Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 5

Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 5
Sveitin mín heitir Breiðholt Halli er borinn og barnfæddur Breiðhyltingur og á engar rætur út á land aðrar en vera giftur konu úr Dölunum. Hann segir að einhverju sinni hafi sá kvittur komist á kreik að hann væri Skagamaður. Hann segist ekki vita hvernig þessi kvittur hafi far- ið af stað nema ef vera kynni vegna þess að hann og Orri Harð- arson gáfu út plötu á sama tíma og einhver misskilningur hafi far- ið af stað um hver væri hvað og hvaðan. Alla vega hafi hann feng- ið Skagatitilinn á sig án þess að hafa nokkru sinni spilað fótbolta á Langasandi. „Þessi misskilning- ur var svo útbreiddur um tíma að ég íhugaði í alvöru að semja lag og texta um að ég væri ekki Skagamaður. Af þessu varð ekki en á næsta diski verður lag sem heitir Sveitin mín heitir Breið- holt.“ En hvernig sé Halli Reynis þá sveit fyrir sér. Við skulum líta á hvernig hann túlkar sveitina Breiðholt: „Sveitin mín heitir Breiðholt, þar hef ég búið alla tíð, hún byggðist upp af hugsjón, löngu eftir stríð. Móarnir voru grafnir upp, mal- bikað yfir allt og milljón rúmmetra steypu- blokkirnar byggðar svo engum yrði kalt. Ég man göturnar á milli hús- anna sem geyma sporin mín gráar og þreyttar húsmæður að öskra á börnin sín Lífernið í hverfinu sem var oftast tekið með stæl ljótar og fallegar uppákomur, fuglasöng og sírenuvæl. Þú kemur úr sveit sem er allt öðruvísi en mín þar er útsýni út á fjörð og tignar- leg fjallasýn. En efnishyggjan blæddi inn í þinn bláa fjallasal, með blóðsugum að sunnan sem vita ekki aura sinna tal. Ég man göturnar á milli hús- anna ... Hóllinn þinn er farinn sem þú hafðir mætur á. Heimreiðin er læst og lítið ann- að þar að sjá. Þar er Breiðholtsbúi á jeppa, þar sem óðalssetur rís, þar fær hann að vera kóngur og hann kallar það Paradís. Ég man göturnar á milli hús- anna ...“ Keðja og lás á heimreiðarnar Þennan texta kemur Halli Reyn- is til með að syngja á diski sem væntanlega kemur út í haust og á tónleikum vítt og breytt um land- ið í kjölfarið. Þannig sér hann sveitina fyrir sér en inn í textann blandast einnig sýn á þær breyt- ingar sem sífellt verða algengari í hinum dreifðu sveitum landsins. Strákurinn sem eitt sinn var í sveit á sumrin hefur efnast í ný- bylgju verðbréfanna og hefur keypt jörðina þar sem hann var eitt sinn kúasmali og sett lás fyrir heimreiðina svo enginn komist að paradís hans. Nokkuð sem tæp- ast þekktist til í hinum hefð- bundnu sveitum áður. „Jarðirnar eru sem óðast að komast í hend- ur nýríkra borgarbúa og mér finnst eitt það hræðilegasta sem maður sér þegar maður ferðast um landið þegar búið er setja keðju og lás á heimreiðarnar. Ein- staklingshyggjan er svo taumlaus og mér finnst varla hægt að gefa betur til kynna að þetta fólk vill ekki eiga samskipti við nágranna sína,“ segir trúbadorinn, borgar- barnið og sveitamaðurinn Halli Reynis sem kýs að kalla Breið- holtið sveitina sína. JÚNÍ 2006 5Breiðholtsblaðið Halli Reynis flytur tónlist sína á tónleikum. Vínbú›in Stekkjarbakka 6 er opin á laugardögum frá kl. 11-18

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.