Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Síða 2

Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Síða 2
Breyta verður neikvæðri niðurstöðu í jákvæða Sérfræðingar KPMG telja brýnt að farið verði yfir fjármálastjórn Reykjavíkurborgar í heild sinni og leitað leiða sem ætla megi að leiði til betri rekstrarárangurs. Sé tekið mið af framvindu áætlana fyrir síðustu ár hafa áform um hagræð- ingu ekki náð fram að ganga. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgar- stjóri segir úttektina áfellisdóm yfir fjármálastjórn síðasta meiri- hluta. Borgarráð samþykkti þann 15. júní sl. að fela óháðum aðila að gera úttekt á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og Björn Ingi Hrafns- son, boðuðu til fundar með frétta- mönnum af þessu tilefni fyrir nokkru. Borgarstjóri segir skýrslu KPMG staðfesta gagnrýni sína og fjölmargra annarra á fjármála- stjórn Reykjavíkurborgar síðustu árin. Hann sagði að tölurnar og staðreyndirnar, sem settar væru fram í skýrslunni töluðu sína máli. Í þeim fælist áfellisdómur yfir fjármálastjórn síðasta meiri- hluta. Eytt hafi verið um efni fram árum saman, skuldum safnað og þar með gengið á eignir og skatt- fé borgarbúa. Vilhjálmur sagði ljóst að Reykjavíkurborg verði að snúa þessari þróun við og breyta neikvæðri rekstrarniðurstöðu í jákvæða til langs tíma og bæta áætlanagerð. Björn Ingi Hrafns- son, formaður borgarráðs tók und- ir með borgarstjóra og sagði mik- ilvægt fyrir nýjan meirihluta að innleiða ábyrga fjármálastjórn og laga reksturinn. Við blasi ákveð- inn fortíðarvandi sem takast verði á við og það verði gert. Hvatningarverðlaun leikskóla Ákveðið hefur verið að stofna til hvatningarverðlauna leikskóla í Reykjavík sambærileg þeim sem veitt eru árlega til grunnskóla í borginni en ákvörðun um það var tekin á fyrsta fundi nýs leikskóla- ráðs. Hvatningarverðlaunin verða veitt sex skólum ár hvert og verða í formi viðurkenningarskjals og verðlaunagrips. Markmið þeirra er að veita leikskólum í Reykja- vík jákvæða hvatningu í starfi, vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram í leikskólum borgarinnar og stuðla að auknu þróunarstarfi og nýbreytni. Aug- lýst verður eftir tilnefningum til verðlaunanna í byrjun nóvember. Foreldrar, kennarar, skólar, starfs- menn og aðrar borgarstofnanir geta sent inn tilnefningar. Í leik- skólaráði Reykjavíkurborgar eiga sæti; Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður, Anna Margrét Ólafsdótt- ir, Áslaug Friðriksdóttir, Helena Ólafsdóttir, Sigrún Elsa Smáradótt- ir, Oddný Sturludóttir og Svandís Svavarsdóttir. Ragnhildur Erla sviðs- stjóri leikskólasviðs Ragnhildur Erla Bjarnadóttir hef- ur verið ráðin sviðsstjóri leikskóla- sviðs Reykjavíkurborgar. Ragnhild- ur Erla er ráðin samkvæmt tillögu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borg- arstjóra og var ráðning hennar samþykkt einróma í borgarráði 6. október. Ragnhildur Erla tekur við starf- inu 1. nóvember. Hún hefur verið aðstoðarsviðsstjóri menntasviðs frá stofnun þess 1. júni 2005 og var um árabil fjármálastjóri Leik- skóla Reykjavíkur. Í bókun borg- arráðs segir að ráðið fagni því að njóta starfskrafta Ragnhildar Erlu. Nýr yfirmaður skipu- lags- og byggingar- sviðs Birgir H. Sigurðsson, skipulags- fræðingur hefur tekið við sem yfirmaður skipulags- og bygging- arsviðs Reykjavíkurborgar, Birgir tók við sem sviðsstjóri. 1. októ- ber sl. af Salvöru Jónsdóttur, sem gegnt hefur stöðu sviðsstjóra í tæp fimm ár. Birgir er skipulagsfræðingur að mennt. Hann lauk mastersprófi frá The University of Liverpool árið 1980. Á árunum 1980-1985 starfaði hann á Skipulagsstofu höf- uðborgarsvæðisins. Starfið fólst einkum í gagnasöfnun, úrvinnslu upplýsinga, samantekt í formi greinargerða og tillögugerð um ýmis skipulagsmál á höfuðborg- arsvæðinu. Á árunum 1985-1988 starfaði Birgir á Borgarskipulagi Reykjavíkur m.a. við gerð Aðal- skipulags Reykjavíkur 1984-2004. Hann hafði einnig umsjón með skipulagsverkefnum í eldri hverf- um borgarinnar sem unnin voru samhliða gerð aðalskipulagsins og nýju skipulagsstigi, hverfa- skipulagi. Haustið 1988 var Birgir ráðinn skipulagsstjóri Kópavogs. Því starfi gegndi hann til 1. októ- ber sl. er hann tók við starfi svið- stjóra skiplags- og byggingasviðs Reykjavíkurborgar. Fleiri fara með Strætó Viðsnúningur hefur orðið hjá Strætó bs. og hefur farþegum fjölg- aði um tæp 46 þúsund eða 6,8% í september, miðað við sama mán- uð á síðasta ári. Farþegum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu mán- uðina og er aukningin um 3,5% á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tíma á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó bs. er þetta er þriðji mán- uðurinn í röð sem farþegum fjölg- ar og fimmti mánuður ársins þar sem farþegar eru fleiri í saman- burði við sama mánuð síðasta árs. Á öðrum þriðjungi ársins var farþegafjölgunin hjá Strætó alls 9,2% sem var töluverð breyting frá 1,9% fækkun farþega á fyrsta þriðjungi ársins, að því er segir í tilkynningu. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri segir þetta ánægjulega þróun eftir samdrátt síðustu ára. Það bendir ótvírætt til þess að breytingarnar sem gerðar hafa verið á leiðakerfinu mæti þörfum viðskiptavina okkar og að almenningur sé að átta sig á því að strætó er raunhæfur val- kostur á höfuðborgarsvæðinu. Sorpbílar Tveir nýir metanknúnir sorp- bílar á vegum Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar verða teknir í notkun á morgun kl. 13 á bílastæð- inu við Grasagarðinn og Skauta- höllina í Laugardalnum. Borgar- stjórinn í Reykjavík mun taka við lyklunum og verða bílarnir svo til sýnis og boðið upp heitt kakó. Þessir bílar nýta eldsneyti sem er unnið úr sorpi í stað jarðefnaelds- neytis. Auk þess eru bílarnir bún- ir sjálfvirkum tunnulyftum sem eru hraðvirkari og valda minni hávaða- og loftmengun en hefð- bundnar lyftur. Tunnulyfturnar eru íslensk hönnun, alsjálfvirkar og rafknúnar en ekki hefðbundnar glussalyftur. Helstu kostir við þessar lyftur er að þær skapa hagræði með sjálf- virkninni og eru mun hljóðlátari og menga minna en glussalyfturn- ar þar sem ekki þarf að auka snún- ing á bílvélinni við losun. Borgin rekur tíu sorpbíla til söfn- unar á heimilissorpi hjá borgarbú- um. Stefnt er að því að endurnýja sorpbílana á næstu árum með metanknúnum bílum. Nú eru þeir orðnir þrír og eru af Mercedes- Benz gerð og í eigu Vélamiðstöðv- arinnar. Umhverfissvið leigir þá af henni. 2 Breiðholtsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Ritstjóri: Þórður Ingimarsson, Sími 551 1519, 893 5904 Netfang: thord@itn.is Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunbla›sins Dreifing: Íslandspóstur 10. tbl. 9. árgangur Breiðholtsblaðið er dreift frítt í öll hús í Breiðholti S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R E r til fólk hér á landi sem er svo einangrað að það hefur enga umgengni, hvorki við ættingja né vini og kunninga. Fólk sem einvörðungu hittir annað fólk þegar það aflar sér allara brýnustu lífsnauðsynja eða sækir sér nauðsynlegustu heilsuþjónustu. Fyrir nokkrum árum hefðu fáir trúað því að svo væri en nú er ljóst að þetta vandamál mun vera algengara en órað var fyrir. ... Ástæður þess að einsemd fólks og einangrun fer vaxandi geta verið margar og liggja án efa að einhverju leyti í þeim þjóðfélags- breytingum sem orðið hafa á undanförnum áratugum. Alkunna er að með vexti borgarsamfélaga breytist grenndarsamfélagið. Samskipti nágranna minnka og einangrun fólks vex. Einnig virðist sem frændsemis- og fjölskyldutengsl hafi minnkað. Slíkt getur verið fylgifiskur samfélags þar sem um mikið vinnuálag er að ræða, stíft neyslukapphlaup og streitu sem fylgir slíkum lifn- aðarháttum. Mun fleiri fjölskyldur sundrast einnig í dag en fyrir nokkrum áratugum, sem leiðir oft til þess að einstaklingar eigi ekki lengur samleið með fyrrum umgengisfélögum, finna sér ekki aðra og hverfa á vit einsemdarinnar. ... Kannanir sýna að fólk sem orðið hefur fyrir einhverjum áföll- um í lífinu; t.d. veikindum, langvarandi atvinnumissi, fjölskyldu- brestum eða misst fæturna á hálu svelli ýmiskonar áreitna á oft erfiðara með en aðrir að viðhalda félagslegum tenglum og hvað þá að efla þau. Þá er einnig vaxandi hætta á að eldra fólk ein- angrist. Oft vegna þess að umgengishópur þess minnkar eftir því sem fleiri fara yfir móðuna miklu og yngri fjölskyldumeðlim- ir eiga ekki stund í erli dagsins til þess að sinna þeim sem eldri eru. ... Samfélagið og stofnanir þess eru farnar að taka mið af þessari þróun og vinna það því að efla grenndarsamfélagið og ná fólki úr félagslegri einangrun. Dæmi um það er margvíslegt félags- starf fyrir aldraða og aðra sem af einhverjum orsökum eiga ekki auðvelt með að lifa venjubundnu lífi. ... Rauði krossinn, kirkjan og félagsstarfið í Breiðholtinu er nú að hleypa af stað verkefni með því markmiði að ná til fólks sem er félagslega einangrað og aðstoða það við að fara út á milli manna að nýju. Til þess skortir sjálfboðaliða sem geta starfað með þeim stofnunum sem hér eiga hlut að máli. Nauðsynlegt er að sem flestir sjái sér fært að koma að þessu mikilvæga verk- efni. Það er átakanlegt að vita til þess að fólk lifi svo einangruðu lífi að það hitti varla manneskju utan ópersónulegra samskipta við afgreiðslufólk. ... Eftir því sem fólk lifir lengur við aðstæður af þeim toga verð- ur því erfiðara að ganga inn í hið opna mannfélag að nýju. Því ríður á að finna hver áhugamál þessa fólks geta verið og hvort finna megi því hlutverk og þeim farveg í einhverju af þeim félagsstörfum sem í boði eru eða í boði kunna að verða. Breið- holtsblaðið hvetur fólk í Breiðholtinu að taka höndum saman við Rauða krossinn, kirkjuna og félagsstarfið í hverfinu í þessu mikilvæga verkefni. Mikilvægt verkefni OKTÓBER 2006 Lesið meira!

x

Breiðholtsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.