Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið MARS 2007 veitingar viÐ Öll tÆkifÆri Íbúasamtökin vilja bílfrítt hverfi með götur í krákustígum Fundur var haldinn í húsi Sögu- félagsins í lok janúarmánaðar sl. Guðný Gerður Guðmundsdóttir borgarminjavörður og Helga Mau- reen Gylfadóttir safnvörður héldu erindi um sögu byggðar í Vestur- bæ Reykjavíkur, húsafriðun og húsaflutninga. Sögðu þær sögu hverfisins á skýran og skemmtileg- an hátt og gerðu grein fyrir stefnu borgarinnar hvað varðar húsafrið- un og uppbyggingu Árbæjarsafns. Þegar þær höfðu lokið máli sínu var boðið uppá fyrirspurnir og umræður um hverfið, þ.e. gamla Vesturbæinn. Unræðurnar voru mjög líflegar. Beindust þær fljótt inná tvö mál sem brenna mest á íbú- um þessa stundina sem eru skipu- lag Slippasvæðis og varðveislu og flutning á gömlum húsum og þá sér- staklega flutning á Gröndalshúsinu við Vesturgötu. Mátti heyra á fundarmönnum að þeir voru afar ósáttir við að Grön- dalshús fengi ekki að kúra áfram á sínum stað. Komið var með marg- ar skemmtilegar athugasemdir og tillögur í því sambandi. Var til að mynda bent á hve Akureyringum hefur tekist vel til við að varðveita sín hús í innbænum, eins og Nonna- hús og Sigurhæðir. Einnig var bent á að í Gröndalshúsi var Náttúru- gripasafn Íslands varðveitt í fyrstu. Væri við hæfi að gera Gröndalshús að hornsteini væntanlegrar nýbygg- ingar yfir Náttúruvísindi, þó að sú bygging yrði á allt öðrum stað í bænum. Göng undir Mýrargötu skapa vanda en leysa hann ekki Gísli Þór Sigurþórsson, formaður Íbúasamtakanna, segir að fundar- menn hafi haft miklar áhyggjur af uppbyggingu Slippasvæðisins. Þar ætti að byggja allt of hátt og of mik- ið af íbúðum. Einn fundargesta hafi staðhæft að byggingarnar þar yrðu allt að sjö hæðir! “En verst er hve þessar tillögur eru steingeldar. Það er bara hugsað að nýta þetta svæði í topp. Ekkert hugað að því að búa til skemmti- legt hverfi sem er í jafnvægi við byggðina í Vesturbænum heldur hve mörgum íbúðum og íbúum er hægt að troða inná svæðið. Auk þess verður að taka svæði í miðju hverfi fyrir bílastæðahús, rétt eins og um hof væri að ræða. Hvernig væri að bjóða uppá bílfrítt hverfi? - gera eitthvað spennandi og fallegt eins og að leggja götur í krákustíg- um rétt eins og þær hafi fylgt fjár- götum eða leið sjómanna í verið. Á að kæfa rómantík Tómasar, sem samdi svo fögur ljóð um Vest- urbæinn, með einhverjum austan- tjaldsmúr? Nú berst stjórn Íbúasam- takanna það til eyrna að skipulags- nefnd sé búin að samþykkja skipu- lag Slippasvæðis og Ellingsensreits, án þess að hafa samráð við íbúa og þvert á óskir þeirra. Eigum við að kyngja þessu þegj- andi og hljóðalaust? Eigum við til dæmis að samþykkja að umferða- vandi nýja hverfisins verði leystur með því að opna Bræðraborgarstíg niður að sjó? Það er gata sem þol- ir ekki meiri umferð! Göngin sem fyrirhuguð eru undir Mýrargötu leysa engan vanda heldur skapa hann. Þegar loks er að færast líf yfir gömlu verbúðirnar með tilkomu Sægreifans á að setja gangnamunn- ann beint fyrir framan þær. Ég skora á alla Vesturbæinga að gera allt sem þeir geta til að hafa áhrif á kjörna borgarfulltrúa svo þessu skipulagsslysi verði afstýrt. Við viljum ekki fá umferð frá heilu hverfi þvert í gegnum þorpið okk- ar,” segir Gísli Þór Sigurþórsson. Fundargestir á fundi Íbúasamtaka Vesturbæjar fyrr í vetur í húsi Sögufélagsins í Fischersundi 3. Tjarnskælingar heimsóttu Hafró í “Skerputíma” Nemendur Tjarnarskóla heim- sóttu nýlega Hafrannsóknastofn- unina en þar fer fram mikið vís- indastarf tengt þessum helsta atvinnuvegi íslensku þjóðarinnar. Það er alltaf gaman að skoða og skyggnast og það gerðu Tjarn- arskælingarnir svo sannarlega. Vettvangsferðir af þessu tagi eru fastir liðir í skólastarfinu og er reynt er að hafa þær sem fjöl- breytilegastar og eru inni á stunda- skránni undir heitinu ,,Skerputím- ar”. Það heiti vísar meðal annars í það að skerpa athygli, víðsýni og reynslu. Ferðinni var heitið á Hafrann- sóknarstofun að þessu sinni þar sem Konráð Þórisson tók á móti nemendum ásamt Gísla Vikings- syni hvalasérfræðingi. Nemendur fengu upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar og hinar ýmsu rannsóknir sem fara fram á veg- um Hafró og fengu m.a. að skoða innra eyra úr hval, einnig hval- tönn og skíði úr skíðishval. Einnig var litið inn á rannsóknarstofur þar sem nemendur rýndu í smá- sjár og skoðuðu kvarnir úr fiskum sem segja t.d. til um aldur þeirra (líkt og árhringir í trjám). Tjarnskælingar eru því reynsl- unni ríkari eftir ánægjulegar mót- tökur á Hafrannsóknarstofnun. Hvaltönn skoðuð, engin smásmíði! Hvaleyrað vakti einnig athygli. Reykjavíkurborg hefur í hyggju að stuðla að varðveislu minja við Grímsstaðavör við Ægisíðu. Hér með eru þeir, sem sem geta sýnt fram á að þeir séu eigendur eða forráðamenn svo kallaðra grásleppuskúra eða annarrra mannvirkja við Grímsstaðavör við Ægisíðu, hvattir til að gefa sig fram við Minjasafn Reykjavíkur, Árbæjarsafni við Kistuhyl, 110 Reykjavik, eða á netfangið minjasafn@reykjavik.is, í síðasta lagi mánudaginn 19. mars 2007. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að endurbyggja og varðveita í eigin nafni mannvirki við Grímsstaðavör sem ekki hafa fundist eigendur að þegar tilgreindur frestur er liðinn. Nánari upplýsingar í síma 411 6304 eða minjasafn@reykjavik.is. Borgarminjavörður - Minjasafn Reykjavíkur Tilkynning varðandi mannvirki við Grímsstaðavör við Ægisíðu www.veislan.is Austurströnd 12 • S: 561-2031

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.