Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 22

Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 22
SEPTEMBER 200622 Breiðholtsblaðið Haustæfingar skíðadeildar ÍR eru hafnar að fullum krafti. Haustæfingarnar byggja á styrkt- ar- og þrekæfingum til að undir- búa skíðaiðkendur fyrir æfingar vetrarins á snjó. Lögð er áhersla á fjölbreyttar æfingar úti og inni. Iðkendum er skipt í fjóra flokka, 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11-12 ára og 13 ára og eldri. Æfingarnar eru á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum hjá eldri iðkendum en 8 ára og yngri eru á laugar- dagsmorgnum. Nánari upplýsin- gar um æfingatíma er að finna á heimasíðu deildarinnar www.irsida.is/skidi . Það að stun- da íþrótt og útivist með börnum sínum er góð forvörn sem allir ættu að nýta sér. Skíðadeild ÍR hvetur áhugasama til að prófa að koma á skíðaæfingu hjá deildinni. Haustæfingarnar hafnar Byrjendanámskeið hjá Taek- wondo deild ÍR hófust þann 9. jan. fyrir fullorðna og börn á aldrinum átta til tólf ára. Mikill kraftur er í starfi Taek- wondo deildarinnar um þessar mundir og iðkendum fjölgar stöðugt. Taekwondo er spenn- andi, skemmtileg og fjölbreytt íþrótt þar sem flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Íþróttin hentar bæði körlum og konum á öllum aldri. Taekwondo er kóreisk bar- dagalist sem varð formlega til um miðja 20. öldina en byggir á þekk- ingu og hefðum sem hafa verið hundruð og jafnvel þúsundir ára að þróast. Taekwondo er ólym- písk íþrótt sem er í stöðugum vexti um allan heim í dag. Taek- wondo er skemmtilegt og gefandi áhugamál sem hjálpar þér að temja þér heilbrigðan lífsstíl. Í haust opnaði Taekwondo deildin nýja og glæsilega heima- síðu. Síðan er hönnuð og forrituð af danska hugbúnaðarfyrirtækinu Eidola.com. Á síðunni má finna allar upplýsingar um Taekwondo og starf deildarinnar, fréttir af starfinu, flottar myndir, spjall og margt fleira. Einnig bjóðum við upp á sérstaka krakkasíðu þar sem krakkar og foreldrar geta fundið ýmsar gagnlegar upplýs- ingar. Slóðin á síðuna er: www.irtaekwondo.net Æfingatímar hjá byrjendum eru eftirfarandi: Börn: Mánudaga kl. 18.00-18.50 Fimmtudaga kl. 18.00-18.50 Fullorðnir: Mánudaga kl. 19.00-20.30 Miðvikudaga kl. 19.00-20.30 Fimmtudaga kl. 19.00-20.30 Laugardaga kl. 13.00-14.30 Byrjendanámskeið hafin af fullum krafti Baráttufundir voru haldnir á sjö stöðum víðs vegar um landið sl. fimmtudag til að sporna gegn þeirri bylgju banaslysa sem hafa orðið að undanförnu. Átta banaslys urðu í ágústmánuði, og eitt nú nýverið í september, en alls hafa 20 manns látíð í um- ferðinni, eða fleiri en á öllu síð- asta ári. Sturla Böðvarsson, sam- gönguráðherra, sagði í Hallgrímskirkju, að taka yrði á því ofbeldi sem blasti við vegfar- endum í umferðinni nánast dag- lega og liður í því væri að endur- skoða refsingar við umferðalaga- brotum. Flýtt verður sérstökum umferðaröryggisaðgerðum á Vesturlandsvegi og Suðurlands- vegi og hefur Vegagerðin þegar fengið fyrirmæli þar að lútandi. Sigurður Helgason hjá Umferð- arstofu var spurður hvort þetta umferðarátak væri ekki of seint á ferðinni, mestu ferðahelgar sum- arins væru að baki og reynslan sýndi að ágústmánuður væri mesti slysamánuðurinn, þá væru venjulega flest banaslysin. „Við höfum auglýst mjög mikið á þessum tíma undanfarin þrjú ár en nú kom sú stund að öllum blöskraði, ekki bara okkur sem erum að vinna að bættri umferð- armenningu, heldur almenningi í landinu. Við reynum því að finna rétta augnablikið til þess að vekja hughrif meðal fólks og fá það til þess að vinna með öllum þeim sem koma að þessu starfi, s.s. Umferðarstofu, samgönguráðu- neyti, félög og stofnanir. Það urðu 8 banaslys í ágústmánuði og við vildum gefa okkur eina viku í við- bót til þess að undirbúa þetta vel og ná góðu samspili með fjölmiðl- um. Við erum að ná eyrum fólks og við viljum fá helst alla til að undirrita yfirlýsinguna sem er á vefnum www.stopp.is því það skiptir hvern og einn máli að hafa ákveðin markmið og vilja, því við vitum aldrei hvern slysin hitta næst.“ - Þessi hraðakstur hefur verið miklu meiri en undanfarin ár, ekki bara fjöldinn heldur ekki síður hraðinn sem bifreiðar eru að mæl- ast á, jafnvel 200 km hraði. Sumir vilja halda fram að aukin eitur- lyfjaneysla í þjóðfélaginu eigi sinn þátt í því. Er eitthvað til í því? „Það liggur alveg ljóst fyrir að þarna er ekki hægt að benda á eina einfalda skýringu. Sérfræð- ingar á heimsvísu benda á að efnahagsleg þennsla í þjóðfélag- inu leiði til aukinnar spennu, það ekur hraðar og þá verða fleiri banaslys. Við vitum líka að veg- irnir eru misgóðir, en þrátt fyrir það hefur verið gerð bylting í vegamálum á Íslandi frá því að hér voru mjög ófullkomnir malar- vegir í það að vera tiltölulega ófullkomnir vegir með bundnu slitlagi. Því hafa samgönguráð- herra og forsætisráðherra lýst því yfir að vegirnir í nágrenni höf- uðborgarinnar verði bættir þar sem flest banaslysin verða. Að aka á þessum vegum á næstum 200 km hraða segir mér bara að það er kraftaverk hvað verða fá banaslys í umferðinni.“ - Eru íslenskir ökumenn verri en erlendir? Þar sérðu yfirleitt ekki tekið af stað á gulu ljósi, bílar þar nema staðar við boðmerki en aka ekki yfir það við umferðarljós eins og oft gerist hérlendis, margir aka vinstra megin þar sem um tvær samhliða akreinar er að ræða og hleypa ekki umferðinni fram úr sér. „Á Íslandi er ekki nógu mikill agi á fólki, þetta er m.a. afleiðing þess. Við höfum ekki nógu mikinn aga á börnunum okkar, og það er tímabært að velta því fyrir sér hvað við erum að gera. En for- eldrar eru þó meðvitaðri en áður hvað er að gerast í skólunum og í umhverfi barnanna. En við þurf- um að horfa mjög vel til samfé- lagsagans, viljans á heimilunum til þess að hlutirnir séu í góðu lagi. Þar byrjar þetta allt, og end- ar.“ - Hefurðu trú á því að með þessu átaki sé verið að snúa þessari óheillaþróun við? „Við getum náð toppárangri, og höfum sýnt það. Á síðasta áratug voru þrjú ár þar sem Ísland var númer eitt í heiminum hvað varð- ar að koma í veg fyrir dauðaslys. Hér voru fæst dauðaslys miðað við 100 þúsund íbúa. En við verð- um alltaf að vera á tánum og reyna að ná eyrum fólks og reyna að fá það með okkur. Umferðin er eins og tannhjól sem þarf að ganga vel smurt og eðlilega. Í hvert einasta skipti sem einhver tönn brotnar í tannhjólinu fer illa. Okkar afl er fólkið, viðhorf þess til sjálfs síns, umhverfisins, samferð- armannanna og samfélagsins. Það er það sem skapar öruggari um- ferð,“ segir Sigurður Helgason. Nú segjum við stopp! Refsingar við umferðalagabrotum endurskoðaðar og vegakerfið bætt Sturla Böðvarson, samgönguráðherra, flytur ávarp sitt í Hallgríms- kirkju. Aftan við hann standa skátar úr Kópavogi með 19 þjóðfána sveipaða sorgarslæðu, eða jafnmargir þeim og þá höfðu látið lífið í umferðinni.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.