Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Page 6

Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Page 6
6 Breiðholtsblaðið OKTÓBER 2006 Breiðholtsdagur að festa sig í sessi Fjöldaþátttaka Breiðholts- búa, virkni félagasamtaka og stofnana og fjölbreytt dagskrá einkenndi Breiðholtsdaginn sem haldinn var í fjórða sinn í göngugötunni í Mjódd laugar- daginn 30. september s.l. Breið- holtsdagurinn er því að festa sig í sessi sem ein af stærri hverfishátíðum í Reykjavík og er þegar farinn að hafa jákvæð áhrif til aukins samstarfs ein- staklinga, félaga og stofnana í hverfinu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri ávarpaði gesti og tók á móti niðurstöðum grunn- skólabarna frá Barnaþingi Breið- holts sem haldið hafði verið fyrr í vikunni. Leikskólabörn sungu fjöldasöng, Gerðubergskórinn söng, verðlaun vegna ljósmynda- samkeppni voru afhent, söng- hópur eldri borgara úr Árskóg- um söng, ungir dansarar úr ÍR sýndu frábæra takta á sviðinu. Mikla athygli vakti atriði tveggja stráka úr 10. bekk í Fellaskóla sem sungu og spiluðu af mikilli list og Idolstjarnan Snorri Snorra- son sem ólst upp í Breiðholtinu söng við góðar undirtektir. Fjöl- þjóðlegur kvennakór kom fram í fyrsta skipti og átti frábæra inn- komu eftir aðeins þriggja vikna undirbúningstíma. Dagskráin endaði á Betra- Breiðholtsskokkinu en Atlantsol- ía greiddi ákveðna upphæð fyr- ir hvern þátttakanda í skokkinu sem renna mun til umsjónarfé- lags einhverfra. Þrjár sýningar voru opnaðar í göngugötunni á Breiðholtsdaginn sem allar stóðu yfir til næstu helgar. Í fyrsta lagi myndir úr ljósmyndasamkeppn- inni “Betra Breiðholt, mannlíf og umhverfi”. Þá ljósmynda og list- sýning leikskólabarna um þemað “Hverfið mitt” og að endingu sýn- ing á niðurstöðum frá Barnaþingi Breiðholts þar sem fjallað var um spurninguna: “Hvað getum við gert fyrir hverfið okkar”. Margmenni í göngugötunni í Mjódd á Breiðholtsdegi. SKÓVERSLUN Í ÞÍNU NÁGRENNI Stærðir 25-35 Verð kr: 4.795.- Vandaðir skór á alla fjölskylduna í stærðum 16 - 50 SPÖNGINNI S: 587 0740MJÓDDINNI S: 557 1291 GÆÐA BARNASKÓR GÆÐA HEILSUSKÓR www.xena.is LOÐFÓÐRUÐ STÍGVÉL Stærðir 36 - 41 Stærðir 36 - 41 HÁGÆÐA HEILSUSKÓR HÁGÆÐA HEILSUSKÓR Stærðir 18 - 34 Stærðir 18 - 34 Með hverju keyptu pari fylgja inniskór að eigin vali á barnið! Stærðir 18 - 26 Mikið úrval af vönduðum barnaskóm á góðu verði Eldri borgarar sýna handverk á Breiðholtsdegi. Íbúasamtökin Betra Breiðholt voru stofnuð fimmtudaginn 28. september s.l. Um þrjátíu manns mættu á stofnfund samtakanna sem haldinn var í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi. Eftirtaldir voru kosnir í fyrstu stjórn íbúasam- takanna: Helgi Kristófersson, Bogi Arnar Finnbogason, Elísabet Júlí- usdóttir, Gunnar H. Gunnarsson, Magnús Gunnarsson, Elín Huld Hartmannsdóttir og Þorkell Ragn- arsson. Varamenn í stjórn voru kosnir: Guðrún Elva Arinbjarnar- dóttir og Ingimundur Pétursson. Skoðunarmenn ársreikninga voru kosnir: Ricardo Villalobos og Gunnlaug Gissurardóttir. Nýkjör- in stjórn hefur þegar haldið tvo stjórnarfundi. Á aðalfundinum voru lög samtakanna samþykkt og starfsáætlun fyrir fyrsta starfsárið. Í starfsáætlun fyrsta starfsárs er lögð áhersla á fjölgun bílastæða þar sem þess er þörf í hverfinu. Með því eina móti telja íbúasam- tökin við að unnt verði að venja bíleigendur af því að leggja bílum á grasbletti meðfram götum og spæna þá upp á vorin og haustin sem mikið lýti er að. Fegrun skóla- lóða er einnig á verkefnaskrá íbúa- samtakanna því tæplega sé hægt að ala upp virðingu skólabarna fyrir umhverfi sínu ef skólalóðir eru almennt nöturlega og óvistleg- ar. Í þriðja lagi leggja íbúasamtökin áherslu á endurbætur á almenn- ingssamgöngum í hverfinu, m.a. með því að bæta göngu- og reið- hjólastíga, svo og hafa reglulegar strætisvagnaferðir um hverfið, einkum á álagstímum, sem mættu gjarnan vera niðurgreiddar fyrir skólafólk allt að tvítugsaldri og elli- lífeyrisþega. Þá leggja hin nýstofn- uðu íbúasamtök áherslu á endur- bætur varðandi umferðaröryggi og einnig á endurbætur á útivist- arsvæðum og opnum svæðum í Breiðholti. Frá stofnfundi Búasamtaka Breiðholts. Íbúasamtökin Betra Breiðholt tekin til starfa

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.