Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 14

Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 14
Hugsum stórt, horfum langt og byrjum strax eru einkunnarorð nýs meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í borgar- stjórn Reykjavíkurborgar sem tók til starfa sl. þriðjudag. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn var kjörinn borgarstjóri án at- kvæðagreiðslu á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar, Hanna Birna Kristjánsdóttir var kjörinn forseti borgarstjórnar. Björn Ingi Hrafnsson var kjörinn fyrsti varaforseti og Júlíus Vífill Ingv- arsson var kjörinn annar vara- forseti. Björn Ingi formaður borgarráðs Borgarráð verður skipað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Gísla Marteini Baldurssyni og Kjartani Magnússyni frá Sjálf- stæðisflokki, Degi B. Eggertssyni og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur frá Samfylkingu, Árna Þór Sig- urðssyni frá Vinstri hreyfingunni grænu framboði og Birni Inga Hrafnssyni frá Framsóknarflokki. Björn Ingi Hrafnsson verður for- maður borgarráðs. Guðlaugur Þór í orkuveituna Af öðrum kosningum sem fram fóru á fundi borgarstjórnar má nefna að Guðlaugur Þór Þórðar- son alþingismaður var kjörinn formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur en kosning hans er til eins árs. Þá tekur Haukur Leós- son við formennsku í eitt á en síð- an fellur formennskan framsókn- armönnum í hlut tvö síðari ár kjörtímabilsins. Guðlaugur Þór er hættur í borgarstjórn en var tals- maður sjálfstæðismanna í málefn- um orkuveitunnar á síðasta kjör- tímabili. Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi var kjörinn varafor- maður stjórnar orkuveitunnar og auk þeirra voru Haukur Leósson, Stefán Jón Hafstein og Ólafur F. Magnússon kjörnir í stjórnina. Björn Ingi Hrafnsson var kjörinn formaður stjórnar Faxaflóahafna sf. Auk hans voru Kjartan Magn- ússon, Ólafur R. Jónsson, Dagur B. Eggertsson og Árni Þór Sig- urðsson kjörnir í stjórnina. Kosning formanna í ráð borgar- innar fór þannig að Kjartan Magn- ússon verður formaður menning- ar- og ferðamálaráðs, Júlíus Vífill Ingvarsson verður formaður menntaráðs, Þorbjörg Helga Vig- fúsdóttir verður formaður leik- skólaráðs, Jórunn Frímannsdóttir verður formaður velferðarráðs og Óskar Bergsson verður formaður framkvæmdaráðs. Sjálfstæðis- menn hafa því formensku í sex af átta helstu nefndum borgarinnar en framsóknarmenn stýra tveim- ur. Hreinsun, búsetuúrræði aldraðra og lóðaframboð Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði er hann hafði verið kjörinn borgarstjóri að hann myndi legg- ja áherslu á gott samstarf við alla borgarfullrúa og borgarstarfs- menn og verða borgarstjóri allra Reykvíkinga. „Ég mun þjóna borg- arbúum á skilvirkan hátt með kurteisi og tillitsemi að leiðar- ljósi.“ Vilhjálmur kvaðst enn fremur ætla að heimsækja fyrir- tæki og stofnanir, halda fundi og sinna beiðnum um viðtöl eins og tími myndi leyfa. „Sem borgarfull- trúi hef ég lagt mikla áherslu á að sinna erindum einstaklinga og því ætla ég að halda áfram og leið- beina og aðstoða þá við að koma erindum sínum í gegnum það mikla völundarhús sem stjórn- kerfi borgarinnar er.“ Hann þakk- aði síðan Steinunni Valdísi Ósk- arsdóttur, fráfarandi borgar- stjóra, vel unnin störf í þágu borg- arinnar. Hann sagði að þau Stein- unn hefðu unnið lengi saman og átt gott heiðarlegt samstarf þótt þau hefðu ekki alltaf verið sam- mála. Vilhjálmur kvaðst leggja mikla áherslu á hreinsun borgarinnar og nú þegar yrði gerð áætlun um hreinsun hinna mörgu opnu svæða hennar. Þetta yrði eitt af fyrstu verkum sínum sem borgar- stjóra ef ekki það fyrsta. Þá yrði fljótlega haft samband við félög og samtök eldri borgara um bú- setuúrræði fyrir eldra fólk en þar væri um brýnt verkefni að ræða. Þá yrði að huga að auknu lóða- framboði, ekki síst fyrir sérbýli þar sem eftirspurnin væri mjög mikil og lóðaskortur m.a. ástæða þess að fólk hefði flust til ná- granna sveitarfélaganna. Vil- hjálmur lagði áherslu á fjármál borgarinnar og sagði að á næsta fundi borgarráðs yrði óskað eftir að gerð verði úttekt á fjármálum borgarinnar til og með 1. júní. Hann benti á að við síðustu fjár- hagsáætlun hafi þáverandi meiri- hluti sett sér sem markmið fyrir árið 2007 að geta lokað áætlun- inni með kröfu um hagræðingu upp á 600 milljónir. „Þegar ég er að kynna mér það nákvæmlega hvernig eigi að spara 600 milljónir liggur ekkert fyrir um það, þess- ari tölu er bara skellt inn til að geta sýnt betri stöðu,“ sagði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgar- stjóri. Óbyggðanefnd hefur úr- skurðað að eignarland ÍR á Hengilsvæðinu sé ekki þjóð- lenda. Nefndin hvað upp úrskurð sinn um málið 31. maí sl. en rík- ið hafði gert kröfu um að þetta land félli undir þjóðlendu. Með þessum úrskurði er fengin viðurkenning á því að landið er undirorpið einkaeign- arrétti en ÍR eignaðis landið samkvæmt þinglýstu afsali 1939. Þetta er mikill sigur í lan- gri baráttu ÍR til að halda landi sínu sem verið hefur alla tíð notað til skíðaiðkana og skíða- deildin byggt marga skíðaskála og lyftur á landinu. JÚNÍ 200614 Breiðholtsblaðið ÍR landið ekki þjóðlenda Netsaga.is Hugsum stórt, horfum langt og byrjun strax Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Hanna Birna Kristjánsdóttir. Björn Ingi Hrafnsson. Golfkennsla Nökkvi Gunnarsson Meðlimur hjá USGTF og IPGA UNITED STATES GOLF TEACHERS FEDERATION Einkakennsla og hópar Upplýsingar í síma 893 4022

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.