Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 21

Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 21
Ég hef orðið var við það, að sumt fólk virðist telja að kirkjan sé fyrst og fremst til sparibrúks eða þá að megin hlutverk hennar sé að veita einhverskonar hjálp í við- lögum. Það sé m.ö.o. gott að vita af henni þegar eitthvað kemur uppá hjá okkur og svo auðvitað til að punta upp á ýmis tímamót á lífsleiðinni. Vissulega er það rétt, að það er köllun kirkjunnar, að taka þátt í mikilvægum tímamótum á lífs- göngu okkar og sannarlega hefur hún og boðskapur hennar afar mikilvægu hlutverki að gegna á erfiðum stundum. En kirkjan er miklu meira en bara einhver stofn- un, sem leitað má til á slíkum stundum. Kirkjan er samkvæmt sjálfri merkingu orðsins, “það sem Guð á, það sem tilheyrir hon- um”, og þar er þá átt við okkur kristna menn. Við erum kirkjan. Öll erum við sköpun hans og höf- um flest verið helguð honum fyr- ir heilaga skírn. Á þeirri stundu var því lýst yfir, bæði á himni og á jörðu, að við værum Guðs börn. Það var einmitt megin erindi Jesú Krists við okkur mennina, að gefa okkur hlutdeild í þessari gjöf. Flytja okkur fagnaðarerind- ið um kærleika Guðs og þá gleði- frétt, að hann lætur sig okkur varða hvert og eitt og hvað um okkur verður. Kristur á því erindi við okkur öll, brýnt erindi, sem enginn má missa af. Og það er köllun kirkj- unnar að koma þessu erindi á framfæri. Ekki bara spari, á hátíð- um og tillidögum eða á erfiðum stundum, heldur alltaf. Hún á erindi við okkur sérhvern dag, hvar sem við erum stödd og hvernig sem fyrir okkur er komið. Hún kallar okkur til samfélags við Krist og hvert við annað. Kallar okkur til að vera kirkja. Kirkjan er því ekki bara til spari- brúks, heldur líka hvunndags, alltaf, allsstaðar. Hvar sem er og hvenær sem er. Af þessu hlýtur að leiða, að starf hennar er marg- breytilegt. Sumt fer hljótt og er unnið í kyrrþey, annað er öllum augljóst. En öllu er því ætlað, með einum hætti eða öðrum, að minna okkur á, að við þurfum á Drottni að halda og því sem hann vill gefa. Hann á erindi inn í líf okk- ar hvers og eins, sem vinur okkar og frelsari. Því það vitum við öll, ef við erum hreinskilin, hversu margt er að í þjóðfélaginu og hjá okkur sem einstaklingum. Við þekkjum vandamálin og erfiðleikana sem hvarvetna blasa við og hversu margt er öðruvísi en vera ætti okkar á meðal. Engu að síður er það samt sorgleg staðreynd, að sumir vilja alls ekki kannast við það, að neitt sé að, né að þeir séu á nokkurn hátt hjálparþurfi. Bregðumst við þannig við, þá fer fyrir okkur á svipaðan átt og Indverska Bramínanum, sem var vanur að baða sig og drekka úr hinu heilaga fljóti Ganges. Eitt sinn var honum sýnt vatnssýni úr ánni í smásjá. Þar blasti við heldur ókræsileg sjón. Allskon- ar örverur, bakteríur og ýmiskon- ar óþrifnaður. Manninum hryllti við þessu öllu og greip því lurk og mölbraut smásjánna. Að því búnu hét hann áfram að baða sig og drekka vatnið eins og ekkert hefði í skorist. Það hlyti að vera í lagi úr því að hann sæi nú ekki lengur neitt athugavert við vatn- ið! Getur það verið að við bregð- umst stundum þannig við? Neit- um að horfast í augu við sannleik- ann um okkur sjálf, líf okkar og til- veru og teljum okkur því jafnvel ekki þurfa á Guði og hjálp hans að halda? Ekki nema þá svona spari? Annars getum við bara sjálf! Því svari hver fyrir sig. En Guð er ekki spari og kirkjan hans ekki heldur. Hún er þvert á móti til almennra nota, til daglegs brúks. Hún er samfélag, þar sem við erum öll velkomin. Þar sem við erum öll mikilvæg, því við erum kirkjan og hún þarf á okkur að halda og við á henni. 21BreiðholtsblaðiðOKTÓBER 2006 ÖLL ALMENN PRENTUN SÍMI 561 1594 895 8298 HRÓLFSSKÁLAVÖR 14 NETFANG: NES@ISHOLF.IS Nauðsynlegt að rjúfa einangrun fólks Nú er unnið að því að koma á fót starfi til þess að finna og vinna með eldra fólki í Breiðholti sem hefur ekki nýtt sér félagsstarf sem er í boði í hverfinu og fólki sem af einhverjum ástæðum hefur ein- angrast í lífinu. Markmiðið með hinu nýja verkefni er að fá fleira fólk til þess að koma að þátttöku í félagsstarfinu og einnig að rjúfa einangrun þess sé þess þörf og til að styrkja grenndarsamfélagið á svæðinu. Það er Rauði krossinn, kirkjan og félagsstarfið í Breiðholt- ið sem standa að þessu verkefni og ætlunin er m.a. að mynda hóp sjálfboðliða til þess að sinna því. Félagsleg einangrun fer vaxandi Guðrún Jónsdóttir, forstöðu- maður félagsstarfsins í Gerðu- bergi og Kristján Sigurjónsson, forstöðumaður félagmiðstöðvar- innar Árskóga, segja að komið hafi í ljós að talsvert af fólki og þá einkum eldra fólk hafi einangrast að miklu leyti og hafi mjög tak- mörkuð samskipti við annað fólk. Trúlega sé þessi vandi útbreiddari á meðal eldri borgara hér á landi en talið hefur verið en hann er vel þekktur erlendis frá. Guðrún og Kristján kváðust bæði hafa til- finningu fyrir því að sá vandi sem hlýst af félagslegri einangrun fari vaxandi. Bæði geti verið um að ræða fólk sem lengi hafi búið við einsemd og félagslega einangrun en einnig fólk sem orðið hafi fyrir einhvers konar áföllum í lífinu, t.d. langvarandi veikindum eða jafnvel ótímabærum atvinnumissi sem orsakað hafi félagslega ein- angrun. Þau lögðu bæði áherslu á nauðsyn þess að gæta að einstak- lingnum sem manneskju þegar til starfsloka komi. Finna þörfina og sjálfboðaliða Markmið þessa nýja verkefnis er einkum að finna hver þörfin er, finna verkefni sem fólk getur feng- ist við og gera því kleift að sinna þeim. Fjöldi fólks nýtir sér félags- starfið í Gerðubergi og í Árskógum nú þegar. Að sögn þeirra Guðrún- ar og Kristjáns koma sumir jafn- vel daglega og umgangast þetta starf næstum eins og um fasta vinnu væri að ræða. Þau sögðu í samtölum við Breiðholtsblaðið að félagsstarfið væri löngu búið að skipa sér fastan sess í lífi margra og mótaði jafnvel þá umgjörð sem fólki væri nauðsynleg um daglegt líf. Áhugamálin væru vissulega margvísleg og reynt væri að koma til móts við sem flesta með því að auka við fjölbreytni félagsstarfs- ins. Sýningar sem félagsstarfið hef- ur efnt til á verkum þátttakenda á liðnum árum tala sínu máli um þá fjölbreyti sem er í boði og einnig áhugamál og hæfileika fólksins sem nýtir sér þessa möguleika. Kynslóðirnar saman Þá er unnið að verkefni í Breið- holtinu sem kallast “Kynslóðirn- ar saman”. Markmið þess er að gefa nemendum grunnskóla tæki- færi til þess að eiga samveru og fá fræðslu með eldri borgurum, styrkja eigið gildismat og dóm- greind með því að tengja reynsla fyrri ára við þá reynslu sem er að skapast á meðal unga fólksins auk þess að tengja grenndarsamfélag- ið inn í skólastarfið. Þrír grunn- skólar í Breiðholtinu taka þátt í þessu verkefni með félagsstarfi eldri borgara og nú hafa Garð- heimar bæst í hópinn og gefa í vetur verðlaun í félagsvist sem eldri og yngri borgarar spila í sam- verustundum kynslóðanna. TIL UMHUGSUNAR Eftir sr. Gísla Jónasson Ekki bara til sparibrúks Arndís Markúsdóttir er ein þeirra sem nýtir sér félagsstarf eldri borgara reglulega. Augl‡singasími: 511 1188 & 895 8298

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.