Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Síða 2

Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Síða 2
Verður Gröndalshús eft- ir allt í miðborginni? Á fundi borgarstjórnar var lögð fram tillaga Margrétar Sverrisdótt- ur, Frjálslyndum, um Gröndalshús þar sem lagt er til að borgarstjórn Reykjavíkur samþykki að Grön- dalshús fái að standa á núverandi stað og fallið verði frá áformum um flutning þess í Árbæjarsafn. Fulltrúar meirihluta Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks lögðu til að tillögunni yrði vísað frá. Jafnframt yrði skipulagsráði falið að kanna möguleika á því að hús- ið verði staðsett í miðborginni. Tillaga borgarfulltrúa Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks var samþykkt með 8 atkvæðum gegn 3 að því er varðar frávísun á til- lögu Margrétar Sverrisdóttur en tillagan að öðru leyti samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Lögreglan og leikskóla- börn á Vetrarhátíð Leikskólabörn og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fóru saman í skrúðgöngu frá Hlemmi og að Miklatúni við upphaf Vetrarhátíð- ar í Reykjavík. Um 350 manns, börn og fullorðnir, tóku þátt í skrúðgöngunni. Krakkarnir, sem komu frá leikskólum í miðborg- inni og Hlíðahverfi, tóku lagið með Lögreglukórnum og skem- mtu allir sér hið besta. Lúlli löggu- bangsi var með í för en hann vakti óskipta athygli barnanna. Innisundlaug við Sundlaug Vesturbæj- ar á þessu ári Innisundlaug verður gerð við Vesturbæjarlaugina innan tíðar og verður byrjað á verkinu á næst- unni. Er þetta fyrsta meiriháttar framkvæmd við sundlaug í Reykja- vík frá því stóra 50 metra innilaug- in í Laugardal var tekin í notkun. Íþrótta- og tómstundaráð ráðgerir nú að endurbæta og byggja við Vesturbæjarlaugina á næstunni og hefur borgarráð nýlega sam- þykkt að viðhafa forval vegna fram- kvæmda við laugina og hugsanlegr- ar aðstöðu til heilsubótar þar. Jafn- vel er gert ráð fyrir að um einka- framkvæmd verði að ræða. Um er að ræða 25 metra innisundlaug á lóðinni austan við Vesturbæjar- laugina og líkamsræktarsal. Kostn- aður hefur ekki verið reiknaður út en ráðgert er að klára viðbygg- ingarnar á einu ári. Á ári hverju koma um 250 þúsund manns í Vest- urbæjarlaugina en starfsemin er orðin of viðamikil fyrir núverandi pláss. Mikil ásókn hefur verið síð- ustu misseri í sunddeildir íþrótta- félaganna eftir að stóra innilaugin í Laugardal var opnuð. Miðlæg stýring umferðaljósa Á undanförnum árum hef- ur verið unnið að undirbúningi samtengingu umferðarljósa á höf- uðborgarsvæðinu og miðlægri stýringu þeirra, en verkefnið er samstarfsverkefni Reykjavíkur- borgar og Vegagerðarinnar. Í apr- íl verður lokið við uppsetningu fyrsta áfanga verkefnisins þegar fyrstu 40 gatnamótin verða tengd stjórntölvu í húsnæði Fram- kvæmdasviðs Reykjavíkur í Skúla- túni 2. Að loknu þriggja mánaða prufukeyrslutímabili verður kerf- ið tekið formlega í notkun í lok júní. Þetta eru merk tímamót og taka sumir svo djúpt í árinni að verið sé að nútímavæða stjórn- un umferðar í borginni. Verkefn- ið bíður upp á marga spennandi möguleika, en vonir standa til að á árinu 2010 nái kerfið til stýring- ar allra umferðarljósa í Reykjavík. Markmiðið er m.a. að kerfið safni umferðarupplýsingum sem nýt- ast til að lágmarka umferðartafir við mismunandi aðstæður og að stýring umferðarljósa samræm- ist umferðinni hverju sinni og að mögulegt sé að veita Strætó for- gang. Veruleg ásókn í félagslegar íbúðir Á fundi borgarráðs lögðu full- trúar Samfylkingarinnar fram fyrirspurn vegna leiguíbúða þar sem segir að á þeim áratug sem Reykjavíkurlistinn stýrði málum í Reykjavík hafi félagslegum leigu- íbúðum fjölgað frá því að vera 688 árið 1994 í 1518 árið 2006 fyr- ir utan þjónustuíbúðir. Á sama tíma hafi verið markvisst unnið að því að gera úthlutanir fagleg- ar þar sem sameiginlegt úthlut- unarteymi raðar umsækjendum í forgangsröð eftir félagslegum aðstæðum. Aðstoðarmaður borg- arstjóra hafi nýlega sat að hann hafi persónulega tekið inn fólk í félagslega húsnæðiskerfið. Því sé spurt hversu margra hefur aðstoð- armaður borgarstjóra tekið inn og sé verið að hverfa frá þeim vinnubrögðum að forgangsraða umsækjendum eftir aðstæðum og úthluta pólitískt í félagslegar leigu- íbúðir í eigu borgarinnar? Borgarstjóri lagði fram svar þar sem segir: “Aðstoðarmaður borgarstjóra hefur ekki úthlutað neinum félagslegum leiguíbúð- um í félagslega húsnæðiskerfi borgarinnar. Það er hlutverk sér- staks úthlutunarhóps á vegum velferðarsviðs. Hins vegar hafa fjölmörg mál komið inn á borð hans þar sem einstaklingar og fjöl- skyldur í djúpri neyð hafa leitað upplýsinga og leiðbeininga varð- andi umsóknir um leiguhúsnæði. Aðstoð af þessu tagi hefur verið veitt fúslega af hálfu skrifstofu borgarstjóra enda um verulega uppsafnaða þörf á aðstoð og upp- lýsingum að ræða.” Byggingu verslunar- og þjónustuhúss á Granda hafnað Eignarhaldsfélagið Barðinn ehf. hefur sótt um leyfi til að byggja stálgrindarhús með millilofti í hluta húss fyrir verslun og þjón- ustu á lóðinni nr. 23-25 við Fiski- slóð en stærð hússins er fyrirhug- uð 3.073 fermetrar. Beiðninni var synjað þar sem hún samræmist ekki deiliskipulagi. Ný íslenskuverðlaun fyrir skólabörn í Reykjavík Menntaráð Reykjavíkurborgar ætlar að efna til íslenskuverðlauna fyrir reykvísk skólabörn. Þeim verður úthlutað árlega, á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvem- ber. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Markmið þessarar verðlauna er að auka áhuga æsku- fólks á íslenskri tungu og hvetja það til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs. Verðlaunin verða veitt nemendum sem hafa tekið framförum og eða náð góðum árangri í íslensku, hvort heldur þeir hafa hana að móðurmáli eða læra hana sem annað tungumál. Sérhver grunnskóli í Reykjavík getur tilnefnt þrjá nemendur eða nemendahóp til verðlaunanna og fá allir sem til- nefningu hljóta verðlaunagrip. Skól- ar geta t.d. tilnefnt þá sem sýnt hafa færni, frumleika eða sköpun- argleði í að nota tungumálið sem samskiptatæki í hagnýtum eða list- rænum tilgangi. Íslenskuverðlaun reykvískra skólabarna verða veitt í fyrsta sinn á hausti komanda. Karl Steinar Valsson yfirmaður fíkniefna- deildar LRH Karl Steinar Valsson aðstoðaryf- irlögregluþjónn verður yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu. Hann var skip- aður aðstoðaryfirlögregluþjónn 1997 og stýrði þá forvarnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Karl Stein- ar hefur verið aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í almennu deild lögreglunn- ar frá 2002. Hann hefur farið með málefni almennu löggæslunnar og sólarhringsvaktanna frá þeim tíma, fyrst hjá lögreglunni í Reykjavík en frá áramótum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karl Steinar lauk námi í afbrotafræði frá Cali- fornia State University í Bandaríkj- unum 1994. Hann útskrifaðist frá Lögregluskóla bandarísku alríkis- lögreglunnar (FBI) 1999 og lauk námi fyrir stjórnendur í lögreglu frá sama skóla 2002. Karl Steinar lauk MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík 2006. Ónýtum rafhlöðum skal safnað Úrvinnslusjóður hefur hrint af stað kynningarátaki vegna söfnunar á ónýtum rafhlöðum til úrvinnslu. Markmið átaksins er að fá fleiri til að safna og skila notuðum rafhlöðum, auka vitund almennings um mikilvægi þess að rafhlöðum sé skilað og vekja athygli á að einfalt sé að losna við þær. Þátttakendur í kynningarátak- inu ásamt Úrvinnslusjóði eru Olís, Efnamóttakan, Gámaþjónustan og Hringrás. Árið 2004 var aðeins 18% rafhlaðna skilað til úrvinnslu og ári seinna, 2005, var hlutfallið kom- ið í 21%. Samkvæmt könnun sem Capacent gerði fyrir Úrvinnslusjóð safna 22% landsmanna rafhlöðum til úrvinnslu. Nýleg rafhlöðutilskip- un Evrópusambandsins sem verð- ur innleidd á Íslandi innan tíðar kveður á um að skilahlutfall raf- hlaðna skuli vera komið í 25% á árinu 2012 og 45% árið 2016. 2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933 Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Íslandspóstur 3. tbl. 10. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í Vesturbæ og Miðbæ. S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R S tefnt er að gríðarlegri uppbyggingu byggðar í Örfirisey, og á landfyllingu samkvæmt hugmyndum Bygg og Björgunar. Tillaga þeirra hefur verið tekin fyrir í stjórn Faxaflóahafna og var síðan vísað til starfshóps um uppbyggingu á svæðinu. Það stefnir því í mikla íbúðabyggingu í nágrenni hafnarsvæðisins, líkt og víða má sjá erlend- is. Nú hefur þróunarfélagið Þyrping bæst í hópinn og kynnt tillögur um íbúðabyggð á um 25 hektara landfyllingu út af Ánanaustum og í átt til Örfiriseyjar. Þar mundu rísa einbýlis-, par- og fjölbýlishús til þess að mæta þörfum sem flestra, og sum fjölbýlishúsanna munu standa í vatni. Þyrping stefnir að því að hefja framkvæmir við landfyllingar innan tveggja ára. Í starfshópi um ummbyggingu svæðisins sitja Björn Ingi Hrafnsson, sem er formaður, Árni Þór Sigurðsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson. Þeirra bíður því ærið og vandasamt verkefni. Vaxandi áhugi er á þessu svæði, og nýlega var skýrt frá því að fjárfestingafélagið Lindberg hefði keypt fjölda fasteigna í Örfirisey, og samkvæmt því virðast fjárfestar og byggingaaðilar treysta því að þarna rísi á næstu árum stór byggð sem fjölga mun íbúum í Vesturbænum verulega, eða um allt að 5.000 manns. En getur gatnakerfið tekið við svo mörgum nýjum íbúum? Alls ekki að óbreyttu, nú þegar er oft örtröð um þetta svæði, s.s. um Hring- brautina, Mýrargötuna og jafnvel um Hofsvallagötuna og niður Túngöt- una. Umferðarmálin þurfa að liggja á hreinu áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út, ef það verður þá gefið út svo vitnað sé til frægs dæmis um vatnslögn í nágrannasveitarfélaginu. En vissulega eru þessar hug- myndir allra athygli verðar, en þær tempra svolítið að byggð teygist lengra og lengra upp á Hellisheiði, og það hlýtur að teljast hið besta mál. Kennarar á lágum launum G runnskólakennarar eru enn að hugsa sér til hreyfings í kjara-málum þó samningar séu langt í frá útrunnir. Kennara telja að efnahagsþróunin í landinu hafi verið slík frá undirskrift samn- ings að þar séu farið fram úr svartsýnustu spám. Reykjavíkurborg hefur ekki rætt við sína kennara, en það hafa hins vegar bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og á Akureyri gert og líklega hefur Launanefnd sveitar- félaga eitthvað fundað, þó það fari heldur hljótt að því er virðist. Í Vesturbænum eru frábærir grunnskólar, þ.e. Melaskóli, Vesturbæjar- skóli, Grandaskóli og Tjarnarskóli sem hafa sýnt frábæran árangur á landsvísu. En það gerist ekki nema þar starfi framúrskarandi kennarar. Það er erfitt að trúa því að sumir kennarar hafi ekki nema liðlega 100 þúsund krónur í útborguðum launum, á sama tíma og fréttir berast af kaupréttarsamningum í bönkunum sem skila yfirmönnunum tugum milljóna! Ef Launanefnd sveitarfélaga er ekki tilbúin til að koma til móts við grunnskólakennara, á Reykjavíkurborg að taka af skarið og semja beint við sína umbjóðendur. Kennarar eiga það skilið, ekki síst í Vesturbænum! Virðum hámarkshraða Í Litla-Skerjafirði er 30 km hámarkshraði, en það virðist vefjast fyrir einhverjum, a.m.k. þeim sem undiritaður mætti nýlega í hverf-inu. Ég á erfitt með að trúa því að um íbúa hafi verið að ræða, og þannig er einnig um mörg önnur 30 km hverfi í Vesturbænum þar sem hámarkshraði er hunsaður. Þessi stressaða þjóð þarf að taka sig á þessum efnum, og það strax í dag. Akstur er dauðans alvara, ekki síst í íbúðahverfum. Geir A. Guðsteinsson Gríðarlegar landfyll- ingar í sjónmáli Vesturbæingar Væri það ekki verðugt verkefni að Vesturbæingar sameinuðust gegn veggjakroti. MARS 2007

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.