Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 9

Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 9
9VesturbæjarblaðiðFEBRÚAR 2007 Bygging tónlistarhúss hófst með lúðrablæstri Hátíðleg athöfn og lúðrablástur var undir sjávarmáli í grunni tón- listarhússins við Reykjavíkurhöfn föstudaginn 12. janúar sl., þegar fyrsta steypan var látin renna í grunn hússins, sem á að rísa á næstu þremur árum. Viðstaddir voru m.a. menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, samgönguráðherra Sturla Böðv- arsson, borgarstjóri Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður banka- ráðs Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson og Stefán Þórarins- son frá Nýsi sem öll tóku virkan þátt í því þegar fyrsta steypan var látin renna í mótin. Þetta gerist svo að segja réttum 8 árum eftir að ríkisstjórnin sam- þykkti tillögu þáverandi mennta- málaráðherra, Björns Bjarnason- ar, um að ráðist skyldi í smíði tónlistarhúss og ráðstefnumið- stöðvar í miðborg Reykjavíkur. Eftir að samkomulag náðist um kosnaðarskiptingu ríkis og Reykja- víkurborgar samþykkti ríkisstjórn- in þann 5. janúar 1999 byggingu hússins. Síðari hluta síðasta árs hittist hópur fólks sem lék sér á Reynimelnum á árunum milli 1938 og 1960, reyndar á mjög afmörkuðum hluta götunnar, frá Hofs- vallagötu að Furumel. Þetta var heimur barnanna sem minnast þess enn sem þar fór fram. Um sextíu “börn” hittust og nutu þess að rifja upp minningarn- ar úr götunni. Erna Nielsen, sem bjó á Reynimel 52, hitti æskuvin sinn árið 2004 og færði það í tal við hann að gaman væri að hittast og rifja upp gamla daga. Ekki leið á löngu þar til Jóhannes Guðmundsson, Reynimel 53 og Benedikt Sigurðsson á Reynimel 56, höfðu samband við Ernu og ákveðið var að hefja undirbúning að Reyni- melsmóti. Erna segir að miðað hafi verið við þá sem bjuggu milli Hofsvallagötu og Furumels enda hafi þessi hluti götunnar eiginlega verið heimur út af fyrir sig. Krakk- arnir þar léku sér einna mest saman, kannski vegna þess hvað þau voru mörg. Ekki var mikið farið yfir Furu- melinn nema til þess að fara í Melaskólann. 140 nöfn á lista Það tók töluverðan tíma að leita að “krökkunum” í þjóðskránni og þegar upp var staðið voru þau orðin um 140, strákar og stelpur, bæði eldri og yngri en þau þrjú sem hófu leitina. Erna skrifaði bréf og sendi út en svörunin var dræm í byrjun en gripið var til símans þeg- ar bréfaskriftirnar báru ekki nægilegan árangur. Ákveð- ið var að hópurinn myndi hittast á horni Hofsvallagötu við Reynimel 48. Þegar dagurinn rann upp birtust þar hátt í 60 manns. Í upphafi var farið yfir sögu Reynimelsins og nágrenn- is, meðal annars Kampsins, sem stóð þarna fyrrum. Að því búnu var gengið eftir götunni og numið staðar við hvert einasta hús. Þeir sem höfðu búið í húsunum voru myndaðir við sín hús og talað var um íbúana og ýmislegt sem þarna hafði gerst. Strákarnir fóru í hark eins og í gamla daga, og það var sr. Þórir Stephensen sem fór með sigur af hólmi. Hann hafði greinilega litlu gleymt þótt hálf öld eða meira sé liðin frá því hann stundaði hark af kappi með félögunum í götunni. Í göngulok var haldið á Hótel Sögu þar sem upprifjun endurminninganna hélt áfram yfir kaffibolla og góðum veitingum um leið og gamlar myndir voru skoðaðar. Á sleða niður alla Hofsvallagötuna Á þessum hartnær 70 árum sem liðin eru síðan elstu “börnin” voru á Reynimelnum hefur þjóðfélagið mikið breyst, Reynimelurinn var þá sjálfsagður leikvöllur sem og “fortóin”, þ.e. gangstéttarnar. Þarna léku krakkarnir sér úti á miðri götu á kvöldin og fóru í leiki sem lítið fer fyrir nú til dags, í yfir, stikk og sto og kýló. Iðulega var farið að vetrum upp að Landakotsspítala með sleða, oft magasleða, og síðan var farið í einni “salí- bunu” alveg niður að Reynimel. Þarna var engin lögga, engin umferðarljós, aðeins þurfti að gæta að sér við Hringbrautina. Svo var hoppað í karla- og talnaparís og þá skipti miklu að eiga góðan parísstein. Í “fortóin” voru líka ristar línur sem notaðar voru þegar farið var í 5 aura hark eða bara “forma” þegar strákarnir voru blankir, en í það voru aðallega notaðir málmtappar af gos- og ölflöskum. Hætt er við að ekkert af þessum leikj- um börnin í dag enda er gatan ekki lengur sá öruggi leikvöllur sem hún var á dögum Reynimelsbarnanna á fjórða til sjötta áratug síðustu aldar. Nú er því miður algengast að fara inn þegar heim er komið úr skólan- um, og þá í einhverja tölvuleiki. Æskuárin rifjuð upp og farið í hark á Reynimelnum. Sr. Þórir Stephensen var hinn öruggi sigurvegari. Bernskubrekin rifjuð upp á Reynimelshátíðinni Kaupþing hefur lokað banka- útibúinu á Vesturgötu, og samein- að þjónustuna bankaútibúinu á Hótel Sögu við Hagatorg. Gömul kona á Bárugötunni, sem hefur um árabil haft viðskipti við KB- banka á Vesturgötunni, nú Kaup- þing, segist sakna þess að búið sé að loka bankanum þar. Hún segist eiga í miklum erfiðleikum með að komast í bankann vestur á Hagatorgi. Sverrir H. Geirmundsson, útibús- stjóri, segir að búist hafi verið við að ekki yrðu allir sáttir við lok úti- búsins á Vesturgötu, en stutt sé á milli þeirra. Hægt sé að bjóða upp á betri kjör nú og þetta sé “mild” útgáfa af breytingum. Við útibúið við Hagatorg sé mikli betri aðgang- ur, og á hótelinu sé auk þess ýmiss þjónusta sem viðskiptavinir bank- ans geti að sjálfsögðu nýtt sér, s.s. matsala og hárgreiðsla. Sverrir segir að bankanúmer úti- búsins á Vesturgötu, 0306, muni halda sér, og þótt viðskpti þeirra sem þar voru hafi verið flutt muni þeir halda því bankanúmeri, en ekki þurfa að taka upp bankanúm- erið við Hagatorg, sem er 0311. Ekki allir sáttir við lokun Kaupþings á Vesturgötunni www.blomalfur.is kíktu á nýju heimasíðuna.... góða skemmtun.. Thorvaldsenfélagið er löngu orð- ið landsþekkt félag, en það varð 130 ára 2005. Upphafið var að nokkrar áhugasamar konur komu saman og skreyttu Austurvöll í tilefni af afhjúpun styttu af Bertel Thorvaldsen myndhöggvara. Upp úr því starfi spratt Thorvaldsenfé- lagið sem var formlega stofnað 19. nóvember 2005. Markmið félagsins hefur verið frá upphafi að hlúa að þeim sem minna mega sín í þjóðfé- laginu, ekki síst fátækum og sjúkum börnum. Thorvaldsenbazarinn var stofnað- ur af Thorvaldsenfélaginu árið 1901, en markmiðið var að reka verslun að staðaldri og selja heimaunnar vörur. Á þeim tíma var mikið af fólki um allt land sem sem gjarnan vildi koma handverki sínu á markað og drýgja þannig tekjurnar. Tilkoma Thorvaldsenbazarsins varð mikil lyftistöng fyrir íslenskan heimilisiðn- að og ýmiss konar listiðnað, og enn í dag er þar boðið upp á fallegar og vandaðar handunnar vörur, gjafa- vörur, skartgripi o.fl. Öll vinna við bazarinn hefur verið unnin í sjálfboðavinnu, en síðustu árin hefur verið þar verslunarstjóri í hálfu starfi. Bazarinn var fyrst í leiguhúsnæði í Austurstræti 6, en er nú í húsnæði félagsins að Austurstæti 4. Thorvaldsenbazarinn varð mikil lyftistöng fyrir íslenskan heimilisiðnað Sigríður Sigurbergsdóttir á Thorvaldsenbazarnum í Austurstræti. Sigríður hefur verið formaður félagsins frá árinu 2004, og er 12. formaður félags- ins. Lengst sat fyrsti formaður félagsins, Þórunn Jónassen, eða í 46 ár! Í byrjun marsmánaðar er fyrir- hugað að stofna ofangreind sam- tök. Þörfin er brýn, s.s. vegna umferðar um Hofsvallagötu/Ægi- síðu, óupplýstra göngustíga og skort á bílastæðum við þá o.fl. Þeir sem hafa áhuga að taka þátt í stofnun Vesturbæjarsamtak- anna, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur á Ægisíðu 98, sími 847-9118, netfang: gthh@simnet.is Áformað að stofna Vesturbæjar- samtök sunnan Hringbrautar

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.