er fjölskyldan. Hverfið þarf að vera aðlagað að þörfum fjölskyld- unnar sem Breiðholtið er svo sannarlega. Breiðholtshverfið er mótað í kjarna þar sem eru skólar fyrir yngri kynslóðina og nú er stutt í allar áttir. Þegar Breiðholtið var byggt var það nánast uppi í sveit en í dag er það nánast í miðju Reykjavíkurborgar. Skólakerfið í Breiðholti er mjög gott og haganlega fyrirkomið sem auðveldar allar samgöngur fyrir börn. Hverfið hefur stundum setið nokkuð á hakanum og þá jafnvel foreldrafélög þurft að standa í því að reyna að fá hluti í gegn sem hverfafélag. Nú er það staðreynd að stofna á íbúasamtök og er það von okkar að íbúar í Breiðholti sjái sér fært að styðja við bakið á því. Þá er ekki átt við fjárhagslegan stuðning heldur að vera vel vak- andi um nágrenni sitt og sýna því áhuga í verki. Það er t.d. að ganga vel um og kenna afkomendum sín- um að umgangast tré, sameiginleg svæði og svæðin sem eru manni næst eða sinn garð. Oft næst góð- ur árangur með því að leyfa börn- unum að aðstoða við að gróður- setja tré og vera með í fram- kvæmdum sem þeim hæfir. Íbúasamtök Breiðholts verða til þar sem þörf er á að íbúar geti á auðveldan máta komið sínu fram sem þeim þykir ábótavant, t.d. sameiginleg svæði, sparkvellir og önnur leiksvæði þar sem börnin hafa gaman af að koma saman. Síðan er það stuðningurinn sem s k a p a s t þannig að ekki eigi hið o p i n b e r a kerfi mögu- leika á að troða fólki um tær eins og hefur komið upp. Við íbúar Breiðholts ætlum að standa sam- an og halda okkar skemmtilega hverfi í enn betra horfi en það hef- ur verið. Stofnun þessara samtaka er ekki síst að þakka þeirri þjón- ustu sem íbúar geta nú nálgast í Mjóddinni. Þar ber helst að nefna Þjónustumiðstöð Reykjavíkur- borgar sem unnt á að vera að leita til um hvers konar þjónustu. SEPTEMBER 200616 Breiðholtsblaðið Helgi Kristófersson. GETRAUNANÚMER LEIKNIS ER 111 Helgi Kristófersson skrifar Breiðholtsbúar fyrr og nú Við viljum fá litróf mannlífsins Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. Árskógum 2, Breiðholti / Mjódd Skógarbær er hjúkrunarheimili fyrir eldri og yngri einstaklinga sem þarfnast umönnunar allan sólarhringinn. Skógarbær er kjörin vinnustaður fyrir fólk sem vill vinna við gefandi störf í vinalegu umhverfi nálægt heimili sínu. Starfsmenn óskast í umönnun Sveigjanlegur vinnutími. Starfshlutfall er samkomulagsatriði. Lengd vakta getur verið frá 4 klukkustundum í 8,5 klukkustundir allt eftir samkomulagi. Stuttar morgunvaktir kl. 08 – 13 fyrir þá sem ekki geta unnið á kvöldin og um helgar. Stuttar kvöldvaktir fyrir skólafólk frá kl. 18 – 22. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Jónbjörg Sigurjónsdóttir í síma 510-2101 jonbjorg@skogar.is Einnig er hægt að sækja um á netinu: hrafnhildur@skogar.is Garðar hættir Tekist hafa samningar milli Garðars Gunnars Ásgeirssonar og Leiknirs að Garðar hætti þjálfun liðsins. Garðar er uppalinn Leiknis- maður og það er með söknuði sem leiðir hans og félagsins skilja en ákvörðunin var að fullu tekin með hagsmuni fé- lagsins í huga. Um 100 sundmenn mættu til að skemmta sér á frábærum Ægisdegi 17. september og voru á þriðja hundrað manns þar þegar mest var. Sundmenn sem tekið hafa þátt í landsliðs- verkefnum voru heiðraðir, Guðrúnarbikarnir voru afhentir og einnig styrkir úr afrekssjóði Ægis til minningar um Ara Guðmundsson. Sundmaður og sundkona ársins valin og Ægis- skildirnir voru afhentir. Þess má geta að þrettán sundmenn tóku þátt í keppnisverkefnum með landsliðshópum sund- tímabilið 2005 til 2006. Sundmaður ársins er Jakob Jóhann Sveinsson. Hann komst í undanúrslit á Evrópumeist- aramótinu í 50 metra laug í sumar. Jakob setti 6 Íslands- met í einstaklingsgreinum og tók þátt 7 Íslandsmetum í boð- sundum. Einnig vann hann 12 Íslandsmeistaratitla og setti 7 Ægismet í einstaklingsgreinum. Hann hlaut 30 þús. króna styrk úr afrekssjóði. Sundkona árs- ins er Anja Ríkey Jakobsdóttir. Hún setti eitt Íslandsmet í ein- staklingsgrein, tók þátt í tveim- ur Íslandsmetum í boðsundum. Hún vann 8 Íslandsmeist- aratitla og setti 2 Ægismet. Og hlaut 20 þús. króna styrk. Guð- ríður Hauksdóttir og Sigríður Sigurðardóttir frá Landsbanka Íslands ásamt Herði Oddfríðar- syni afhentu styrkina og Ægis- skildina. Aðrir sundmenn sem hlutu styrki úr afrekssjóði Ægis voru; Árni Már Árnason. Baldur Snær Jónsson, Auður Sif Jónsdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir. Fjölmenni á Ægisdegi

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.