Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 1

Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 1
Fyrsta hlaupið í kvennahlaupi ÍSÍ að þessu sinni hófst við menn- ingarmiðstöðina Gerðuberg um hádegisbil á föstudaginn var. Þetta er í þriðja sinn sem félags- starfið í Gerðubergi tekur þátt í kvennahlaupinu en hingað til hef- ur það farið fram á laugardegi eins og annars staðar. Á hinn bóginn þótti hentugra að láta hlaupið fara fram á föstudegi með tilliti til þátttakenda sem sumir hverjir þurfa aðstoð af ýmsi tagi, en ýmsir samstarfsaðil- ar félagsstarfsins tóku þátt í hlaupinu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, borgarstjóri ræsti hlaupið, en gerði það sem væntanlegur borgarstjóri og Breiðholtsbúi, þar sem hann hafði þá ekki tekið við borgarastjórastarfinu með formlegum hætti. Vilhjálmur gat þess í ávarpi sínu að margar góð- ar gönguleiðir væru í nágrenni Gerðubergs og Breiðholtsins einkum í Elliðaárdalnum. Áætlað er að á bilinu 16 til 17 þúsund konur á öllum aldri hafi tekið þátt í Kvennahlaupinu í heild sinni sem fór fram á yfir 90 stöðum á landinu. Á myndinni má sjá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Guð- rúnu Kristjánsdóttur, konu hans ásamt Guðrúnu Jónsdóttur, forstöðumanni félagsstarfs Gerðubergs í hópi þátttakenda fé- lagsstarfs Gerðubergs og samst- arfsaðila í kvennahlaupi ÍSÍ 2006. 6. tbl. 13. árg. JÚNÍ 2006Dreift frítt í öll hús í Breiðholtinu Glæsilegt kjöt- og fiskborð Grillkjöt í miklu úrvali ■ bls. 4-5 Viðtal við Halla Reynis Opið virka daga 9-18:30 og laugardaga 10-14 Mjódd ■ bls. 11 og 15 Íþróttir           Lyfjaval.is Sími 577 1166 Lagt af stað í kvennahlaup. Lagt af stað frá Gerðubergi

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.