Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 4

Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 4
JÚNÍ 20064 Breiðholtsblaðið V I Ð T A L I Ð Haraldur Reynisson eða Halli Reynis eins og hann kallar sig gjarnan gaf nýlega út geisladisk með frumsömdu efni. Hann hefur gefið út nokkra diska á undan- förnum árum og stefnir að nýrri útgáfu á komandi hausti enda komin með útgáfusamning eftir að hafa gefið diska sína út sjálfur hingað til. Hann er þekktur víða um land, hefur ferðast og haldið tónleika á mörgum stöðum. Oft- ast ferðast hann einn með gítar- inn og munnhörpuna og treður upp sem trúbador og segir menn á borð við Hörð Torfason hafa haft mikil áhrif á sig. Þótt Halli sé mikill landsbyggðamaður í sér, hafi sungið fyrir fólk um allt land og telji ferðir um byggðir og ból hluta af tónlistarlífi sínu og starfi, þá er hann fyrst og fremst Breið- hyltingur. Hann er fæddur í Breið- holtinu og alinn þar upp og hefur búið þar alla sína tíð að undan- skyldum nokkrum árum sem hann dvaldi í Danmörku. Til marks um Breiðholtsbúann og sveitamanninn sem sameinast í Halla er að hann kýs að kalla Breiðholtið sveitina sína í texta við lag sem væntanlega kemur út á næstu plötu hans. Fór með kveðskapinn til afa En hvað varð til þess að hann kaus að fara leið tónlistarinnar og að trúbadorinn Halli Reynis varð til. „Þetta á nú einhverjar rætur í uppeldinu,“ segir hann. „Það var mikið spilað og sungið heima og ég lærði fyrstu gítargripin þegar ég var 11 ára. Alþýðutónlistin höfðaði snemma til mín. Ég hlust- aði mikið á hana strax sem barn en einnig aðra tónlist. Ég saug eig- inlega alla tónlist í mig og hún hefur alltaf höfðað mjög sterkt til mín. Textasmíðin kom aðeins seinna. Ég var 15 ára þegar ég samdi fyrsta textann minn og síð- an hef ég stöðugt verið að semja. Haraldur afi minn og nafni var góður hagyrðingur og ég fór oft með textana mína til hans og las kveðskapinn fyrir hann. Yfirleitt samdi ég textana fyrst og fór síð- an að raula þá. Hendurnar á mér voru nokkuð bundnar á þessum tíma vegna þess að ég hafði ekki náð nægilegri færni á hljóðfæri þótt gripunum sem ég kunni hafði fjölgað. Þegar ég hafði ná góðu valdi á fjórum til fimm gripum þá fór ég að semja á hljóðfærið og þá fóru lögin að koma. Þetta kemur innan frá Þegar Halli var 19 ára varð hann fyrir slysi sem varð til þess að hann gat ekki unnið um tíma og notaði þann tíma vel til þess að þjálfa sig í tónlistinni - sköpun hennar og flutningi. Segja má að þar hafi hann lagt grunn að því að tónlistin yrði hans aðalviðfangs- efni. „Ég þurfti að vera mikið heima og hafði eiginlega ekkert fyrir stafni annað en að láta tím- ann líða. Ég varð að finna mér við- fangsefni og gítarinn stóð upp við vegg úti í horni. Ég greip hann og fór að spila og hef eiginlega ekki sleppt honum síðan.“ Halli segist aldrei hafa lært sérstaklega að semja að öðru leyti en að þjálfa tæknina við það. „Þetta kemur innan frá. Við getum kallað þetta náðargjöf en mér hefur alltaf fundist ég þurfa að sinna þessu. Þessi þörf lætur mig ekki í friði. Mér finnst erfitt að útskýra þetta en hugurinn er sífellt að leita og skapa.“ Halli bendir á að einn hafi þörf fyrir að mála, annar að skrifa bækur, sá þriðji að semja lög og texta, sá fjórði að stíga á svið og leika. „Ég verð að fá þess útrás. Ég barðist aldrei fyrir einu eða neinu heldur kom þessi þörf al- gerlega af sjálfu sér og eins eðli- lega og hægt var að hugsa sér. Þetta er einfaldlega hluti af mínu lífi og ég er svo heppinn að geta starfað við þetta ágenga áhuga- mál mitt.“ Halli segir að slysið hafi orðið ákveðinn vendipunktur að þessu leyti í lífi sínu vegna þess að sá tími sem hann þurfti til þess að ná kröftum að nýju hafi nýst sér ákaflega vel í hinu tón- listarlega uppeldi. „Ég þurfti á ein- hverju að halda á meðan ég var að byggja mig upp eftir slysið og þá var ekkert nærtækara heldur en tónlistin. Þá opnaðist fyrir mér nýr heimur.“ Hlustaði á Slade en varð trúbador Halli hefur alltaf lagt mikla rækt við textagerðina. „Upphafði varð líka í textasmíðinni,“ heldur hann áfram. „Hún rak mig áfram og beinlínis út í það að fara að semja tónlist. Mér finnst ég ekki hafa lokið neinu fyrr en textinn er end- anlega tilbúinn.“ Um 1980 og þar á eftir gekk ákveðin bylgja yfir þar sem lagahöfundar fór að leggja meiri þýðingu í textana og beina boðskap að áheyrendum. Hafði það áhrif á texta Halla Reynis, „Já, verulega,“ svarar hann. Menn voru að segja eitthvað með text- um sínum. Þeir voru að fjalla um lífið og tilveruna, um þjóðfélagið og heimsbyggðina svo nokkuð sé nefnt. Ég varð fyrir miklum áhrif- um af þessari bylgju og þau hafa fylgt mér.“ Hverjir voru fyrir- myndir þínar á þessum tíma? „Þær voru margar. Hörður Torfa hafði mikil áhrif á mig og einnig tónlistarmenn á borð við Magnús Eiríksson og Bubba Morteins, sem allir voru mjög virkir á þess- um tíma og eru enn. Halli hefur einnig sótt sér fyrirmyndir út fyrir hið hefðbundna svið trúbador- anna. Hann segist hafa hlustað mikið á Slade þegar hann var yngri og einnig aðrar hljómsveit- ir. „Tónlistarflóran heima var mjög fjölbreytt og hver hafði sinni smekk. Mamma hlustaði einkum á country tónlist, önnur systir mín á Slade og hin systirin á Spilverk þjóðanna. Þetta var ágæt blanda af Willy Nelson, Slade, Agli Ólafs og Diddú. Það skorti ekki fjölbreytnina. Melódíurnar voru líka sterkar og þær heilluðu mig fljótt eins og textarnir.“ Hörður horfði út um gluggann En Halli gerði fleira heldur en að hlusta. Hann æfði sig stöðugt og bætti við kunnáttu sína og fimm árum eftir slysið var hann búinn að gera tónlistina að at- vinnu. Hann er því búinn að semja, yrkja og flytja tónlist sína og texta í um einn og hálfan ára- tug. „Um þetta leyti hitti ég Hörð Torfa. Konan mín er ættuð úr Döl- unum og við fengum hann til þess að koma með okkur vestur að Hjarðarholti í Dölum og spila við brúðkaup okkar. Ég læddi því að honum svona í framhjá hlaupi að ég væri að semja lög og texta og hann varð strax áhugasamur um að heyra það sem að ég væri að gera. Eftir þessa ferð vestur þá heimsótti ég Hörð og flutti fyrir hann ýmislegt af því sem ég hafði samið. Ég man að hann stóð við gluggann og horfði út á meðan ég var að spila og syngja og sagði ekki neitt. Ég man að ég varð stressaður og velti fyrir mér hvað hann væri að hugsa. Annað hvort væri þetta algerlega glatað hjá mér eða þá að hann myndi falla fyrir því sem ég var að flytja. Þeg- ar ég hafði lokið flutningnum þá sagði hann mér að hann væri að vinna að plötu og að hann vildi fá mig til þess að leika undir með sér á plötunni. Ég sló að sjálf- sögðu til og það varð mjög dýr- mæt reynsla fyrir mig að fá tæki- færi til þess að vinna með Herði og þarna lærði ég líka að vinna í stúdíói. Hann var þá að flytja heim frá Danmörku eftir að hafa búið þar í mörg ár og hefja nýjan feril hér heima. Ég spilaði í tíu lögum á plötunni sem heitir Kveð- ja.“ Merkileg reynsla „Þegar þarna var komið sögu hafði mig dreymt um að gefa ein- hver laga minna út en aldrei haft mig í það. En eftir að hafa unnið að þessu verkefni þá ákvað ég að hefjast handa og ári síðar var ég farinn af stað að vinna að fyrstu plötunni minni sem kom út 1993.“ Hvernig reynsla var að fá fyrstu útgáfuna sína í hendur? „Hún var mjög merkileg. Tónlistin fékk góð- an tíma í útvarpi og þetta var al- veg ný reynsla og einnig viður- kenning á því sem ég hafði verið að gera. Platan fékk einnig góða dóma og því lá alveg beint við að ég myndi gefa aðra plötu út. Þarna byrjaði ballið sem stendur enn og nú er ég að vinna að mín- um sjötta diski sem á að koma út í haust. Sumarfríið verður því ekki langt að þessu sinni.“ Myndast tengsl Auk vinnu við undirbúning að hinum nýja geisladiski mun Halli fara eitthvað um landið og koma fram. Hann hefur farið um allt land og segist hafa spilað í flest- um samkomuhúsum landsins. Þegar hann er spurður um hvort ferðalög um landið hafi meiri þýð- ingu en tónleikahald í höfuðborg- inni segir hann að eitt af því skemmtilegasta við að starfa sem tónlistarmaður sé að hafa þann möguleika að fara um landið, heimsækja marga þessa frábæru staði á landsbyggðinni og flytja tónlist sína. Þessar ferðir séu gef- andi á margan hátt. „Ég hef kynnst mörgu góðu fólki á ferðum mínum. Ég hitti oft sama fólkið aftur og aftur. Jafnvel ár eftir ár og það myndast tengsl sem erfitt er að lýsa í beinum orðum. Mað- ur fer líka að bera ákveðnar til- finningar til margra þessara staða. Þykja vænt um þá þótt maður eigi engar beinar rætur þar. Vestmannaeyjar eru mér of- arlega í huga að þessu leyti. Ég á hvorki ættarsögu þaðan eða at- vinnusögu. Ég var aldrei á vertíð í Eyjum en hef tengst staðnum sterkum böndum í gegnum tón- listina. Og sama gildir um fleiri staði. Mér finnst einkonar forrétt- indi fólgin í því að fá tækifæri til þess að kynnast fólki út um land og tengjast byggðunum með þessum hætti.“ Halli segir að þetta byggist ef til vill á nálægð trúbadorsins við áheyrendur sem sé mun meiri en þegar hljóm- sveitir eiga í hlut. „Þegar maður er trúbador þá getur maður stað- ið upp með gítarinn og munn- hörpuna og haldið tónleika. Það þarf ekkert meira. Ég þarf engin fimm tonn af græjum til þess að koma fram og ná til áheyrenda.“ Þá hlustaði öll þjóðin Halli segir að plötusamningur- inn muni ekki draga úr samskipt- um sínum við landsbyggðina. Hann muni fremur auka þau og gefa sér frekari tækifæri til þess að fara út á land og spila. „Ég er að íhuga að fara hringinn í kringum landið í haust þegar diskurinn kemur út. Fylgja honum eftir með röð tónleika vítt og breytt.“ Hann svarar því aðspurður að fábreytn- in úti á landi í samanburði við höf- uðborgarsvæðið gefi tónlistar- manni aukin tækifæri. „Fólk hefur ekki um eins margt að velja. Sam- keppnin er mun harðari hér og hraðinn meiri. Það er margt í boði og eftir því sem fjölmiðlarnir verða fleiri þá verður erfiðar að koma sínum skilaboðum í gegn.“ Halli vitnar í tónlistarmann sem hélt því einhverju sinni fram við hann að mun auðveldara hafi ver- ið að koma tónlist á framfæri á meðan ein útvarpsstöð var hér á landi. En með hverju rökstuddi hann þessa skoðun sína. „Einfald- lega vegna þess að framboðið var svo lítið. Ríkisútvarpið skammtaði framboð af alþýðutónlist ákaflega naumt. Þetta var bundið við nokkra óskalagaþætti sem voru sendir út í klukkutíma í senn einu sinni í viku og þegar eitthvert lag var spilað í óskalögum sjómanna þá hlustaði öll þjóðin og allir gripu lagið. Það var á hvers manns vör- um eftir að hafa verið spilað einu sinni.“ Halli segir að verið geti að þjóðlagatónlist eins og hann bygg- ir mikið á eigi greiðari aðgang að fólki úti á landi. „Mannlífið er með öðrum hætti á landsbyggðinni. Takturinn í þorpssálinni er annar en í Reykjavík.“ „Sveitin mín heitir Breiðholt“ Platan fékk einnig góða dóma og því lá alveg beint við að ég myndi gefa aðra plötu út. Þarna byrjaði ballið sem stendur enn og nú er ég að vinna að mínum sjötta diski sem á að koma út í haust.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.