Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 8

Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 8
Í Heiðmörk við Elliðavatn skammt ofan Breiðholtsins fer nú fram nýjung í skólastarfi hér á landi. Er þar um að ræða svonefnda útikennslu á vegum Náttúruskóla Reykjavíkur sem er samstarfsverkefni umhverfis- sviðs Reykjavíkurborgar, Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur og Landverndar. Um er að ræða þriggja ára þróunar- og samstarfs- verkefni og gert er ráð fyrir að formlegur samstarfsvettvangur verði tekinn til endurskoðunar á árinu 2007. Frá því að Náttúruskólinn var settur á laggirnar á síðasta ári hef- ur umfang hans aukist jafnt og þétt en markmið hans er að efla útikennslu og útinám í grunn- og leikskólum borgarinnar. Helena Ólafsdóttir, verkefnisstjóri segir að skólinn anni ekki þeirri eftir- spurn sem borist hafi. Kennara- námskeiðin séu öll fullsetin og dagskrá haustmisserisins fullbók- uð. Helena segir að þótt um sjálf- sprottið verkefni sé að ræða þá bjóði þær breytingar sem orðið hafi á skólastarfi að undanförnu upp á skólastarf af þessu tagi. Með lengingu skólaársins hafi orðið til tækifæri til þess að nýta enda þess að vori og hausti til kennsluverkefna af þessu tagi og kalli þau á nokkuð ný vinnubrögð af hálfu kennara. Helena segir að þjóðlífsbreytingar komi þarna ein- nig við sögu vegna þess að börn á grunnskólaaldri séu minna úti við en áður var. Því sé nauðsynlegt að fyrir skólann að koma á móti þessari þróun og geta skapa börn- um möguleika á útivist samhliða hinu hefðbundna skólanámi. Hún segir þetta einnig tengjast því að um vakandi áhuga sé í samfélag- inu á lýðheilsu og á útiveru. Fleiri og fleiri kennarar hafi komið auga á möguleikana til útikennslu og hún falli vel að markmiðum skól- ans um einstaklingsmiðað nám. Þótt útikennsla sér fyrst nú að líta dagsins ljós hér á landi þá á hún sér lengri hefð í nágrannalöndum okkar. Talsvert er um skólastarf af þessum toga á Norðurlöndunum þar sem skólar fara með nemend- ur á skógarsvæði þar sem þeir dvelji daglangt eða jafnvel yfir nótt. Ástæður þess að þetta fyr- irkomulag hefur ekki þróast fyrr hér á landi má e.t.v. rekja til þess hversu aðgangur að skóglendi hef- ur verið takmarkaður. Með sam- starfi Útiskólans við Skógræktarfé- lag Reykjavíkur hefur verið fundin lausn á þeim vanda og skóglendið í Heiðmörkinni fyrir ofan Elliða- vatn er kjörin staður til verkefna af þessum toga. 8 Breiðholtsblaðið OKTÓBER 2006 Útikennsla við Elliðavatn - nýjung í skólastarfi Helena Ólafsdóttir við útikennslu. Af myndinni má dæma að námsefni sé grasafræði. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins www.heilsugaeslan.is Inflúensubólusetning hjá Heilsugæslunni Efra-Breiðholti er hafin. Vinsamlegast hafið samband við Heilsugæsluna Efra-Breiðholti, Hraunbergi 6, og pantið tíma í bólusetningu. Síminn er 594 0500. Verð 600,- krónur auk komugjalds. Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig? • Öllum sem orðnir eru 60 ára. • Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrar- sjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. • Starfsfólki heilbrigðisþjónustu og öðrum sem daglega annast fólk með aukna áhættu. Reykjavík 26. október 2006. Við eigum næsta leik Breiðhyltingar – munið prófkjör Samfylkingarinnar. Veljum vel á S-listann! Mörður Árnason 4.–6. sæti www.mordur.is Opið öllum stuðningsmönnum – kosið 11. nóvember í Þróttarheimilinu, Laugardal, kl. 10–18 C M Y CM MY CY CMY K breiðholtsbladid2x150version2.pdPage 1 23.10.2006 16:23:00 Taktu þátt og láttu sjá þig eru einkunnarorð Félagsmiðstöðva- dagsins sem verður miðviku- daginn 1. nóvember n.k. en þá verður opið hús í öllum félags- miðstöðvum í Reykjavík frá kl. 17 til 21. Þessi dagur er tilvalin fyrir for- eldra, systkini, ömmur og afa, frænkur og frænda til þess að koma til okkar í Hólmasel eða Mið- berg og skoða hvað unglingurinn þinn er að gera hjá okkur. Hvaða aðstöðu við höfum upp á að bjóða, spjalla við allt okkar frábæra starfs- fólk og fá tilfinningu fyrir félags- miðstöðvarlífinu. Einnig er hægt að spila billjard, borðtennis, taka nokkur lög í singstar, skoða mynd- ir úr starfinu okkar og kynna sér það fjölbreytta starf sem við bjóð- um uppá. En allt það starf sem við vinnum er hugsað sem forvarnar- starf á einn eða annan hátt. Nán- ari dagskrá auglýst síðar en boðið verður uppá léttar veitingar. Félagsmiðstöðvardagurinn 1. nóv. - opið hús fyrir alla Augl‡singasími: 511 1188 & 895 8298 borgarblod@simnet.is borgarblod.is

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.