Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 5

Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 5
það missi sjálfsvirðinguna. Í samstarfi við ríkið munum við leggja áherslu á byggingu hjúkr- unarheimila því það er ákveðinn hópur fólks sem ekki getur búið heima hjá sér þó það vilji það, er orðið það veikt að ekki duga önn- ur úrræði.” Borgarstjóri segir það stefnu- breytingu að lokið er endurskoð- un á skipulaginu við Úlfarsfell, en þar hefur sérbýlishúsalóðum ver- ið fjölgað verulega. Í tíð R-listans hafi það verið meginregla að hafa sem fæstar lóðir undir einbýli, eða 80% fjölbýli en aðeins 20% einbýli í þeim hverfum sem skipu- lögð voru. “Við munum ekki fara í lóða- uppboð heldur verður fast verð á lóðunum sem við munum úhluta. Það verð verður lægra en það verð sem endurspeglast í þeim lóðauppboðum sem framkvæmd hafa verið á Norðlingaholti og Úlfarsfelli af fyrrverndi borgar- stjórnarmeirihluta. Það táknar þó ekki að allir fái lóð sem um hana sækja, jafnvel þótt þeir upp- fylli öll skilyrði, en við munum tryggja jafnræði meðal umsækj- enda. En auðvitað er það mark- mið okkar að allir fái lóð sem vila búa í Reykjavík. Þeir sem virkilega eru að sækja um lóð til að byggja á og síðan búa í Reykjavík eiga að fá lóðirnar, þó aldrei sé hægt að tryggja það 100%. Með útboðs- skilmálum munum við reyna að lágmarka svokallað “lóðabrask” eins og kostur er, enda hefur það verið allt of áberandi. Þeir sem búa í Reykjavík munu þó ekki hafa neinn forgang að lóðum, en það hafa margir þurft að flytja úr borg- inni á valdatíma R-listans vegna lóðaskorts, og við viljum auðvitað fá það fólk til baka.” Uppfylling við Eiðis- granda ekki skinsamleg - Deiliskipulag á SÍF-lóðinni, eða Keilugranda 1, hefur vakið hörð viðbrögð nágrannanna sem vilja ekki að háhýsi verði byggt þar með fjölda íbúa. KR-ingar gerðu sér líka vonir um að þarna yrðu leyst þeir- ra vandamál með æfingavöll. Er verið að fara rétt leið þarna? “R-listinn var búinn að lofa upp- fyllingu framan við Eiðisgrandann og þar fengju KR-ingar aðstöðu, en mér finnst það ekki skinsam- legt. R-listinn átti í viðræðum við eiganda lóðarinnar, en hætti þeim viðræðum vegna þess að verðið var allt of hátt, eða mörg hund- ruð milljónir króna. Það væri óðs manns æði að kaupa lóðina á þessu verði til að byggja þarna æfingasvæði, en við erum að leita annara lausna sem KR-ingar geta vonandi sætt sig við, s.s. svæði við Starhagann. Einnig voru uppi hugmyndir um uppfyllingu við Sörlaskjólið en það liggur fyrir að margir íbúar þar yrðu ekki sátt- ir við þá tilhögun. Það er þegar mjög þétt íbúabyggð með Eiðis- grandanum en við munum skoða allar ábendingar nágranna Keilu- granda 1 áður en framkvæmdir hefjast. Það er oftast svo að þeg- ar byggt er inni í fyrirliggjandi byggð, að það verða ekki allir sátt- ir. Þegar byggt er í svona “gat” þarf að taka mið af næstu byggð eins og kostur er, skoða skugga- myndanir o.fl. Sú endurskoðun kann að leiða til breytinga á aug- lýstum tillögum, auk þess sem gerð verður ítarlegri umferðarleg athugun á umferðarþunga um Eið- isgranda nú og eftir að bygging rís að Keilugranda 1. Ég á ekki von á því að það leiði til breikkunar á Eiðisgrandanum. Það er fyrirhugað hærra nýt- ingarhlutfall á Lýsislóðinni sem byggt verður á í náinni framtíð, og er þarna í næsta nágrenni, en þar verða bæði fjölbýlishús og hjúkrunarheimili í samstarfi við ríkið og Seltjarnarnesbæ.” Uppbygging í Örfirisey skaði ekki fiskihöfnina - Er fyrihugað að auglýsa deiliskipulag á svæðinu sem afmarkaðst af Seljavegi, Vestur- götu, Ánanausti og Holtsgötu sem í dag er fremur óhrjálegt. Eru uppi einhverjar áætlanir um nýtingu á þessu svæði? “Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það, en þessar lóð- ir eru í eigu ríkisins. T.d. er búið að leigja út hús það á svæðinu sem áður hýsti starfsemi Land- helgisgæslunnar til listamanna sem þarna fá húsnæði undir vinnustofur. Í Örfirisey eru uppi áætlanir um að nýta svæðið bet- ur, og þar eru mörg eldri hús sem ekki þjóna lengur tilgangi sínum. Nýtt deiliskipulag miðast við að endurnýja byggðina þar og notk- unarhlutfall, en nýtt deiliskipulag hefur enn ekki verið samþykkt þar. En það er greinilega mikill áhugi fyrirliggjandi að byggja þar íbúðir, enda er þetta glæsi- legt svæði. En uppbygging þarna mun alls ekki skaða starfsemi fiskihafnarinnar í vesturhöfninni. Það verður líka séð til þess að fyrirtæki í fiskvinnslu og skyldri starfsemi fái nauðsynlegt rými undir hafnsækna starfsemi. Ég vil auk þess vernda verbúðirnar á Granda, þær eru hluti af okkar bar- áttusögu í sjávarútvegi, og sögu Reykjavíkurhafnar,” segir Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri. Borgarstjóri segir að á síðasta hálfa ári hafi ýmislegt verið fram- kvæmt og sé í gangi, ekki síðar að frumkvæði íbúanna. Sett var upp skilit við Grímsstaðavör og á árinu 2007 er veitt 5 milljónum króna til endurbyggja grásleppu- skúrana á svæðinu. Undirbúning- ur að því verke, fni er þegar haf- inn. Náttúruskóli Reykjavíkur hóf samstarf við leik- og grunnskóla í Vesturbæ um útikennslu, m.a. í verkefninu “Flóð og fjara,” og verk- efnið “Vistvernd í verki” var öflugt á sl. ári í Vesturbæ en það gengur út á að gera heimilislífið vistvænt. “Fyrir hvert annað” samstarfs- verkefni íbúa, stofnanna og fyrir- tækja hófst á sl. ári, en það er átak gegn félagslegri einangrun eldri borgara og að fólst m.a. í göngu- ferðum, málþingi og námskeiðum. Lykillinn var samfélagsvakning og gegndi Vesturbæjarblaðið mikil- vægu hlutverki þar. Nágrannavarsla með samstarfi við lögregluna hófst á sl. ári sem er tilraunaverkefni þjónustu- og rekstrarsviðs en hún felst m.a. í því að veita íbúum fræðslu um innbrot og innbrotavarnir og fall- ast á beiðni nágranna um að líta eftir eignum í tímabundnum fjar- vistum. 5VesturbæjarblaðiðFEBRÚAR 2007 Það er greinilega mikill áhugi fyrirliggj- andi að byggja íbúðir í Örfirisey, enda er þetta glæsilegt svæði. En uppbygging þarna mun alls ekki skaða starfsemi fiskihafnar- innar í vesturhöfninni. Það verður líka séð til þess að fyrirtæki í fisk- vinnslu og skyldri starf- semi fái nauðsynlegt rými undir hafnsækna starfsemi. Melabúðin, stofnuð: 1956 Fjöldi starfsmanna: 35 Soðin lambasvið: 749 kr. kg Fjöldi kúnna á dag: 1148 Þín starfsemi skiptir okkur öll miklu máli ÍS L E N S K A /S IA .I S /L B I 35 82 2 01 /0 7 Landsbankinn hefur á að skipa um 150 sérhæfðum starfsmönnum í fyrirtækjaþjónustu sem kappkosta að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og trausta fjármálaráðgjöf. Þannig er minni og meðalstórum fyrirtækjum gert kleift að dafna og ná settu marki og á sama tíma stuðlum við saman að fjölbreyttu og kraftmiklu viðskiptalífi á Íslandi. Landsbankinn er með víðtækasta útibúanet á landinu. Það tryggir viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu og persónulega ráðgjöf sem tekur mið af þörfum hvers og eins. Hafðu samband í síma 410 4000 eða með tölvupósti á fyrirtaeki@landsbanki.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Minni og meðalstór fyrirtæki gegna þýðingarmiklu hlutverki í íslensku viðskiptalífi

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.