Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 23

Breiðholtsblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 23
23BreiðholtsblaðiðOKTÓBER 2006 Meistarakeppni KLÍ Keppnistímabilið í keilunni hófst formlega fimmtudaginn 21. september þegar Meistarakeppni KLÍ í karla- og kvennaflokki fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Lauk leikjunum með tvöföldum sigri ÍR-inga sem fögnuðu inni- lega að loknum leik. Með sigri ÍR-TT á Íslands- og bikarmeisturunum KFR-Valkyrjum var brotið blað í sögu keilunnar á Íslandi, en þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið úr öðru félagi en Keilufélagi Reykjavíkur KFR vinn- ur titil í liðakeppni í keilu í efstu deild kvenna. Lið ÍR-TT skipuðu Guðný Gunn- arsdóttir, Karen Rut Sigurðardótt- ir, Linda Hrönn Magnúsdóttir, Sig- ríður Klemensdóttir og Sigurlaug Jakobsdóttir. Í karlaflokki lögðu Íslandsmeistararnir ÍR-PLS , bik- armeistarana KFR-Lærlingar sem veittu þeim litla mótspyrnu að þessu sinni. Lið ÍR-PLS skipuðu Hörður Ingi Jóhannsson, Róbert Dan Sigurðsson, Sigurður E. Inga- son, Steinþór G. Jóhannsson og Halldór Ragnar Halldórsson. Hafliði Ólafsson ÍR eru Reykja- víkurmeistari einstaklinga með forgjöf 2006 og er þetta í fyrsta sinn sem hann vinnur þennan titil. Hann sigraði Reyni Þorsteinsson ÍR í úrslitaleikjunum og fóru báðir leikirnir 2 til 1. Í þriðja sæti kven- na voru Bergþóra Rós Ólafsdótt- ir ÍR og Róbert Dan Sigurðsson ÍR. Í leiknum um 3. sætið sigraði Bergþóra, Ástrósu Pétursdóttur ÍR 2 - 1 og Róbert sigraði Halldór Ásgeirsson ÍR 2 - 0. Þann 1. október 2006, voru undirritaðir samningar við Ásgeir Elíasson og Sigurð Þóri Þorsteinsson um þjálfun m.fl. og 2. fl. karla. Báðir koma þeir til okkar frá Fram, en þar komu þeir Fram í Landsbankadeildina að nýju. Ásgeir hefur farsælan knattspyrnu- og þjálfaraferil að baki eins og flest- ir þekkja og Sigurður, sem nú er formaður KÞÍ (Knattspyrnuþjálfara- félags Íslands), lék með ÍR upp alla yngri flokkana í knattspyrnu og hef- ur mikla reynslu af þjálfun m.a. hjá Fram, Fylki, Aftureldingu og Breiða- bliki. Ásgeir hefur langan knatt- spyrnuferil að baki og lék meðal annars með landsliðinu. Auk þess hefur hann þjálfað til lengri tíma hjá Fram og Þrótti auk þess sem hann þjálfaði landsliðið um tíma. Ásgeir lék með ÍR í handbolta og körfubolta þannig að þeir Sigurður eru báðir ÍR-ingar inn við beinið. Sigurður mun verða aðalþjálfari 2. flokks karla en auk þess mun hann þjálfa meistaraflokk með Ásgeiri. Þá munu þeir vinna að samhæfing- arverkefni með þjálfurum yngri flokka (11 manna bolta) og loks skilgreina og koma af stað ung- lingaakademíu í samráði við ung- lingaráð knattspyrnudeildar. Ásgeir og Sigurður þjálfa ÍR Taekwondo er kennd hjá ÍR Sjálfsvarnaríþróttin Taekwondo er Ólympíuíþrótt sem allir geta stundað. Hún hæfir nánast hverj- um sem er, óháð aldri, kynferði, og líkamlegu ástandi. Sem dæmi má nefna að hjá Taekwondodeild ÍR er starfræktur öflugur barna- hópur og í fullorðinsflokkum hafa verið þó nokkrir nemendur sem eru á fimmtugsaldri og jafn- vel eldri og gefa þeir hinum yngri ekkert eftir. Þá skipa konur stór- an hluta nemenda. Þjálfunin er miðuð við hæfni hvers og eins og gildir það jafnt um börn og fullorðna. Auðvitað er það þó svo með Taekwondo eins og annað að sumir æfa af kappi og verða afreksmenn en aðrir stunda íþrótt- ina ánægjunnar vegna og sjálfum sér til andlegrar og líkamlegrar uppbyggingar. Slysatíðni í Taekwondo er mjög lág. Hún er t.d. mun lægri en í ýmsum vinsælum boltaleikjum t.d. handbolta og fótbolta. Upp- hitun er ávallt góð, teygjuæfingar minnka til muna hættu á tognun- um og þess háttar meiðslum og öryggis er alltaf gætt við fram- kvæmd æfinga. Það er því ekkert að óttast því þótt Taekwondo gangi að stórum hluta til út á að læra bardagatækni þá læra nem- endur einnig að forðast að beita aðra ofbeldi. Sá sem notar Tae- kwondo til að beita aðra ofbeldi ótilneyddur er ekki sannur Tae- kwondo-maður og hefur engan veginn skilið tilganginn með Taekwondo. Áhugasamir skulu ekki hika við að mæta á æfingu og athuga hvort Taekwondo sé ekki eitthvað fyrir þá. Allar nán- ari upplýsingar um þessa íþrótt er að finna á heimasíðu félagsins www.irtaekwondo.net GETRAUNANÚMER ÍR ER 109 Fréttir Íflróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 • Sími 587 7080 Myndsími: 587 7081 Tölvupóstur: iradal@isholf.is Mikill uppgangur í Kvennaknattspyrnunni Mikill og stöðugur uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrn- unni hjá ÍR síðustu tímabil. Yngri flokka starfið hefur verið með miklum ágætum, árangurinn hjá stelpunum góður og eins hefur gott foreldrastarf stutt vel við bakið á stelpunum og hjálpa til við að gera það að æfa fótbolta hjá ÍR að stöðugu ævintýri. Fjórði flokkur kvenna hélt m.a. í keppnisferð á Dana Cup í Dan- mörku nú í sumar. Þar fóru 19 stelpur í vikulanga ferð þar sem keppt var við stelpur frá Norður- löndunum, England og USA. Var þar á meðal spilað við hið forn- fræga lið Ipswich Town og lauk þeim leik með jafntefli 2 - 2. Ferðin var mikið ævintýri, heppnaðist í alla staði vel og stelpurnar stað- ráðnar í að þetta þurfi að endur- taka, sem verður örugglega gert. Fimmti flokkur kvenna stóð sig frábærlega á Íslandsmótinu og var A-liðið í 1 - 2 sæti ásamt ÍBV í sinni deild. Spilað var við ÍBV í Vest- mannaeyjum og var farið þangað með flugi frá Bakka í litlum flugvél- um, mikið ævintýri. Eins var tek- ið þátt í Símamótinu í júlí stóðu stelpurnar sig mjög vel á því stór- skemmtilega móti. Flokkur kvenna tók þátt í mörg- um skemmtilegum mótum og mik- ið var um að vera hjá þeim. Farið var á pæjumót á Siglufirði þar sem við vorum með 3 stórskemmti- leg lið sem enduðu í 3. sæti A-lið 1.sæti Ba-lið og 4. sæti Bb-lið. Þess ber samt að geta að þetta sama A-lið varð síðan fyrst allra kvenna liða hjá ÍR til að landa íslandsmestartitli! Einnig var tek- ið þátt í símamóti sem og öðrum mótum og var árangur sumarsins hreint út sagt frábær. Sjöundi flokkur kvenna tók þátt í mörgum skemmtilegum og áhugaverðum verkefnum og þess má geta að þetta lið tapaði ekki leik á þessu tímabili þær unnu haustmót K.R.R og lentu í 2. sæti á markamun á símamóti og gerðu sér lítið fyrir og unnu pæjumótið á Siglufirði án þess að fá á sig mark. Æfingar eru nú byrjaðar aftur á fullu fyrir næsta tímabil og hvetj- um við allar stelpur sem langar að æfa fótbolta að koma á æfingu og prófa, það verður tekið vel á móti ykkur. Upplýsingar um æfingar er að finna á heimasíðu knattspyrnu- deildar ÍR: www.ir-sport.is . Eins er hægt að hringja í ÍR heimilið í síma 587 7080 og fá upp- lýsingar. Unnu fimm titla af níu ÍR-ingar unnu fimm Íslandsmeist- aratitla af níu í einstaklingskeppni Víðavangs-hlaups Íslands sem fram fór á Víðstaðatúni 14. októ- ber. Þá sigruðu ÍR-stelpur og ÍR- sveinar í fjögurra manna sveita- keppni í sínum flokkum. Gunnar Ingi Harðarson gaf tón- inn fyrir ÍR-inga í fyrsta hlaupi dagsins þegar hann sigraði örugg- lega í flokki 12 ára stráka þrátt fyrir að vera aðeins tíu ára. Dag- bjartur Daði Jónsson kom 14. í mark en hann er aðeins 9 ára og Snorri Þór Sigurðsson 16. af 29 keppendum. Í flokki 12 ára stelpna sigruðu ÍR stelpur þrefalt en Björg Gunnars- dóttir kom fyrst í mark eftir góð- an endasprett, Aníta Hinriksdóttir varð önnur og Kristín Líf Jónsdótt- ir varð þriðja. Klara Rún Hilm- arsdóttir kom svo 11. í mark en keppendur í þessum flokki voru 24. Vera Sigurðardóttir frá Laug- arvatni varð fjórða í hlaupinu en hún æfir með ÍR-stelpunum. ÍR-ing- ar sigruðu fjögurra manna sveita- keppni með yfirburðum. Frábær árangur hjá stelpunum sem eru mjög duglegar að æfa og vinna vel saman á æfingum. Í piltaflokki 13 til 14 ára kepptu þrír nýliðar fyrir ÍR og stóðu þeir sig mjög vel. Arnar Már Kristins- son varð annar eftir góðan enda- sprett og Kristján Torfi Örnólfs- son varð fjórði eftir að hafa haldið öðru sæti lengsta af. Reynir Snær Valdimarsson varð sjöundi. Snorri Sigurðsson vann yfir- burða sigur í sveinaflokki kom 42 sekúndum á undan næsta manni í mark eftir 3000 metrum. Ármann Óskarsson varð fjórði, nýliðinn Stefán Árni Hafsteinsson fimmti og Adam Þorgeirsson sjötti. ÍR- sveitin vann sveitakeppnina. Ólafur Konráð Albertsson sigr- aði óvænt en með glæsibrag eftir hörkukeppni í drengjaflokki 17 til 18 ára. Þá hljóp Vignir Már Lýðs- son mjög vel og varð fjórði eftir að hafa leitt hlaupið fyrsta kíló- meterinn. Fríða Rún Þórðardóttir hafn- aði í öðru sæti í kvennaflokki eft- ir einvígi við Írisi Önnu úr Fjölni en Fríða Rún leiddi hlaupið nærri alla leiðina og Bryndís Ernstsdótt- ir varð þriðja í kvennaflokki. Burkni Helgason hljóp mjög gott hlaup í karlaflokki og náði þriðja sæti, Stefán Ágúst Haf- steinsson varð sjötti og nýliðarnir Þorsteinn Magnússon og Andri Gunnarsson urðu í sjöunda og áttunda sæti. Í öldungaflokki, 40 ára og eldri, sigraði ÍR-ingurinn Þorlákur Jónsson af miklu öryggi og tryggði fimmta Íslandsmeist- aratitil ÍR-inga í Víðavangshlaupi Íslands 2006. Glæsileg útkoma í heildina og greinilegt að lengri hlaupurum úr röðum ÍR-inga fer fjölgandi á sama tíma og árangurinn verður betri og betri. Fjórir settu sveinamet Fjórir félagar úr frjálsíþrótta- deild ÍR settu nýtt íslenskt sveina- met í 1000 metra boðhlaupi 4. október sl. Þetta voru þeir Snorri Sigurðs- son, Steinar Thors, Heimir Þór- isson og Einar Daði Lárusson. Snorri hljóp 100 metra, Steinar 200 metra, Heimir 300 metra og Einar Daði 400metra. Þeir hlupu á tímanum 2:05,56 mín. en gamla metið, sem var í eigu Breiðabliks síðan 2002 var 2:07.05 mín. Glæsi- legur árangur hjá þessum efnilegu strákum. ÍR- ingar í Berlínarmaraþoni Nokkrir ÍR-ingar úr skokkhópn- um tóku þátt í Berlínarmaraþoni sem fór fram sunnudaginn 23. september en tæplega 40.000 þátt- takendur voru í maraþoninu. Gauti Höskuldsson sem kepp- ir í flokki 45 ára kom fyrstur ÍR- inga í mark á tímanum 2:51:48 og varð hann 31. í mark í sínum aldursflokki. Sigurjón Sigurbjörns- son hljóp á tímanum 2:59:17 og varð 25. í mark í flokki 50 ára. Alls hlupu átta ÍR-skokkarar og með- al þeirra var Óskar Ármannsson sem var að hlaupa sitt fyrsta mara- þon og kláraði það með sóma á 4:22:12 klst. Nánari úrslit má finna á www4.mmedia.is/kah Þann 7. október sl. stóð hand- knattleiksdeild ÍR fyrir grunn- skólamóti í handbolta í 5. - 8. bekk fyrir grunnskólana í Breið- holti. Það olli nokkrum vonbrigð- um að aðeins 3 af skólunum sáu sér fært að senda lið til keppni, Breiðholtsskóli, Seljaskóli og Ölduselskóli. Hólabrekkuskóli og Fellaskóli sendu ekki inn lið þetta árið en við vonumst til þess að það breytist á næsta ári. Landsbankinn var bakhjarl mótsins líkt og í fyrra og þökk- um við honum stuðninginn enda hefði ekki verið hægt að halda mótið án hans. ÍR-ingar unnu bæði í karla- og kvennaflokki í meistarakeppni KLÍ í keilu. Grunnskólamót ÍR og Landsbankans

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.