Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 1

Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 1
2. tbl. 10. árg. FEBRÚAR 2007Dreift frítt í öll hús í Vesturbæ og Mi›borg Kínverskir réttir í stað þorramatar Naustið við Vesturgötu hefur í áratugaraðir, eða síðan 1954, verið órjúfanlegur hluti veitinga- húsaflórunnar í miðborg Reykja- víkur. Þorrablótin voru hafin til vegs og virðingar á þessum stað, og sumir þjónar hússins, eins og Símon Símonarson, voru eins og hluti af innréttingunni. Nú verður breyting á því en gagngerar breytingar standa nú þar yfir á húsinu. Fullreynt þótti að hægt væri að reka staðinn í núverandi mynd, hann var barn síns tíma. Verið er að rífa allt innanstokks út og skipta um inn- réttingar til þess að opna nýjan kínverskan veitingastað. Að utan verða einnig breytingar, en á dög- unum var verið að rífa af klæð- ingu hússins, og þá blöstu við upprunalegir gluggar, sem munu eiga að halda sér. Kínverski veit- ingastaðurinn verður á jarðhæð- inni en verslun í kjallaranum. Sam- steypuna sem reka muni veitinga- staðinn er með veitingastaði und- ir sama merki í Belgíu, Hollandi og Frakklandi. Naustið hefur löngum verið þekkt fyrir sérstakt útlit sitt innandyra, en á sínum tíma var Sveinn Kjarval innanhússarkitekt fenginn til að hanna útlit Nausts- ins. Borðsalurinn var látinn líkjast borðsal í gömlu skipi. Súlurnar voru gömul möstur sem fengust vestur í Slipp. Ýmsum munum, s.s. veiðarfærum og nafnskiltum, var safnað við sjávarsíðuna. Bás- unum, sem gestir hússins þekktu svo vel hafa verið seldir til Sand- gerðis og vestur á Látrabjarg. Húsafriðunarnefnd lagði til að húsið yrði varðveitt að utan og því yrði breytt sem allra minnst. Það var hins vegar ekki hlutverk nefndarinnar að leggja til verndun á innréttingunum. Hugað að klæðningu hússins nýverið. Umgerð gömlu glugganna kom þá berlega í ljós. St af ræ na p re nt sm ið ja n 94 62 -nú um helgina 8/2 - 11/2 Hagamel 39 A fs lá tt ur m eð an b irg ði r e nd as t Lambakjötstilboð Læri úr kjötborði 998 kg Súpukjöt, frosið 588kg

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.