Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 18

Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 18
18 Breiðholtsblaðið OKTÓBER 2006 Við nálgumst viðskiptavinina í stað þess að bíða eftir þeim Nútíminn mætir manni þegar komið er í útibú Glitnis í Þarbakk- anum í Mjóddinni. Opin vinnu- rými starfsfólks og galopin gler- hurð inn til útibússtjórans. Þung- ar hurðir og bjöllur á dyrastöfum heyra liðnum tíma til og aðgangur að starfsfólki er annar og auðveld- ari en áður var. En vinnuumhverfi bankafólksins er ekki það eina sem breyst hefur í áranna rás heldur nánast allt sem við kemur bankastarfseminni. Lilja Pálsdótt- ir, nýráðin útibússtjóri Glitnis í Mjóddinni, hefur starfað í banka í hartnær aldarfjórðung eða í 24 ár og hefur því fylgst vel með þeim breytingum sem orðið hafa. Hún flutti sig nýverið eða fyrir liðlega þremur vikum af Laugaveginum í Mjóddina. Hún segir breytingarn- ar hafa orðið svo miklar að varla sé hægt að ímynda sér hvernig unnið hafi verið fyrir aldarfjórð- ungi. “Þegar ég hóf störf í banka voru fyrstu tölvurnar að koma en þær líktust ekkert þeim tölvu- búnaði sem notaður er í dag og faxtæki voru næstum óþekkt. Við notuðum reiknivélar og upplýs- ingar varð að sækja í næstu skjala skápa eða að fá þær í gegnum síma og bankapóst. Nú hefur mað- ur þetta allt á skjánum fyrir fram- an sig og þar fer mikill hluti af samskiptum við viðskiptavinina einnig fram.” Mæti glöð á hverjum degi Lilja segir sér lítast vel á að vera komin í Breiðholtið. Umhverfið sé áhugavert og mjög gott starfs- fólk í Þarbakkanum. “Og nú er ég að kynnast viðskiptavinunum. Ég hygg að viðskiptavinahópurinn komi til með að verða mun fjöl- breyttari en niður á Laugavegi vegna þess hversu mörg atvinnu- fyrirtæki tengist Mjóddinni og nágrenni hennar. Laugavegurinn er vissulega í alfara leið en Mjódd- in er það líka hér við Reykjanes- brautina. Því geri ég ráð fyrir að sjá þverskurð af fólki og fyrirtækj- um hér í bankanum sem vissulega gefur lífinu lit.” Lilja hóf störf í banka strax eftir að hafa lokið framhaldsskóla en kveðst þó hafa ætlað í framhaldsnám. Dvölin í bankanum hafi þó orðið lengri en ætlað var í fyrstu og hún hafi ekki látið drauminn um nám ræt- ast fyrr en fyrir sex árum að hún fór í rekstrarnám í endurmennt- un sem hún vann að ásamt vinnu sinni. “Annars hefur starfið sjálft verið mikill skóli. Verkefnin hafa verið og eru mjög fjölbreytt og þróunin verið afskaplega hröð. Bæði í vinnuferlinu sjálfu og ein- nig þeirri þjónustu sem bankar eru veita. Vöruþróunin hefur verið mjög hröð ef við notum þá samlíkingu og umhverfið er allt mikið viðskiptavænna en áður.” En hefur Lilju fundist gaman í vinnunni. “Ég verð að svara því játandi og ég hefði örugglega ekki verið við þessi störf í allan þennan tíma hefði mér ekki lík- að vinnan og vinnustaðurinn. Þar fer saman ágætt fólk sem ég hef starfað með í gegnum tíðina og einnig hin mikla fjölbreytni sem einkennt hefur þennan starfsvett- vang. Nei - mér hefur aldrei leiðst í vinnunni og get ekki sagt annað en að ég mæti glöð á hverjum ein- asta degi.” Nálgast viðskiptavinina í stað þess að bíða eftir þeim Lilja segir að ein þeirra breyt- inga sem orðið hafa á bankastarf- seminni þá að nú sé mikið lagt upp úr að hlusta á viðskiptavin- ina. Kanna hverjar þarfir þeirra séu og leita síðan eftir hvað af því sem bankinn hafi að bjóða henti þeim og þeirri starfsemi sem þeir annist. Hvernig viðskiptabankinn geti einfaldað þeirra líf og þeirra viðskipti. “Þetta á bæði við um einstaklinga og einnig hina fjöl- breyttu atvinnuflóru. Einstakling- arnir eru eins ólíkir og þeir eru margir og spanna alla lífsleiðina. Við byrjum með sparibaukana og sparnaðarleiðir fyrir börnin og endum gjarnan á því að annast um fjármál fyrir eldri borgarana. Greiðsluþjónustan er líka mjög stór þáttur í starfi okkar og ég held að sá þáttur einstaklings- þjónustunnar auk heimabank- ans sé það sem hefur fækkað ferðum fólks í bankana. Við sjá- um tæpast lengur þær biðraðir sem einkenndu bankaútibúin og afgreiðslustaðina áður fyrr - hvor- ki í hinni almennu afgreiðslu eða hjá bankastjórunum. Þetta þannig fram að við biðum eftir viðskipta- vininum og afgreiddum hann en nú leggjum við mikið upp úr því að nálgast viðskiptavini okkar enda væri bankinn ekki neitt ef hann hefði ekki viðskiptavini. Þeir eru númer eitt.” Breiðholt og austur Kópavogur En hvert er starfssvæði útibús- ins í Þarbakkanum. Lilja segir það ná yfir Breiðholtið og aust- urhluta Kópavogs og þá einkum atvinnuhverfið sem liggur með- fram Reykjanesbrautinni en Glitn- ir er með tvö útibú í Kópavogi, í Hamraborginni og í Smáralind. “Breiðholtið sjálft er fyrst og fremst íbúahverfi en þó með all- nokkru atvinnulífi en meginhluti þess atvinnulífs sem við veitum þjónustu kemur úr Kópavoginum og raunar víðar að. Þar er mjög fjölbreytt atvinnustarfsemi og mörg og ólík verkefni sem kalla að.” Lilja segir að þótt margvísleg- ar breytingar hafi orðið á banka- starfseminni að undan förnu sé engin hætta á að sú þróun verið stöðvuð. “Við eigum örugglega eft- ir að sjá margar fleiri breytingar á næstu árum. Þróunin er svo hröð og bankarnir rétt eins og aðrir verða að svara kröfum tímans.” Lilja Pálsdóttir, nýráðin útibússtjóri Glitnis í Mjódd. Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 27. og 28. október 2006 6 SÆTIKO LB RÚ N Kolbrún Baldursdóttir Kolbrún er sálfræðingur með fjölþætta reynslu að baki. Hún hefur unnið að málefnum barna og fjölskyldna þeirra í tæpa tvo áratugi. Kolbrún var um árabil leiðandi í gerð kjarasamninga sálfræðinga og hélt jafnframt námskeið í samningatækni fyrir fjölda annarra stéttarfélaga. www.kolbrun.ws (WebSite) Samkennd Staðfesta Stöðugleiki sálfræðingur og varaþingmaður Við hvetjum alla sjálfstæðismenn í Breiðholti til að taka þátt í prófkjörinu og kjósa Kolbrúnu í 6. sæti. Augl‡singasími: 511 1188 & 895 8298

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.