Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 7

Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 7
„Bændur eru langþreyttir á því að vera kennt um allt sem aflaga fer í verðlagsmálum á Ís- landi. Söngurinn um að verð landbúnaðarafurða sé helsta vandamál íslenskra heimila hef- ur dunið í eyrum um áralangt skeið. Verðbólgu og aukinn kaupmátt á helst að leysa í einu vetfangi með því að afnema tolla á innfluttum landbúnaðarafurð- um. Málið er bara ekki svona einfalt,“ segir Sigurgeir Þorgeirs- son, framkvæmdastjóri Bænda- samtaka Íslands í samtali við Breiðholtsblaðið. „Það deilir enginn um að verð á íslenskum landbúnaðarafurðum er hátt og verður það alltaf. Ytri aðstæður eru einfaldlega þannig. Sumarið er stutt og svalt og vetur langir. Fóðurkostnaður er því hár og byggja þarf yfir búféð,“ segir hann. „En það er dýrt að búa á Ís- landi. Það er sama hvar gripið er niður. Á því eru margar mjög eðli- legar skýringar. Landið er af- skekkt og stórt en markaðurinn lítill. Flutningskostnaður er hár, laun, vextir og virðisaukaskattur sömuleiðis. Allt hefur þetta áhrif á verðmyndun. Staðreyndin er hins vegar sú að einungis um 5-6% út- gjalda íslenskra fjölskyldna fara til kaupa á innlendum landbúnaðar- afurðum, þ.e. mjólkurafurðum, kjöti og grænmeti. Einhverra hluta vegna verða þessar vörur aftur og aftur að skotspæni í umræðunni um dýrtíð á Íslandi. Hvað með öll önnur útgjöld fjölskyldunnar? Ég held að það geti varla verið tilvilj- un hvernig umræðunni um þessi mál hefur verið stýrt.“ Lítil gagnrýni á almennt verðlag Þegar hann er spurður nánar út í þau ummæli að varla sé um til- viljun að ræða vísar hann til yfir- lýsinga ýmissa hagsmunaaðila. „Það hefur ekki staðið á talsmönn- um ákveðinna afla í landinu að skattyrðast út í bændur en það hefur minna farið fyrir almennri gagnrýni þeirra á hátt verðlag í landinu,“ segir Sigurgeir. Hann segir umræðuna um frjáls- an innflutning erlendra landbún- aðarafurða ekki nýja af nálinni. Hún skjóti gjarnan upp kollinum í kjölfar samanburðarkannana, þar sem verðlag á Íslandi er borið saman við verðlag í öðrum lönd- um. Þrátt fyrir að slíkar kannanir séu undantekningalítið Íslandi í óhag virðast niðurstöður þeirra falla í gleymskunnar dá í hugum neytenda á tiltölulega skömmum tíma. Umræðan deyr jafnharðan „Hver kannast ekki við saman- burð á verði fatnaðar, leikfanga, snyrtivara, heimilistækja og fleiri vöruflokka þar sem munurinn hleypur á tugum og jafnvel hund- ruðum prósenta,“ segir Sigurgeir. „Þetta vekur athygli í skamma stund en svo deyr umræðan jafn- harðan. Þessu er öðru vísi farið með landbúnaðarafurðirnar. Þar hafa ákveðnir aðilar beinan hag af því að halda umræðunni vakandi til að þrýsta á að innflutningur verði gefinn frjáls.“ En þurfa íslenskir bændur að hafa áhyggjur þótt tollar yrðu afnumdir? Sigurgeir segir fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur. „Ekkert land í Norður-Evrópu þolir óverndaða samkeppni við ódýr- ustu afurðir á heimsmarkaði. Ná- grannar okkar eru heldur ekkert á þeim buxunum að fella niður tolla- vernd. Samt eru aðstæður þar að mörgu leyti hagfelldari en hér. Hví ættum við þá að stíga þetta skref? Hitt er svo annað mál, að ég trúi því að neytendur hér séu tilbúnir að kaupa flestar íslenskar búvörur á eitthvað hærra verði en innflutt- ar. Reynslan af íslenska grænmet- inu er e.t.v. skýrasta dæmið um vilja neytenda.“ Fiskur og brauðmeti dýrt Sigurgeir bendir á margt sé dýrt hérlendis án þess að búvörur eigi þar nokkurn þátt að máli. Af hver- ju er brauðmeti hvergi dýrara í Evrópu en hér? Hráefnið ber litla tolla. Og af hverju er fiskur á Ís- landi eins dýr og raun ber vitni? Það er óvíða hærra fiskverð í Evr- ópu en hér. Stundum við ekki fisk- veiðar með hagkvæmasta hætti sem um getur? Þessum spurning- um og fleirum af sama toga þarf að svara líka. Það er ekki nóg að beina kastljósinu eingöngu að verðlagningu og verðmyndun á ís- lenskum landbúnaðarafurðum,“ segir Sigurgeir. Nýjar hagtölur gefa til kynna að matvöruverð hafi hækkað um 12% undanfarna 12 mánuði. Hvaða skýringar telur Sigurgeir vera á þeirri þróun? „Við getum ekki horft framhjá því að gengi krón- unnar hefur lækkað umtalsvert á árinu. Það leiðir óhjákvæmilega til hækkunar á innfluttum vörum. En skýringarnar eru að mínu viti fleiri. Um þetta leyti í fyrra ríkti hér verðstríð milli stórmarkaða. Verðlækkanir sem þá urðu hafa verið að ganga til baka. Til dæmis sé ég núna, að mjólkurvörur hækka umtalsvert milli mánaða, þótt ég viti að engar hækkanir hafa orðið frá mjólkursamlögun- um. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru um 70 verslanir og fer fjölg- andi, sem reknar eru af matvæl- arisunum tveimur sem hafa nán- ast skipt markaðnum á milli sín. Það þarf enga kjarneðlisfræðinga til að sjá að rekstrarkostnaðurinn hlýtur að aukast umfram fjölgun viðskiptavina. Það hlýtur aftur að skila sér út í verðlagið. Gæti ein skýringin á vöruverðinu verið of- fjárfesting í verslunarhúsnæði?“ spyr Sigurgeir. Víða pottur brotinn Talið berst að lokum að nýlegri umræðu um verðlagningu sam- heitalyfja hér á landi og í Dan- mörku. Um hana urðu nokkuð snörp skoðanaskipti á síðum dag- blaða fyrir skömmu. „Landlæknis- embættið benti nýverið á að verð á samheitalyfi, framleiddu af ís- lensku fyrirtæki, væri allt að tólf- falt hærra hérlendis en í Dan- mörku. Það eru engar landbúnað- arafurðir í þessu lyfi. Við getum haldið endalaust áfram og t.d. vís- að í athyglisverða grein í Við- skiptablaðinu nýverið, þar sem 450% verðmunur var sagður á samskonar baðvaski í þekktri ís- lenskri byggingavöruverslun og sambærilegri verslun í Bandaríkj- unum. Landbúnaður kemur þar hvergi við sögu heldur. Verðlag á Íslandi er hátt, sama á hvaða sviði gripið er niður. Það er verðugt rannsóknarverkefni. Bændum svíður því eðlilega að sitja undir því að verð á íslenskum landbún- aðarafurðum sé fyrsta og eina undirrót þess að verðlag er hátt hérlendis. Vandinn liggur annars staðar,“ segir Sigurgeir Þorgeirs- son, framkvæmdastjóri Bænda- samtaka Íslands. JÚNÍ 2006 7Breiðholtsblaðið Landbúnaðarvörur aðeins 5-6% af útgjöldum fjölskyldunnar Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.