Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Qupperneq 1

Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Qupperneq 1
10. tbl. 13. árg. OKTÓBER 2006Dreift frítt í öll hús í Brei›holtinu Opið virka daga 9-18:30 og laugardaga 10-14 Mjódd Apótekið í Hólagarði er opið: mán-föst: 10-18, laugardaga: 10-14 Lyfjaval.is Sími 577 1166 Fjöldi barna tók þátt í barnaþingi. ® fasteignasala reynir erlingsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali Sérstakt barnaþing sem bar yfirskriftina “Betra Breiðholt” var haldið í tengslum við Breið- holtsdaginn í september. Spurn- ingarnar sem börnin fjölluðu um á þingunu voru: Hvað get ég gert fyrir hverfið mitt? Hvað er gott við hverfið mitt? Hvað þarf að bæta í hverfinu mínu? Og var tilgangur þingshaldsins að auka virkni barnanna til að láta að sér kveða sem gerendur í samfélag- inu í Breiðholti. Myndin var tekin á barnaþinginu og sýnir fjölda áhugasamra barna ræða um Breið- holtið og hvað betur mætti fara í hverfinu. Nánar er fjallað um barnaþingið á bls. 7. Unnið að flutningi Ekki liggur fyrir hvenær flutn- ingi Heilsugæslustöðvarinnar í Reykjavík í Mjóddina í Breiðholti lýkur er unnið er af fullum krafti við undirbúning þess. Breytingar á húsnæði og annar undirbúning- ur hefur reynst umfangsmeiri og tímafrekari en gert var ráð fyrir en upphaflega var áætlað að flutn- ingi yrði að mestu lokið í ágúst þegar samningur við eigenda Heilsuverndarstöðvarhússins við Barónstíg rann út. Talsmaður Landsafls, sem er eigandi hússins vildi í samtali við Breiðholtsblað- ið ekki staðfesta að Heilsugæsl- an myndi nýta allt húsið við Álfa- bakka 16 þar sem höfuðstöðvar Heilsugæslunnar munu verða né nefna dagsetningar um hvenær flutningi yrði lokið. Breiðholtsblaðið heimildir fyrir því að búið sé að segja leigjend- um á neðri hæð hússins upp hús- næði vegna hinnar nýju starfsemi og nokkuð hefur borið á gagnrýn- isröddum þess efnis að tilkoma heilsugæslustöðvarinnar rýri það húsnæðispláss sem upphaflega hafi verið ætlað til verslunar. Á móti koma raddir um að svo stór vinnustaður og þjónustustofn- un, sem Heilsugæslan er skapi fjölda nýrra viðskiptatækifæra fyrir verslunarstarfsemi í Mjódd- inni. Um 220 manns munu starfa á vegum Heilsugæslunnar þegar öll starfsemi, sem fyrrhugað er að verði í Mjóddinni verður komin þangað. ÚTSALA Seljabraut fimmtudag, föstudag, laugardag, sunnudag á folaldakjöti St af ræ n a h u g m yn d as m ið ja n / 88 40 Heilsugæslan Barnaþing í Breiðholti

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.