Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 18

Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 18
SEPTEMBER 200618 Breiðholtsblaðið Það er fallegur tími haustið.Gróðurinn fölnar og dagur-inn styttist. En það færist kraftur í mannlífið. Skólarnir hefja störf. Öll félagsstarfsemi fær nýj- an kraft. Við Breiðholtsbúar lifum fallegt haust þetta árið. Það er allt á þann veg í hverfunum okkar, sem eru orðin gróin hverfi. Þar er á hausti litadýrð skógarins, sem er orðið einkenni byggðarinnar. Það var í upphafi talið að Breiðholtið yrði aldrei skógi vaxið. Okkur sem hófumst handa í gróðurlitlu holtinu fyrir þrem áratugum, kom ekki til hugar að við ættum eftir að búa í gróðursælum skógar- lundum. Okkur datt ekki í hug þegar við gróðursettum smáhrísl- urnar að við ættum eftir að högg- va margar þeirra niður seinna sem tröllvaxin tré. Gróskan hefur verið mikil. Það kom á óvart. Jafn- vel á haustin kemur lífið á óvart. Þannig er það líka um mannlífið í hverfinu. Þar hefur gróskan verið mikil. Það sést vel á haustin þegar félagsstarfið fer af stað. Þegar byggð var ung hér í Breið- holtinu var byggt svo hratt að lengi var engin aðstaða fyrir sam- komuhald fólks eða félagsstarf. Þannig var það t.d. í kirkjustarf- inu. Hverfinu var skipt í þrjár starfsheildir fyrir það starf, kirkju- sóknir. Það eru félagsheildir, sem vinna að starfi kirkjunnar, þar sem stærstur hluti íbúanna til- heyrir og tekur þátt. Í mörg ár fór kirkjustarfið fram í húsnæði, sem ætlað var í allt annað. Guðsþjón- ustur fóru fram í skólunum, hinar ýmsu starfsdeildir voru á hrakhól- um. Breiðholtsbúar tóku þá rösk- lega á því að koma upp starfsmið- stöðvum fyrir kirkjustarfið. Það eru alltaf einhverjir, sem hafa þá furðuskoðun að hið opinbera byggi kirkjur og leggi fólkinu þær til eins og t.d. skólana eða íþrótta- aðstöðu. Þannig er það ekki. Fólk- ið sem tilheyrir söfnuðunum byggir kirkjurnar. Framlög þurfa að koma þaðan. Sóknirnar eru fé- lagsheildir kristins fólks sem byggir starfsaðstöðu, á hana og rekur hana. Hér í Breiðholtinu þurftu margir að leggja mikið á sig til að koma því í framkvæmd. Við sem að því unnum, eigum um það margar góðar minningar. Að taka þátt í göfugum verkefnum eru forréttindi. Draumarnir þá voru að í sóknunum yrðu til verð- ugar starfsmiðstöðvar þar sem hægt yrði að bjóða fram marg- háttaða starfsemi til þess að efla gott mannlíf þar sem ungir og aldnir gætu notið. Þeir draumar hafa ræst í góðum kirkjum, Selja- kirkju, Fella- og Hólakirkju og Breiðholtskirkju. Þar eru góðar starfsmiðstöðvar góðs starfs, stolt safnaðarfólksins. Þar eru hús, sem fólkið sjálft hefur byggt og notar. Þar fer fram kristin til- beiðsla og félagsstarf sem byggir upp farsælt mannlíf, starf sem vert er að taka þátt í. Þar er gróska mannlífsins. Þegar haustar er margt, sem gefur færi á því að sjá það sem er fal- legt. Þannig er umhverfi okkar sem búum í Breiðholtinu. Þá er líka vert að huga til þess sem bæt- ir mannlífið, kennir okkur það góða og farsæla, gerir okkur fær- ari í því að lifa hvert með öðru og gleðja hvert annað. Að því er unn- ið í kirkjunum okkar. Á hverjum helgum degi eru guðsþjónustur. Þær eru öllum ætlaðar. Hvern ein- asta dag vikunnar er félagsstarf, sem stefnir að því góða. Það er þess virði að kynna sér það og taka þátt í því. Það er starfið okk- ar allra, sem gerið lífið gott. Haustið hefur líka grósku Smiðjuvegi Hér er ég! TI L UMHUGSUNAR Eftir sr. Valgeir Ástráðsson Þriðjudaginn 5. september sl. fóru rúmlega 30 útskriftarnem- endur FB í gróðursetningar- og kynnisferð, en slíkar ferðir eru m.a. til þess að „hrista“ hópinn saman. Plantað var um 120 plöntum, í reit skólans við Úlfljótsvatn. Að því loknu var haldið í félagsheim- ili skáta, Strýtuna þar rétt hjá. Þar var snætt í boði skólans og farið í ýmsa leiki þar sem 4 lið kepptu um sem flest heildarstig. Fararstjórar ferðarinnar voru Krisín Arnalds skólameistari FB og eiginmaður hennar Jónas Finn- bogason. Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir nemandi í FLM 213 Gróðursetningar- og kynnisferð Jónas Finnbogason, eiginmaður Kristínar Arnalds, skólameistara FB fór yfir helstu atriði við gróðursetningu áður en nemendur hófust handa. Auglýsingasími: 511 1188 & 895 8298 Netsaga.is borgarblod.is

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.