Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 4

Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 4
4 Vesturbæjarblaðið MARS 2007 Flestir Íslendingar kannast við Hjálpræðisherinn sem hef- ur verið áratugum saman við Kirkjustræti 2, og er raunar hluti af miðbæ Reykjavíkur, og starfseminni sem þar fer fram. Hjálpræðisherinn er einnig með starfsemi úti á landi. Hjálpræðisherinn er alþjóð- leg evangelisk hreyfing, hluti af hinni almennu kirkju og boðskap- ur hans grundvallast á Biblíunni. Þjónustan er knúin af kærleika til Guðs en verkefnið er að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist og í nafni hans mæta mannlegri neyð án þess að mismuna fólki. Hjálpræðisherinn hóf starfsemi sína í London um miðja 19. öld. Árið 1895 kom hreyfingin til Íslands og hefur síðan verið sýni- leg í íslensku samfélagi, eða í lið- lega 111 ár. Færra vita að í Garðastræti 6 er starfrækt fatabúð Hjálpræðis- hersins. Ágústa Guðmundsdóttir er verslunarstjóri fatabúðarinn- ar. Hún segir að þau föt sem séu seld í búðinni komi flest frá góðu fólki úti í bæ, sem komi þeim til Hjálpræðishersins þegar verið er að taka til í fataskápunum, eða af öðrum ástæðum. Öll föt sem þarna eru til sölu er gefin af heilum hug til styrkar starfsemi Hjálpræðishersins. “Við eigum góða að víða sem gefa okkur vörur svo segja má að aldrei hafi orðið lægð í fataúr- valinu. Það er alls konar fólk sem kemur hingað og verslar við okk- ur, bæði fólk sem á erfitt og hef- ur lítil auraráð en einnig fólk sem við getum kannski kallað venju- legt með þokkaleg fjárráð. Flest- um þeirra sem hingað koma líkar viðskiptin vel og koma hingað aftur. Margt af þessu fólki þekkj- um við vegna þess að það kemur aftur og aftur, og það eru bæði konur og karlar, þó konurnar séu í miklum meirihluta, og versla þá jafnvel á alla fjölskylduna, bæði á sjálfan sig, eiginmanninn og börn- in. En eðlilega kemur fólk hing- að misjafnlega oft,” segir Ágústa Guðmundsdóttir. - Takið þið við öllum þeim fatnaði sem fólk kemur með til ykkar? “Já, en við flokkum hann. Við höfum t.d. fengið málningabux- ur í poka og jafnvel rifin föt, en við getum eðlilega ekki selt þau þó þau séu örugglega gefin af heilum hug. Hugsanlega hefur fólk að við séum með einhverja aðstoðu til að nýta efnið í þess- um fötum, t.d. til sauma. En svo er ekki. Hér er opið mánudaga til föstu- daga milli kl. 13.00 og 18.00 og það hefur dugað ágætlega. Fyrr var hér opið aðeins þrjá daga í viku,” segir Ágústa Guðmunds- dóttir, verslunarstjóri. Í fatabúðinni er hægt að fá barnaföt á allt frá 100 krónum en þarna er einnig dýrari fatnað- ur, s.s. pelsar. Fötin eru í versl- uninni ákveðin tíma, t.d. í tvo mánuði, og séu þau þá ekki seld eru þau látin víkja fyrir nýrri fata- gjöfum. Þau föt fara til Rauða Kross Íslands, sem sendir þau til bágstaddra erlendis, ekki síst í stríðsþjáðum löndum. Ágústa Guðmundsdóttir, verslunarstjóri fatabúðar Hjálpræðishersins, í dyrum verslunarinnar við Garðastræti. Föt fáanleg á alla fjölskylduna í fatabúð Hjálpræðishersins Fjölmargar athugasemd- ir vegna byggingar háhýsis að Keilugranda 1 Á fundi skipulagsráðs Reykja- víkurborgar 14. fe brúar sl. voru lögð fram drög skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Keilugranda 1, en í breytingunni felst að að skilgreina nýjan þéttingarreit við Keilugranda þar sem gert er ráð fyrir allt að 150 íbúðum. Lögð var fram til nýrrar kynning- ar tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts en þar er gert ráð fyrir að skemma SÍF verði rifin og byggt verði fjölbýlishús á lóðinni. Lögð fram umsögn ÍTR, dags. 22. des- ember 2006 og umsögn KR, dags. 16. janúar 2007. Tillagan var í grenndarkynningu frá 8. janúar til og með 22. janúar 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Halldór G. Eyjólfsson, dags. 10. janúar 2007, 6 íbúar í Fjörugranda 14-18, dags. 12. janúar 2007, Hall- dór Jóhannsson, dags, 17. janú- ar 2007, Sigríður H. Bjarkadóttir og Valdimar Búi Hauksson, dags. 19. janúar 2007, Salvör Jónsdótt- ir og Jón Atli Árnason, dags. 21. janúar 2007, húsfélög og íbúar í næsta nágrenni við Keilugranda 1, mótt. 19. janúar 2007, Ólafur Klemensson og Unnsteinn f.h. lóðasamtakanna Rekagrandi 1-7 og Keilugrandi 2-10, dags. 20. jan- úar 2007 ásamt álitsgerð vegna jarðsigs við Keilu og Rekagranda, dags. 11. desember 2006, Valgeir Pálsson, dags. 22. janúar 2007, Ragnheiður Lára Jónsdóttir og Karl Harðarsson, dags. 22. janúar 2007, Reynir Erlingsson og Anna Vilborg Hallgrímsdóttir, dags. 22. janúar 2007, Margrét Reynisdóttir og Karl Axelsson, dags. 22. janúar 2007 og Haukur Gunnarsson f.h. eigenda Fjörugranda 10 og Erna Eggertsdóttir f.h. eigenda Fjöru- granda 12, dags. 22. janúar 2007. Einnig var lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um athugasemd- ir ásamt umsögn Menntasviðs og umsögn Framkvæmdasviðs frá 13. febrúar sl. Afgreiðslu málsins var frestað. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.