Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Qupperneq 5

Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Qupperneq 5
5VesturbæjarblaðiðMARS 2007 Ráðstefna um verndun Skerja- fjarðar var haldin í íþróttahúsinu á Álftanesi 2. mars sl. en þátt í henni tóku fulltrúar allra þeirra sex sveitarfélaga sem land eiga að Skerjafirði auk fulltrúa frá Umhverfisstofnun. Sveitarfélög- in eru Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnar- fjörður og Áltanes. Ráðstefnan hófst með ávarpi forseta Íslands, hr. Ólafs Ragnars Grímssonar. Ýmsir aðilar sem hafa sér- þekkingu á málinu voru meðal þátttakenda, en meðal umræðu- efna var hið fjölskrúðuga fuglalíf og búsvæðavernd Skerjafjarðar, vákort af Skerjafirði, fráveitumál, útivist- og göngustíganet svæðis- ins, siglingar og náttúru- og menn- ingarmiðstöð á Álftanesi. Loks tjáðu nokkrir forsvarsmenn sveit- arfélaga sig um framtíðarsýn og stefnumörkun þeirra sex sveitarfé- laga sem land eiga að Skerjafirði, þ.á.m. Sigurður Ingi Skarphéðins- son frá Orkuveitu Reykjavíkur sem ræddi um fráveitumál í Skerjafirði og Þráinn Hauksson landslagsarki- tekt sem ræddi um útivistar- og göngustíganet svæðisins. Einnig lögðu garðykjustjórar Reykjavíkur og Kópavogs, þeir Þórólfur Jóns- son og Friðrik Baldursson fram þarft innlegg í umræðuna. Umræða um verndun svæðisins hófst árið 2003 með þingsálykt- unartillögu þáverandi umhverfis- ráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur. Í greinargerð með þingsályktun- artillögunni segir að á svæðinu hafi viðdvöl tvær farfuglategundir, margæs og rauðbrystingur sem Ísland beri alþjóðlega ábyrgð á samkvæmt Bernarsamningnum og fleiri alþjóðlegum samþykkt- um. Við Skerjafjörð er möguleiki að byggja upp útivistarsvæði sem er jafn áhugavert og Heiðmörk, en gerólíkt. Þar er t.d. hægt að setja upp útsýnisstaði við varp- lönd, hjóla- og reiðstíga með sjón- um, auk þess sem þetta er mjög skemmtilegt svæði til að sigla á litlum fleytum. Undirstaða afar mikilvægs fuglalífs Markmiðið með friðlýsingu Skerjafjarðarsvæðisins er að vernda lífríki á strönd, í fjöru og grunnsævi. Svæðið er undir- staða afar mikilvægs fuglalífs allan ársins hring og er mikilvæg- ur viðkomustaður farfugla sem hafa þar viðdvöl á leið sinni til og frá norðlægum varpslóðum. Í heild sinni hefur svæðið alþjóð- legt verndargildi vegna fuglalífs- ins, sérstaklega með tilliti til rauð- byrstings og margæsar en svæðið er einn mikilvægasti viðkomustað- ur þeirra á landinu. Fjörur og leir- ur svæðisins eru lífríkar, þar eru miklar þangfjörur og grunnsævi er með auðugu botndýralífi. Einnig er svæðið mikilvægt vegna mar- hálms en plantan hefurtakmark- aða útbreiðslu á landinu og er ein aðalfæða margæsarinnar. Markmið friðlýsingar er að vernda útvistargildi svæðisins en aðgengi að svæðinu er gott og strandlengjan er vinsæl til útivist- ar og fjörðurinn til skemmtisigl- inga. Í hugmyndum um búsvæða- vernd í Skerjafirði og ströndinni frá Langeyrarmölum í Hafnarfirði að Bygggörðum á Seltjarnarnesi er m.a. tillit tekið til Reykjavíkur- flugvallar og smábátahafnar á Sel- tjarnarnesi. Um nokkurt skeið hefur verið unnið að hugmyndinni um menn- ingar- og náttúrufræðisetur á Álftanesi. Áformað er að reisa sér- stæða og metnaðarfulla byggingu með alþjóðlegu yfirbragði sem vígð yrði árið 2009. Menningar- og náttúrufræðisetur gæti orðið miðstöð friðaðs strandsvæðis við Skerjafjörð og byði uppá aðstöðu fyrir náttúruvísindamenn til rann- sókna. Í lok ráðstefnunnar var sam- þykkt sameiginleg yfirlýsing allra bæjarstjóra sveitarfélaganna sjö sem að ráðstefnunni komu en þar var ákveðið að skoða á vett- vangi Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) kosti þess að vernda náttúrufar Skerja- fjarðar og nágrennis. Vinnan mun taka mið af Náttúruverndaráætlun 2004-2008 sem umhverfisráðherra lagði fyrir og Alþingi samþykkti í þingsályktun um á 130. löggjafar- þingi 2003/2004. Í vinnu sveitarfélaganna verður tekið mið af sérstöðu svæðisins með tilliti til lífríkis, jarðmyndana, útivistar og menningarminja, en jafnframt þarf að taka mið af aðal- skipulagi sveitarfélaganna hvað varðar t.d. hafnaraðstöðu og bygg- ingarhverfi sem þegar hafa verið skipulögð innan fyrirhugaðs vernd- arsvæðis eða fyrirætlanir eru uppi um að rísi þar, segir í upphafi yfir- lýsingarinnar. Síðan segir: “Það er von okkar að vinnan leiði til þess að til fram- tíðar verði staðinn vörður um sér- stöðu svæðisins. Sérstaða svæð- isins er m.a. fjöbreytt fuglalíf sem þrífst á svæðinu allan ársins hring og hefur alþjóðlegt verndargildi. Svæðið gegnir mikilvægu hlutverki varðandi skuldbindingu Íslend- inga um verndun svæða fyrir fugla sem staldra við á farleiðum sínum yfir Ísland vor og haust, því eins og kunnugt er safnast mikill fjöldi margæsa og rauðbrystinga sam- an á svæðinu og safna orku til að ljúka flugi sínu á milli vetrarstöðva og varpstöðva. Einnig er svæðið afar vinsælt til útivistar og mikið notað af íbúum höfuðborgarsvæð- isins, enda hefur þegar verið lagt gott stígakerfi meðfram ströndinni á stórum hluta svæðisins. Við munum á vettvangi SSH ræða um verklag við áframhald- andi vinnu í samráði við Umhverf- isstofnun. Það er trú okkar að góð sátt geti náðst um framtíð svæðis- ins og þær umgengnisreglur sem við eiga.” Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði ráðstefnuna. Markmiðið með friðlýsingu Skerjafjarðarsvæðisins er að vernda lífríki á strönd, í fjöru og grunnsævi G O T T F Ó LK

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.