Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 6
Knattspyrnumaðurinn, þjálfar- inn, klæðskerinn og gárunginn Guðbjörn Jónsson kvaddi þenn- an heim í upphafi nýs árs. Átta- tíu og fjögurra ára að aldri. Að mörgu leyti markar fráfall Guð- björn Jónssonar viss þáttaskil. Hann var síðastur bræðra sinna til að kveðja. Þeir voru kenndir við Stóra-Skipholt við Granda- veginn. Allir náðu þeir háum aldri og voru þekktir menn í Vesturbænum. Einskonar fulltrú- ar þess gamla Vesturbæjar, þar sem allir þekktu alla, bundust vináttuböndum og voru stoltir af uppruna sínum. Saga Vesturbæjarins er samofin úr mörgum þráðum. Byggðinni og fólkinu. Í upphafi var Vestur- bærinn fyrstu húsin sem risu við Hlíðarhúsastíg (Vesturgötu) sem teygðu sig niður í fjöru að norð- an og upp að Landakotskirkju að sunnan . Strjál byggð bæja og býla teygði sig síðan fram á mela og út í mýri. Þetta var tiltölulega ein- angruð byggð tómthúsmanna, sjó- manna og þá einkum skipstjóra. Þorp í borginni. Fólk sem þekkt- ist kynslóð eftir kynslóð. Ein stór samhent fjölskylda. Þannig var það með mitt fólk og fólkið hans Guðbjörns Jónsson- ar. Jón Jónsson sem kenndur var við Stóra-Skipholt og bjó þar lung- ann úr sinni ævi, faðir Guðbjörns, var sjómaður og var í áhöfn með afa mínum Ellert. Afi bjó á Stýri- mannastígnum. Á meðfylgjandi mynd sem tekin er af 24 manna áhöfn á kútter Björgvin, upp úr aldamótunum 1900, má sjá Jón og afa. Mér var sagt að faðir minn, Björgvin, hafi verið skýrður í höf- uðið á þessu skipi. Svava dóttir Sigurjóns, bróður Guðbjörns, gaf mér þessa mynd og mér þykir vænt um hana. (Og Svövu líka)! Hún er vitnisburður um þau bönd og þá vináttu sem ætíð ríkti og ríkir enn hjá mínu fólki og fjölskyldunni frá Stóra- Skipholti. Okkur fannst alltaf, okkur Guðbirni, að við ættum eitt- hvað sameiginlegt, þó ekki væri nema vegna þeirra tengsla Vestur- bæinga sem mynduðust í þröngu samfélagi forfeðra okkar sem deil- du kjörum, störfum og áhyggjum í lífsins ólgusjó. Nú hefur þetta breyst. Vestur- bærinn hefur stækkað og fólkið fjarlægst. Með fráfalli Guðbjörns og hans jafnaldra tognar á þess- um strengjum. Engu að síður ligg- ur enn í loftinu samkennd og stolt í Vesturbænum, sem við eigum að viðhalda og rækta. Í minningu þessa fólks og í krafti þeirrar stað- reyndar að Vesturbærinn er og hefur verið bær í borginni. Heima- slóð okkar og athvarf. Stigmagnandi hvatning í klefanum Vesturbæjarblaðið hefur beðið mig um að segja skemmtilegar sögur af Guðbirni. Það er svo sem af nógu að taka en ekki allt prent- hæft. Ekki vegna þess að Guð- björn hafi ekki kunnað sig, heldur af hinu að tilsvör og atburðir eiga sér stað og stund og hnyttnin kemst ekki alltaf til skila í endur- sögn. Þó má reyna. Einhvern tímann þegar Guð- björn var þjálfari meistaraflokks KR, brá svo við að allmargir af lyk- ilmönnum liðsins voru meiddir og forfallaðir og Guðbjörn þurfti að tefla fram nýliðum og varamönn- um. Engu að síður vannst góður sigur og í sigurvímunni á eftir, þeg- ar menn voru að skjalla Bubba að leik loknum, brást kappinn við með því að hrópa að viðmæl- endum sínum.: “látið mig bara fá einhverja ellefu menn og ég vinn allt”. Lengst af þjálfaði Guðbjörn yngri flokka félagsins og svo var honum treyst fyrir meistaraflokk- inum, gott ef það var ekki árið 1965. Ég segi ekki að Bubbi hafi verið besti þjálfari í heimi, en hann hafði einn frábæran eigin- leika. Hann gat stappað í okkur skapið og viljann til að sigra. Þær voru eftirminnilegar ræðurnar sem hann flutti í búningsklefan- um, stillti sér upp á miðju gólfi, byrjaði rólega en gíraði sig fljót- lega upp í stemmningu sem var engu lík. Stigmagnandi hvatning um að berjast, berjast, svo undir tók í klefanum. Hann vissi sem var að það var ekki nóg að vera flinkur og leikinn, ef hugurinn fyl- gdi ekki með. Skítt með taktikina. Sigurinn var honum allt. Og svo endaði messan með þaulskipu- lögðum og vel undirbúnum áhrín- isorðum og allir fóru grenjandi einbeittir og urrandi inn á völl. Þetta voru ógleymanlegir stundir. Eini Íslendingurinn sem ekki fékk á sig mark í landsleik! Sjálfur var Guðbjörn ágætur leikmaður á sínum yngri árum og fór það mest á skapinu og grimmdinni. Hann var oft valinn í úrvalslið en til að byrja með þurfti hann að verma varamanna- bekkina. Þegar Guðbjörn var loks valinn í liðið og fékk tilkynningu um það, segir sagan að hann hafi sent landsliðsnefndinni svohljóð- andi svarskeyti: Þakka valið, en er því miður upptekinn við veislu- höld. Er að halda upp á tíu ára varamannaferil minn. Já Bubbi var humoristi af Guðs náð. Ég hitti Helga Daníelsson, þann landsfræga markvörð og Skagamann, í erfidrykkju Guð- björns og Helgi sagði mér eftirfar- andi sögu: Ég mætti í sjötugs afmæli Guð- björns og hélt ræðu þar sem ég minnti á að Guðbjörn hefði leikið einn landsleik, komið inn á sem varamaður í hálfleik og vörnin hefði haldið hreinu þannig að Guð- björn væri kannski eini Íslending- urinn sem hefði ekki fengið á sig mark í landsleik. Guðbjörn var ánægður með þessa ræðu og þennan sögulega árangur sinn og tók Helga tali eftir að ræðunni var lokið. Segir si sona við Helga: Þú tekur eftir því Helgi minn, að hér í veislunni eru engir nákomnir ætt- ingjar mínir. Það er vegna þess að ég held fyrir þá sérveislu, heima hjá mér í kvöld. Mundir þú ekki vera svo vænn að líta við hjá mér aftur í kvöld og flytja þessa ræðu? Þetta gerði Helgi og flutti þannig tvisvar sinnum sömu ræðuna til heiðurs Guðbirni. Þessi saga Helga lýsir Guðbirni Jónssyni vel. Hann hafði þá ágætu kímnigáfu að gera grín af sjálfum sér. Var spaugsamur og fyndinn í sinn eigin garð og flutti oft snjall- ar ræður í Munkhausen stíl. Grafal- varlegur í framan. Nú er þessi skemmtilegi maður horfinn, síðastur bræðra sinna, síðasti móikaninn úr Vesturbænum. Ellert B. Schram Reykjavíkurmeistarar KR árið 1965. Efri röð frá vinstri: Guðbjörn Jónsson, þjálfari, Heimir Guðjónsson, Gunnar Felixson, Sigþór Júlíusson, Ellert B. Schram, Kristinn Jónsson, Guðmundur Haraldsson, Theódór Guðmundsson. Neðri röð frá vinstri: Baldvin Baldvinsson, Þorgeir Guðmundsson, Hreiðar Ársælsson, Örn Steinsen og Bjarni Felixson (allir bornir og barnfædd- ir vesturbæingar, utan einn sem var fæddur inn í KR!!). 6 Vesturbæjarblaðið FEBRÚAR 2007 Síðasti móikaninn úr Vesturbænum Skipshöfnin á kútter Björgvin árið 1902. Jón Jónsson, faðir Guðbjörns er annar frá vinstri í fremstu röð. Ellert Kr. Schram skipstjóri, situr fyrir miðju, fjórði í annarri röð.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.