Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Qupperneq 16

Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Qupperneq 16
Á liðnu sumri efndi Þjónustu- miðstöð Breiðholts til ljósmynda- samkeppni meðal íbúa í hverfinu undir nafninu Betra Breiðholt, mannlíf og umhverfi. Alls bárust 255 myndir í keppnina og voru verðlaun afhent fyrir bestu fimm myndirnar á Breiðholtsdaginn 30. september s.l. Hinn kunni ljósmyndari Páll Stef- ánsson var dómari samkeppninn- ar. Myndir sem fengu fyrstu, önn- ur og fimmtu verðlaun tók Sigrún Þorvarðardóttir. Mynd Matthíasar Ægissonar hlaut þriðju verðlaun og mynd Báru Dísar Benediktsdótt- ur hlaut fjórðu verðlaun. Verðlaun- in í keppninni voru ljósmyndavör- ur frá Myndvali í Mjódd. Verðlauna- myndirnar í keppninni birtast hér. 16 Breiðholtsblaðið OKTÓBER 2006 Skemmtilegt í Breiðholt varð í fyrsta sætisæti. Ljósmyndari er Sigrún Þorvarðardóttir. 255 myndir í ljósmyndakeppni Skýjafar við Breiðholtskirkju varð í öðru sæti. Ljósmyndari er Sigrún Þorvarðardóttir. Fótbolti í Breiðholti varð í þriðja sæti. Ljósmyndari er Matthías Ægisson. Sigurbjörg Júlíusdóttir er bókavörður á Borgarbókasaf- ninu í Gerðubergi. Hún er líka mikill lestrarhestur. Ég er alin upp við bóklestur frá unga aldri. Það á því vel við mig að vinna á bókasafni. Ég er í leshring, við erum 9 konur sem höfum gaman af glæpasögum. Við hittumst einu sinni í mánuði og tölum um bækur og skiptumst á skoðunum . Bókin sem ég var að lesa núna er á þeim nótum. Hún heitir The two minute rule, höfundur er Robert Crais. Bankaræningja er sleppt úr fangelsi eftir 10 ára betunarvist. Sama daginn frét- tir hann að sonur hans sem var lögreglumaður hefur verið myr- tur. Hann fer að rannsaka málið og vitaskuld með alla á móti sér. Þarna er öllu snúið við því glæpon er að rannsaka lögregluna. Mjög skemmtileg saga. Ég var líka að lesa mjög góða bók sem heitir Leyndardómur býflugnanna. Ég las hana í einum dúr, ég gat ekki hætt. Sagan gerist um 1960 og er þroskasaga ungrar stúlku og líka saga réttindabar- áttu blökkumanna á þeim árum. Það er langt síðan ég hef lesið bók sem mér finnst eins góð. Ég mæli virkilega með henni. Nýlega las ég bók eftir Anitu Shreve sem heitir The light in snow. Hún er líka mjög góð. Hún er um mann sem þarf að takast á við nýjar aðstæður í lífinu. Hann er arkitekt í New York og missir konu og unga dóttur í bílslysi. Hann treystir sér ekki til að takast á við hversdagslífið og flytur með 12 ára dóttur sína í smábæ þar sem þau búa afskekkt. Bókin fjallar um það hvernig þeim geng- ur að takast á við þessar breyttu aðstæður. Síðan gerist atburður sem breytir öllu …. Nú í haust var bryddað uppá þeirri nýjung í Gerðubergssa- fni að vera með bókaspjall á mið- vikudagskvöldum. Fyrsta mið- vikudag í mánuði kl. 20 hittist fólk á safninu og spjallar um bækur yfir kaffisopa og konfekti. Næsta spjall verður miðvikudaginn 1. nóvember kl. 20 og eru allir vel- komnir í lauflétt spjall um bækur. Ég skora á Sigurjónu Sigurðar- dóttur að segja frá bókum sem hún hefur lesið í næsta Breiðholtsblaði. Hvaða bók/bækur ertu að lesa? Sigurbjörg Júlíusdóttir.

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.