Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 20

Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 20
“Já - það er rétt. Ég er með nokkrar hænur í garðinum hjá mér. Þetta eru hænur af íslenska stofninum. Þær eru skemmtileg- ar og stundum getur verið nokk- ur atgangur í þeim. Nei - ég er ekki með hana. Þær verða að láta einlífið sér nægja. Ég held að nágrannarnir yrðu ekki hrifn- ir af því að hani hæfi upp raust sína klukkan sex á sunnudags- morgnum,” segir Kolbrún Bald- ursdóttir sálfræðingur sem býr í Jakaselinu efst í Breiðholti. “Ég held að þessi hverfishluti hafi á sínum tíma verið hugsaður á þann hátt að fólk gæti verið með einhver dýr hjá sér. Nágranni minn er með fjárhús í garðinum en ég veit ekki hvort um fleiri ábúendur af þessu tagi er að ræða.” Kolbrún fer því trúlega ekki út í búð eftir eggjum “Nei - ég þarf þess ekki. Þær verpa vel og við borðum mikið af eggjum,” segir Kolbrún og hlær. Alsæl eftir erfiða daga En Kolbrún er ekki aðeins hænsnabóndi. Hún starfar sem sálfræðingur og er nú að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum og hef- ur gefið kost á sér á lista í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Hún segir stjórnmálaáhugann hafa auk- ist með árunum og nú hafi hún ákveðið að láta slag standa. Ekki var þó ætlunin að ræða hina póli- tísku gerjun í huga hennar heldur að spjalla við hana um starf henn- ar sem sálfræðings en hún hefur í gegnum tíðina unnið mikið með ungmennum og einnig fjölskyldu- fólki sem átt hefur í margvísleg- um erfiðleikum. En áður en að því kom vaknaði spurningin um af hverju hún hefði valið sálfræð- ina. “Ég held að þar komi sitt lítið af hverju til. Einhver hluti kem- ur úr persónuleikanum og annar úr umgjörðinni um uppeldið sem maður fékk. Ég held að ef mað- ur hefur sjálfur upplifað sárar til- finningar þá fer maður með aðrar spurningar út í lífið og vill leita svara við þeim. Ég held þó að ekki sé hægt að alhæfa neitt um þetta. Fólk er svo misjafnt og áhugamál þess geta átt sér svo margvísleg- an uppruna. En ég er mjög ánægð með þetta starf og það hefur ver- ið afskaplega gefandi.” Kolbrún kveðst einnig hafa verið heppin. “Ég hef rekið stofu frá því 1992 og þessum tíma hefur skjólstæð- ingafjöldinn vaxið stöðugt. Þetta hefur sannfært mig um að ég sé að gera eitthvað gott og það hef- ur hvatt mig áfram. Stundum kem ég alsæl heim eftir langa og oft erf- iða daga á stofunni vegna þess að mér finnst ég vera að ná árangri.” Fordómarnir að hverfa Kolbrún segir fólk farið að leyfa sér að leita í meira mæli eftir þjón- ustu sálfræðinga. “Ég held að það liggi í þjóðfélagsbreytingum vegna þess að fyrr á árum var sálfræðiþjónusta hálfgert tabú. Ég minnist þess að þegar ég fyrir all- mörgum árum fór til Akureyrar á vegum Fangelsismálastofnunar og roskinn lögreglumaður sótti mig á flugvöllinn en fangelsið á Akur- eyri er til húsa í sömu byggingu og lögreglustöðin. Á leiðinni af flugvellinum varð mér á að spyrja hvort margir sálfræðingar væru á Akureyri. Þá vafðist þessum heið- ursmanni nokkuð tunga um tönn þar til hann svaraði því til að það færi varla nokkur maður á Akur- eyri til sálfræðings. Þetta er dæmi um gamla tímann og þann hugsun- arhátt sem var ríkjandi allt fram á síðari ár. En fordómarnir hafa verið að hverfa og fólk er farið að skilja að það er enginn skömm að því að leita til sálfræðinga og ég vona að það sama eigi við um geðlækna.” Að hlusta og veita aðhald og hlýju Kolbrún starfaði í fyrstu hjá Fangelsismálastofnun og fór síðan að vinna með ungmennum m.a. á Stuðlum þar sem hún starfaði sem yfirsálfræðingur. Hún segir það forréttindi í sínum huga að hafa fengið tækifæri til þess að starfa með ungmennum. Þetta sé svo margslungið aldursskeið þeg- ar fólk er á mörkum bernsku og fullorðinsára. Að sumu leiti enn börn en að verða fullorðin á öðr- um sviðum og ekki alltaf viss um hvoru megin þau séu í raun og veru. “Mín reynsla er sú að lang flest af þeim ungmennum sem til mín hafa leita eða að ég hef starf- að með séu góðir krakkar þótt einhverstaðar hafi eitthvað brotn- að á lífsleiðinni. Ég hef veitt því aðhygli að mörg ungmenni vilja að hlustað sé á þau en þau vilja einnig ákveðið aðhald og þau þarfnast hlýju. Á þessum grun- ni er oft hægt að ná býsna langt með þeim þótt eitthvað hafi farið úrskeiðis eða erfiðleikar steðjað að.” Hverjir búa á heimilinu? Fjölskyldusamsetningin hefur verið að breytast á undanförnum árum og er alls ekki sú sama og var og fjölskyldur eru einnig oft að breytast aftur og aftur. Nýir aðilar koma og fara og tengsl myndast og rofna. Koma þessar breytingar á fjölskyldunni oft við sögu þegar vanda ber að dyrum ungmenna? “Þessar breytingar og stöðugar hræringar í fjölskyldu- málum koma oft við sögu en við megum ekki gleyma því að orsak- ir að vanda ungmenna liggi mun víðar. Fjölskylduaðstæðurnar geta gert börnum og ungmennum erfitt fyrir og sérstaklega ef þær eru sífellt að breytast. Stundum eru þessi mynstur svo flókin að nánast þarf að teikna þau upp. Í dag eru til börn sem búa jafnvel við þriðja heimilisföðurinn svo dæmi sé nefnt og systkinahópar standa saman af hálfsystkinum í báðar áttir og óskyldum börn- um fyrri maka af báðum kynjum. Fjölskyldumynstrið er oft mikið flóknara en áður fyrr þegar algeng- ast var að fjölskyldan stæði sam- an af föður, móður og börnum og breyttist ekkert til æviloka.” Kolbrún kveðst stundum byrja á því að spyrja hverjir búi á heim- ilinu þegar hún er að ræða við ungmenni sem leita til hennar og næsta spurning sé hver sé næsti hringur fjölskyldna og ættmenna þar fyrir utan til þess að átta sig á hvernig viðkomandi fjölskyld- ur virki. “Það reynir oft mikið á foreldra þegar um samsettar fjöl- skyldur er að ræða og eftir því sem fjölskyldurnar verða flókn- ari er auðvitað meiri hætta á eitt- hvað fari úrskeiðis í hinum mann- legu samskiptum. Þetta verður aldrei einfalt og spurningin er um hvernig fólki tekst að vinna sam- an að þessu leyti og láta hlutina ganga upp á hverjum tíma. Þess vegna er eðlilegt að fólk komi til þess að fá ráðleggingar um hvern- ig best geti verið að koma fram og vinna við þessar flóknu aðstæður. Hið daglega líf er orðið svo mikið flóknara en fyrir ekki lengri tíma en aldarfjórðungi.” Sjálf kveðst hún hafa alist upp í brotinni fjöl- skyldu. “Hjónaband foreldra minna entist ekki en hjónaskiln- aðir voru ekki eins algengir þá og nú. Ég var eina barnið í bekknum sem kom frá þannig heimili. Móð- ir mín vann úti og við systkinin áttum því ekki æsku þar sem móð- ir okkar var á heimilinu eins og margir af mínum jafnöldrum. Ég man að á þessum árum fannst mér það hljóta að vera toppurinn á tilverunni að eiga mömmu sem væri heima. Ég fór stundum heim með vinkonum mínum eftir skóla og þá var sérstakur “drekkutími” á heimilinu. Eitthvað sem ég vand- ist ekki heima af eðlilegum ástæð- um. Við bjuggum líka þröngt og deildum herbergjum þegar við vorum börn og unglingar. Ég bý því að ákveðinni persónulegri reynslu að þessu leyti,” segir Kol- brún og bætir við að nú hafi þetta algerlega snúist við. Það sé við- burður að finna heimavinnandi móðir. Að eignast bíl eða ekki En þú nefndir fleiri orsakir? Já - það kemur fleira til og ég stað- næmist í þessu efni nokkuð við þær öfgar sem virðast fara vax- andi í samfélaginu, neysluhyggj- una, samkeppnina og kröfur um eitt og annað. “Ég get nefnt dótt- ur mína sem dæmi. Hún var að fá ökuréttindi og fór þá að ræða um að eignast bíl. Ýmsir jafnaldr- ar hennar höfðu eignast bíla eða fengið þá til umráða um 17 ára ald- urinn. Ég er ekki að segja að hún hefði ekki getað safnað sér fyrir bíl eða við aðstoðað hana við að eignast hann. En það kostar líka að eiga bílinn og við reyndum að útskýra fyrir henni hvað þyrfti til þess að reka bíl og hún ákvað að bíða með þetta. Ég held að þetta kapphlaup geti stundum enda í ógöngum þótt ég vilji ekki alhæfa neitt í því efni. En ég vil líka stað- næmast við þann stóra hóp af krökkum og ungmennum sem eru einhvern veginn með allt á hreinu og eru að gera alveg ótrúlega hluti. Ég held að sá hluti af æsk- unni sé mikið stærri þótt sá hópur sem á í einhvers konar vanda setji e.t.v. meiri svip á umræðuna.” Kolbrún segir að aðgengi að for- eldrunum skipti miklu máli og þar komi tækni nútímans við sögu. Flest ungmenni og mörg börn séu með farsíma og geti látið vita af sér og foreldrar náð til þeirra nánast hvenær sem er. “Samskipt- in hafa breyst að þessu leyti því aðstæður á heimilum hafa breyst mikið og eru allt aðrar en þær voru. Mæðurnar starfa nú utan heimilis en áður voru þær oft heima og krakkarnir vissu af þeim þar. Þau gátu gengið að þeim þar ef þau vanhagaði um eitthvað eða vandamál komu upp. Þá var hægt að hlaupa heim. Þetta er breytt en oft er nóg að taka upp tólið. Samskiptin eru enn fyrir hendi í flestum tilfellum þótt þau fari fram með öðrum hætti.” Krafan um tilfinningar er sterkari Kolbrún heldur áfram að ræða um fjölskylduna og hjónaband- ið, samskipti og skilnaði hjóna og orsakir og afleiðingar þess fyr- ir foreldra og börn út frá starfs- reynslu sinni. Hún segir þær breytingar hafa orðið á undanförn- um árum að fólk geri meiri kröfur til hjónabandsins en var. “Ef fólk upplifir samskipti sín þannig að það elskar hinn aðilann eða hvort annað ekki lengur þá er skilnaður alveg inn í myndinni. Áður lét fólk sig mikið fremur hafa það að búa áfram saman og deila lífinu hvort með öðru þótt ástarneisinn hefði slokknað. Fólk leit á að það væri gift og það fór þessa leið bara saman.” Kolbrún segir kröfuna um tilfinningar sterkari í dag en áður og ef fólk sé ekki að upplifa sambönd sín eða hjónabönd þan- nig að henni sé fullnægt þá kjósi það oft fremur að yfirgefa sambúð- ina en að halda áfram í sambönd- um sem uppfylli ekki væntingar þess. En þetta er ekki einhlítt og margt annað kemur við sögu. Þar á meðal daglegt líf. “Fólk hefur oft komið sér í aðstæður sem reyna á sambönd þess. Fólk hefur eytt um efni fram og á í fjárhagslegum erfiðleikum eða skapað sér aðr- ar aðstæður sem valda streitu í hjónaböndum og samböndum. Þá nær fólk ekki alltaf að vera sam- taka um að leysa úr málunum. Það nær einfaldlega ekki að líta á aðsteðjandi vanda sem verkefni sem þarf að leysa þótt það sé hugsanlega enn ástfangið.” Ráðgjöf vantar Kolbrún segir að neyslufyrir- myndir dagsins í dag geti skapað hættu. Fólk eigi í samkeppni um lífsstíl og mörg dæmi megi finna um að fólk sé búið að steypa sér á kafi í neysluskuldir þegar á unga aldri sem geti reynst því erfitt að losna úr. “Orsakanna getur víða verið að leita. Þær geta legið í uppeldi fólks og í skólakerfinu og það virðist skorta hreina og beina ráðgjöf í þessum efnum. Fólk er ekki upplýst nægilega vel eða þá á rangan hátt hvað mikil umfram- neysla og skuldasöfnun getur haft í för með sér. Ég held að kominn sé tími til þess að krökkum verði leiðbeint í fjármálum og skólakerf- ið komi að því með einhverjum hætti,” segir Kolbrún Baldursdótt- ir, sálfræðingur, hænsnabóndi og frambjóðandi í Breiðholtinu um leið og hún sýnir tíðindamanni hænsnakofann. Það eru egg í varp- kössunum. 20 Breiðholtsblaðið OKTÓBER 2006 Krafan um tilfinningar er sterkari Kolbrún Baldursdóttir á gangi í móunum ofan við byggðina í Seljahverfi. Bústofninn í hænsnabirginu í Jakaseli 4. “Við höfum verið að laga til hjá okkur og erum nú m.a. búin að opna nýja sal og ein- nig að fjölga billjardborðun- um,” sagði Ólafur Birgisson á Sportbarnum í Seljahverfi. Við byrjuðum á þessu í sumar og ætlum okkur að halda áfram á þessari braut þótt ekki sé um neinar stórbreytingar að ræða. Við viljum umfram allt að hér sé huggulegt umhverfi þar sem fólki líður vel. Sú nýbreytni hefur verið tek- in upp að vera með lifandi tón- list á kvöldin og hefur ný hljóm- sveit skipuð ungum mönnum spilað þar að undanförnu en hún heitir Johnny and the Rest. “Ég ákvað að fá strákana til þess að koma hingað og spila eitt kvöld og þeir fengu mjög góð- ar móttökur, sem varð til þess að þeir hafa verið hér áfram á laugardagskvöldum. Lifandi tón- list skapar aðra stemmingu og hér hefur verið húsfyllir undan- farin laugardagskvöld.” Hvaða fólk sækir sporbarinn? “Það eru allar gerðir af fólki sem kemur hingað,” segir Ólafur. “Að und- anförnu hefur talsvert borið á nýbúum og fólki sem dvelur hér tímabundið við störf. Margt af því er frá Póllandi en einnig frá öðrum löndum. Þetta eru ágætis gestir og upp til hópa um rólegt og friðsamt fólk að ræða.” Á Sportbarnum er opið fyrir íþróttarásir og getur fólk m.a. komið og horfa á markverða fót- boltaleiki svo eitthvað sé nefnt og einnig er hægt að fá húsnæði fyrir einkasamkvæmi, afmæli og annað þar sem afmarkaðir hóp- ar vilja að vera í næði. Nýr salur og lifandi tónlist á Sportbarnum Ný borð á sportbarnum.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.