Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Síða 22

Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Síða 22
22 Breiðholtsblaðið OKTÓBER 2006 Góður árangur á VÍS móti Um síðastu helgi fór VÍS-sund- mót Ægis fram í Laugardalslaug. Mótið gekk vel fyrir sig þrátt fyr- ir að um smá tæknileg vandamál væri að ræða. Árangur Ægiringa var mjög góð- ur á mótinu. Yngri krakkarnir eru að standa sig frábærlega og mik- ið um stórbættan árangur. Þau eldri voru að synda við sína bestu tíma og nokkuð bættur árangur sást einnig hjá þeim. Kvennasveit Ægis setti gott Íslandsmet í 4x50 metra flugsundi en gamla metið átti sveit ÍA. Kolbrún Ýr Kristjáns- dóttir setti Ægismet í 50 metra flugsundi en gamla metið átti Bryndís Ólafsdóttir. Kvennasveitin en hana skipuðu þær: Ásbjörg Gústafnsdóttir, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, Anja Ríkey Jakobsen, og Auður Jónsdóttir. borgarblod.is Leiknir Óli Halldór Sigurjónsson hefur verið ráðinn til þess að þjálfa meistaraflokk Leiknis. Þar með er leit að nýjum þjálfara lokið en hægt er að staðfesta að list- inn af þeim þjálfurum sem komu til greina var ansi langur, Óli var þó alltaf einn af þeim efstu á óskalistanum en nauðsynlegt þótti að skoða markaðinn vel. Margir þjálfarar voru voru skoðaðir en að lokum taldi meist- araflokksráð Óla besta kostinn og er það með mikilli ánægju að beggja hálfu að hann tekur nú að sér þjálfun meistaraflokksins. Óli var viðloðandi meistaraflokkinn á sl. sumri. Hann aðstoðaði Garðar, sem lét af störfum eftir sumarið, og Jóa aðstoðarþjálfara. Óli hefur líka þjálfað 2. og 3. flokka Leikn- is en hann er 33 ára gamall og var einmitt aðstoðarmaður Gæa árið 2004. Óli spilaði með Leikni á árum áður en meistaraflokksráð hlakkar mikið til að vinna með þessum sanna Leiknismanni. Óli Halldór þjálfar meistara- flokkinn Varnarmaðurinn Freyr Alex- andersson sem er betur þekkt- ur sem Freysi hefur skrifað undir samning við breiðholts- félagið Leikni í Reykjavík. Jeppinn einsog hann kýs að kalla sig, einn allra manna, hefur undanfarinn ár verið mikilvægur hluti af öflugri vörn Leiknismanna. Freyr með Leikni Ríkarður Ríkarðsson Ægiring- ur og Ólympíufari varð Norð- urlandameistari í 50 metra flugsundi, 100 metra skrið- sundi, 100 metra flugsundi og í 50 metra skriðsundi á Norð- urlandamóti Garpa sem haldið var í Danmörku nýlega en hann syndir í flokknum 25 til 29 ára. Ríkarður setti einnig Íslandsmet í 50 metra og 100 metra flug- sundi og 50 metra skriðsundi. Boðsundsveit Ægis sýndi ein- nig góða takta. Hún sigraði bæði í 4x50 metra skriðsundi og 4x50 metra fjórsundi í aldursflokkum 100 til 119 ára, sem er saman- lagður aldur, og voru lang fyrstir. Þeir fóru 4x50 metra skriðsund á 1:48.55 og 4x50 metra fjórsund á 2:02.04. Þeir voru reyndar eina sveitin í sínum aldurflokki en náðu engu að síður góðum tíma sem í keppni við aðrar sveitir væri. Ríkarður Norðurlandameistari Sundfélagið Ægir Það fer vel á því að Þjónustu- miðstöð Breiðholts hefur hafið átak undir kjörorðinu Betra Breið- holt, enda var það eitt af mark- miðunum með stofnun þjónustu- miðstöðvanna fyrir rúmu ári að bæta þjónustu og mannlíf í hverf- um borgarinnar. Liður í þessu er Breiðholtsdagurinn, sem er nýaf- staðinn með góðri þátttöku fólks á öllum aldri og endurspeglar hann þann mikla félagsauð sem í hverfinu býr. Það hefur sýnt sig að íbúar eru mjög ánægðir með starfsemi Þjónustumiðstöðvarinn- ar. Hverfisráðið er vettvang- ur fyrir íbúana Nýkjörið hverfisráð er tekið til starfa og má binda miklar von- ir að það verði vettvangur fyrir umræðu á meðal hverfisbúa og farvegur fyrir óskir þeirra til borg- arinnar, m.a. um bætta aðstöðu og þjónustu. Ráðið er skipað þremur fulltrúum úr hverfinu sem kjörnir eru af borgarstjórn. Hér í Breiðholti hefur skort almenn íbúasamtök og það var því einkar ánægjulegt þegar þau voru stofn- uð í haust og má búast við því að náið samstarf takist með þeim og hverfisráðinu. Á fundum hverfisráðsins undan- farið hefur verið fjallað um ýmis mál, svo sem sjá má í fundargerð- um (á www.rvk.is). Rætt hefur ver- ið við skólastjórnendur, lögreglu og stjórnendur hverfisbækistöðv- ar og viðræður við leikskólastjórn- endur og fleiri eru á dagskrá. Ráð- ið fær til umsagnar áformaðar skipulagsbreytingar í hverfinu og á síðasta fundi ráðsins tók það undir áhyggjur íbúa um aukna umferð vegna áformaðra nýbygg- inga nálægt Seljaskóla. Ráðið fagnaði á hinn bóginn skipulags- breytingum sem ætlað er að bæta aðstöðu íþróttafélagsins Leiknis. Íþróttaaðstaðan fer batnandi Það er ánægjulegt að sjá aðstöð- una batna hjá íþróttafélögum í hverfinu, eins og gervigrasvöllur- inn hjá ÍR er dæmi um. Það er framkvæmd sem Reykjavíkurlist- inn stendur fyrir, auk þess sem hann setti 800 milljónir króna til íþróttahúss fyrir ÍR á þriggja ára áætlun og 100 milljónir króna í niðurgreiðslu á æfingagjöldum og þátttökugjöldum til íþróttafé- laga og annars tómstundastarfs. Nýjar hugmyndir um skipulag á ÍR-svæðinu eru einnig spennandi fyrir félag- ið, en það fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Megn andstaða gegn spilasal í Mjódd Þegar margt jákvætt er í gangi vekur sérstaka eftirtekt að margir íbúar hverfisins eru sáróánægð- ir með áform um að koma fyrir svokölluðum spilasal í Mjódd. Það virðist fátt geta hindrað þetta, en hafin hefur verið undirskriftasöfn- un meðal íbúa gegn þessu. Það er ótrúlegt að menntastofnanir, og ýmsir sem annars vilja stuðla að jákvæðri uppbyggingu í samfélag- inu skuli enn treysta á tekjur frá svona starfsemi. Af þessu tilefni hef ég óskað eftir því að kynntar verði í hverfisráðinu upplýsing- ar um fjölda spilafíkla sem leitað hafa sér aðstoðar í borginni á und- anförnum árum. Skólarnir eru lykilstofn- anir samfélagsins Á þeim fundum sem haldnir hafa verið hér í hverfinu í haust hef ég skynjað enn betur en áður mikilvægi grunnskólanna og leikskólanna í hverfinu. Þeir eru ekki bara menntastofnanir, held- ur eru þeir einnig farvegur fyrir alla þá félagslegu strauma sem liðast um samfélagið. Það frum- kvæði sem skólarnir hafa sýnt í því að ýta undir foreldrastarf verð- ur seint ofmetið. Starf af því tagi, hvort heldur er í svokölluðu for- eldrarölti til að hafa eftirlit með unglingum, eða starf foreldra hjá íþróttafélögunum og öðrum félög- um eru einnig stór partur af þeim jákvæða félagsauði sem í hverfinu býr. Það er því margt jákvætt í gangi hér í hverfinu og mikilvægt að íbúarnir vinni stöðugt að því með borgaryfirvöldum að gera gott Breiðholt enn betra. Stefán Jóhann Stefánsson vara- borgarfulltrúi, fulltrúi í hverfisráði Breiðholts og formaður Hverfafé- lags Samfylkingarinnar í Breið- holti. Stefán Jóhann Stefánsson. Betra Breiðholt Stefán Jóhann Stefánsson skrifar: „Við megum ekki missa sjónar á því að velferðar- kerfið á að vera fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda en ekki hina sem nóg hafa.“ - Sigríður Andersen www.sigridurandersen.is Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október. Kosningaskrifstofa stuðningsmanna Sigríðar Andersen er í Landssímahúsinu við Austurvöll. Síminn er 561 4567. Alltaf heitt á könnunni.

x

Breiðholtsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.