Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Page 5

Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Page 5
heldur hér fyrirlestra. Þeir verða þó örugglega búnir þegar þetta eintak Breiðholtsblaðsins kemst í hendur lesenda.” Vildi ekki bækur í jólagjöf -En hvernig bækur les forsprakki Bókaútgáfunnar Hóla? “Það er kannski skrýtið að segja frá því en forsprakki Hóla var framan af ævi afskaplega lítill bókamaður og á barna- og ung- lingsárunum fór það til dæmis mjög í taugarnar á honum ef hann fékk bækur í jólagjöf. Þeim var flestum skipt við fyrsta tækifæri og hljómplötur fengnar í staðinn. En þetta hefur breyst og síðast- liðna tvo áratugi hef ég lesið gríð- armikið af bókum mér til mikillar ánægju. Þar ber mest á erlendum bókum um aðaláhugamál frá fæð- ingu, knattspyrnu. Hún er mitt “dóp” ef svo má segja og á ég orðið talsverðan fjölda af fótbolta- bókum. Ég hef lesið þær mér til ánægju en einnig notað mikið af þeim sem heimildir í þær bækur sem ég hef skrifað um þessa eftir- lætisíþróttagrein mína. Ég les líka margt annað, einstaka ævisögur hafa vakið hjá mér forvitni og því hef ég freistast til að kaupa þær bækur og eins hef ég ákaflega gam- an að lesa bækur um sagnfræðileg efni, til dæmis þær sem tengjast á einhvern máta atvinnu- og byggða- sögu okkar Íslendinga.” Í tveimur bílskúrum -Þú þarft auðvitað gríðarlega stórt húsnæði undir bókaútgáfuna, ekki satt? “Jú, ég þyrfti að hafa mjög stórt húsnæði, en hef það því miður ekki. Henni er komið fyr- ir í tveimur bílskúrum og þar er ansi þröngt. Þar eru kassastæð- ur upp um alla veggi og út um öll gólf og ósjaldan gerist það að einhver staflinn nánast ræðst á mig. Ég er þá að taka til bókasend- ingar í búðirnar og í hamagangin- um rek ég mig kannski utan í eina stæðuna sem undir eins hrynur á mig. Þessu tengist ágæt saga en fyrir nokkrum árum kom útvarps- maður frá Bylgjunni til að taka við mig viðtal. Nokkrar mínútur voru í viðtalið þegar hann kom og ákvað ég að gefa honum eitthvað af bókum til að taka með sér til baka. Ég ætlaði að ná í eina, sem var í bókastafla í litlu geymsluher- bergi og var ekki alveg efst í sinni röð. Ég ætlaði að kippa henni var- færnislega til mín en um leið og ég gerði það hrundi staflinn yfir mig, lenti á geymsluhurðinni og lokaði henni. Ég rétt náði að kom- ast út úr geymslunni áður en við- talið átti að fara í loftið en það var ansi móður viðmælandi sem sagði hlustendum þessara ágætu útvarpsstöðvar frá jólabókum Hóla það árið.” Byrjaði á skólaskopinu -Hvenær byrjaðir þú sjálfur að skrifa bækur? “Ætli það séu ekki svona tutt- ugu ár síðan. Ég og þáverandi samkennari minn, Jón Sigurjóns- son, tókum upp á því að hripa hjá okkur kostuleg svör nemenda á prófum og útkoman varð fjög- urra bóka sería, Skólaskop, sem auðvitað inniheldur einnig sögur sem við öfluðum okkur hjá öðr- um kennurum. Þetta átti bara að verða ein bók en viðtökurn- ar voru slíkar að ekki var látið staðar numið fyrr en sú fjórða var komin út.” Komnar á fjórða tuginn -Hvað hefur þú skrifað margar bækur? “Þær eru sennilega farnar að nálgast fjórða tuginn. Ætli þar á meðal séu ekki ríflega tuttugu gamansagnabækur, átta bækur um knattspyrnu og eitthvað af spurningabókum.” Þögn um önnur viðfangsefni -Hvað væri þinn draumur að skrifa um eða gefa út? “Mig langar til að halda áfram að skrifa ef færi gefst og þá bæði að taka saman gamansögur og knatt- spyrnutengt efni. Einnig langar mig við tækifæri að spreyta mig á öðrum viðfangsefnum en um þau læt ég ekkert upp að svo stöddu.” Ég þakka Guðjóni Inga Eiríks- syni, bókaútgefanda í Breiðholti og eiganda Bókaútgáfunnar Hóla, fyrir spjallið og fæ um leið leyfi hans til að birta hér á opnunni nokkrar sögur úr hinni vinsælu gamansagnabókaröð sem hann ýtti úr vör fyrir rúmlega tíu árum síðan. Erna Ýr. 5BreiðholtsblaðiðOKTÓBER 2006 Að fanga augnablikið verður alltaf kúnst. Hvort sem er með myndrænum hætti eða öðrum. Eftirtektin þarf að vera næm. Og ekki síður áhugi fyrir hinu sérstæða í mannlífinu hvort sem það birtist með orðum, athöfnum eða jafnvel kyrrstæðum myndum í hinu daglega lífi. Margir hafa gerst sér að leik og einnig að starfi að fást við þetta krefjandi viðfangsefni sem augnablik- ið er. Sumir hlusta aðrir horfa og beita hinum ýmsu miðlum til þess að tjá öðr- um þessi augnablik eins og þeim hefur tekist að fanga þau. Ari Sigvaldason er einn þeirra. Hann er raunar þekktastur fyrir blaða- og fréttastörf, starfsvettvang þar sem ekki síður er nauðsynlegt að hafa auga á augnablikinu en í öðrum störf- um en hefur nú sýnt á sér nýja hlið. Þá hlið birtir hann með ljósmyndavél- inni sem hann ber jafnan með sér þar sem hann á leið um og gefur gaum að umhverfinu. Á ljósmyndasýningu hans sem nú stendur yfir í Gerðu- bergi má sjá mörg hversdagsleg sjón- arhorn úr hinu daglega lífi sem hann hefur gefið nýtt inntak með ljósmynd- un sinni, með því að vaka yfir augna- blikinu og fanga það á filmu eins og það birtist honum en verður ef til vill aldrei aftur eins. Hvort sem hann er staddur innan um mannaferðir á víðavangi, á gatnamótum eða jafnvel í verslunarmiðstöðvum borgarinnar verður þessi heimur augnabliksins á vegi hans. Mannlífið sem birtist jafn- an með ofurvenjulegum hætti verður í meðförum Ara og myndavélarinnar hans eins og sérstætt. Eitthvað sem aðeins varir í augnablik og kemur ekki aftur. Ýmsir ljósmyndarar hafa fengist við viðlíka hluti í gegnum tíðina með allskyns áherslum og árangri en ein- faldleikinn sem Ari sækist greinilega eftir gerir myndir hans einkar áhuga- verðar. Þær gefa innsýn í mannlíf sem við höfum fyrir framan okkur en gef- um oft ekki gaum. Hann kýs að kalla sýningu sína “úr launsátri” rétt eins og hann hafi læðst að viðfangsefni sínu eins og hver annar hrekkjalómur. Ef til vill krefst athygli af þessu toga þess að stundum sé horft fyrir horn en mikið fremur mun þó nauðsynlegt að kunna þá kúnst að fanga augnablik- ið. Augnablikið sem líður hjá og kem- ur ekki aftur. Það segir allnokkuð um mannlífið og það tekst Arna mætavel með myndum sínum. Að fanga augnablikið 4 Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október. Kosningaskrifstofa Sigurðar Kára - Aðalstræti 6 Sími: 561-2620 og 561-2624 www.sigurdurkari.is Sigurð Kára Kristjánsson, alþingismann í 4. sæti BREIÐHYLTING TIL FORYSTU! Sigurjón Fjeldsted fyrrv. skólastjóri Hólabrekkuskóla „Ég er stoltur af því að sjá gamlan nemanda minn og Breiðhylting stefna að forystusæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Framganga hans í störfum sínum á Alþingi á síðasta kjörtímabili, dugnaður og heiðarleiki hefur vakið sérstaka eftirtekt mína. Ég styð hann heilshugar í 4. sætið og skora á alla Breiðhyltinga að gera það líka.“

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.