Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 21

Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 21
Félagsmiðstöðin Árskógum 4, sem er hluti af starfsemi Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, er opin alla virka daga frá 9.00 til kl. 16.30 Starfsemi hennar er ætluð öllum aldurshópum. Markmið starfsfólks stöðvarinnar er að taka vel á móti öllu fólki og aðstoða hvern og einn við að finna afþreyingu við sitt hæfi. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá í vel búnu og þægilegu umhverfi. Má nefna leikfimi – boccia – félagsvist – handavinnu – útskurð – söngstund – myndlist og bingó. Púttvöllurinn er opinn alla daga þegar veður leyfir. Sameiginleg helgistund er einu sinni í viku. Hádegismatur og síðdegiskaffi er niðurgreitt fyrir eldri borgara og öryrkja. Dagblöðin liggja frammi alla daga. Í Árskógum 4 er veitt baðþjónusta í mjög góðri aðstöðu. Fyrir þá sem ekki geta komið sér sjálfir á staðinn er hægt að sækja um akstursþjónustu. Ýmsir viðburðir eru árlegir og / eða tilfallandi, svo sem grillveisla, kvöldvökur, haustfagnaður, þorrablót, dansleikir og leikhúsferðir. Allir viðburðir á vegum félags-miðstöðvarinnar eru auglýstir daglega í dálknum “Staður og stund” í Morgunblaðinu. Frá Félagsmiðstöðinni Árskógum 4 er starfrækt félagsleg heimaþjónusta og stuðningsþjónusta fyrir Breiðholtshverfi. Í húsinu er fótsnyrting og hárgreiðsla á II. hæð. Við pantanir á tímum vinsamlega snúið ykkur til Fótaaðgerðastofu Hugrúnar Ólafsdóttur, sími 587-8841 og Hárgreiðslustofu Guðrúnar Magnúsdóttur, sími 587-8840. Bjóðum nýja notendur sérstaklega velkomna á kynningar sem haldnar verða miðvikudaginn 4. október, kl. 11.00 og miðvikudaginn 11 október, kl. 15.00. Heitt kaffi verður á könnunni og vonumst við til að sjá sem flesta. Breiðholtsbúar eru hvattir til að koma í heimsókn, eða fá senda til sín dagskrá félagsmiðstöðvarinnar. Félagsmiðstöðin Árskógum 4 sími 535-2700 tölvupóstur: kristjan.sigurmundsson@reykjavik.is Heimasíða: http://www.reykjavik.is Félagsmiðstöðin Árskógum 4

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.