Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 4

Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 4
Nýr borgarstjórnarmeirihluti tók við völdum eftir síðustu borg- arstjórnarkosningar, og nýr borg- arstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, tók við stjórnartaumunum í byrjun júnímánaðar sl. Borga- stjóri segir að starfið fyrstu sex mánuðina hafi gengið nokkuð eftir eins og hann hafi gert ráð fyrir. Borgarstjóri segist vera mjög ánægður með uppbyggingu félags- og menningarmiðstöðvar í Spönginni í Grafarvogi sem mun m.a. hýsa starfsemi Miðgarðs, bókasafns og aðstöðu fyrir eldri borgara auk starfsemi á vegum kirkjunnar. Þarna verði öflug menningarmiðstöð auk þess sem þjónustuíbúðir verði í beinum tengslum við þennan þjónustu- kjarna. Bygging fleiri þjónustu- íbúða sé á áætlun. Strax eftir að núverandi meiri- hluti tók við var farið í hreinsunar- átak í mörgum hverfum borgar- innar, byrjað í Breiðholtinu, og því verður haldið áfram á kom- andi sumri með því að fara a.m.k. í þrjú hverfi sérstaklega, og rætt um að það verði Vesturbærinn og Grafarvogurinn, en frekari ákvörð- un bíði betri tíma um þriðja hverf- ið. Reynt verður að halda borg- inni eins hreinni og nokkur kostur er. Vilhjálmur segist sannfærður um að fólki líði betur ef hverfið sem það býr í sé hreint og fallegt, auk þess sem það sé uppeldislegt atriði að kenna börnum og ung- lingum að ganga snyrtilega um sitt nánasta umhverfi. Tvöföldun félagslegra íbúða “Ákveðið hafði verið að fjölga félagslegum leiguíbúðum um 250 talsins, en núverandi meirihluti hefur ákveðið að fjölga þeim um 500, eða 100%. Það eru langir biðlistar í þessar leiguíbúðir, eða um 700 manns, og sumir þessara umsækjenda búa nánast við neyð- arástand í húsnæðismálum. Það er ekki hægt að horfast í augu við það að þetta sé óleysanlegt vanda- mál, og vonandi leysa þessar byggingaframkvæmdir úr sárasta vandanum.” - Sagt er að Íslendingar búi við stöðugt meiri velmegun, en samt virðist fjölga í þeim hópi sem varla á til hnífs og skeiðar. Er það ekki umhugsunarefni? “Vissulega, en kröfurnar hafa aukist hvað varðar margskonar afþreyingu og neyslu, s.s. það að eiga bíl, tölvur, farsíma o.fl. Ég er samt ekki viss um það hafi fjölgað í þessum hópi, enda hefur þetta verið til staðar alla mína borgar- stjórnartíð, eða í liðlega 20 ár. Grunntóninn í félagsþjónustunni er eftir sem áður að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, án þess þó það að 4 Vesturbæjarblaðið FEBRÚAR 2007 Fast verð á úthlutuðum lóðum en ekki lóðauppboð Borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, staddur í Höfða, móttöku- og veislustað Reykjavíkurborgar. Melabúðin, stofnuð: 1956 Fjöldi starfsmanna: 35 Soðin lambasvið: 749 kr. kg Fjöldi kúnna á dag: 1148 Þín starfsemi skiptir okkur öll miklu máli ÍS L E N S K A /S IA .I S /L B I 35 82 2 01 /0 7 Landsbankinn hefur á að skipa um 150 sérhæfðum starfsmönnum í fyrirtækjaþjónustu sem kappkosta að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og trausta fjármálaráðgjöf. Þannig er minni og meðalstórum fyrirtækjum gert kleift að dafna og ná settu marki og á sama tíma stuðlum við saman að fjölbreyttu og kraftmiklu viðskiptalífi á Íslandi. Landsbankinn er með víðtækasta útibúanet á landinu. Það tryggir viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu og persónulega ráðgjöf sem tekur mið af þörfum hvers og eins. Hafðu samband í síma 410 4000 eða með tölvupósti á fyrirtaeki@landsbanki.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Minni og meðalstór fyrirtæki gegna þýðingarmiklu hlutverki í íslensku viðskiptalífi

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.