Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 7

Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 7
Hinn 8. apríl 2002 lagði Kjart- an Magnússon borgarfulltrúi fram bókun í samgöngunefnd Reykjavíkur þar sem þeim til- mælum var beint til gatnamála- stjóra að ráðist verði í nauðsyn- legt úrbætur á bakgötu þeirri sem er á milli Ásvallagötu og Hringbrautar. Æskilegt væri að lokið væri við að malbika göt- una, enda er hún mikið notuð af íbúum. Í rigningum verður gatan að svaði og takmarkar það mjög notkunarmöguleika íbúa og gangandi vegfarenda á þess- um slóðum. Kjartan segist hafa fengið marg- ar kvartanir frá íbúum vegna þessa en umrædd gata (stundum kölluð Ervallagata) væri inni á lóð fjölbýlishússins og því kæmi það ekki borginni við. Kjartan segist samt ekki viss um að það sé rétt og því þurfi að skoða málið enda séu sambærilegir göngustígar í hverfinu (öskutunnugötur) malbik- aðir. Ómalbikaða gatan sem hér um ræðir, er bakvið Ásvallagötu. Nokkru austar, við annan hluta Ásvallagötu er önnur slík gata, þ.e. milli Blómvallagötu og Ljós- vallagötu og er hún malbikuð og öll hin snyrtilegasta. Bakgata við Framnesveg er einnig malbikuð gata. Kjartan telur rétt að kanna hvort Reykjavíkurborg hafi ekki komið að malbikun umræddra bakgatna á sínum tíma og því eigi að láta það sama gilda um götuna milli Ásvallagötu og Hringbrautar. Eina moldargata Reykjavíkur? Teitur Atlason býr á Ásvalla- götu 27 og segist kunna ákaflega vel við sig þar. Teitur segir að bak- garðurinn sé frábær, sé gjarnan kallaður “bakkó” og hefur verði kallaður það frá upphafi vega. “Nágrannnar mínir hafa stund- um lagt bílunum sínum í þessum bakgarði og það er vel. Þessi litli hluti sem hægt er að keyra bifreið- um eftir er ómalbikaður og hefur verið svo frá öndverðu. Mér dett- ur einna helst í hug að þetta sé “gatan sem gleymdist” hjá borgar- verkfræðingi því að þegar rignir (sem gerist stundum) þá myndast stærðarinnar drullupollar þarna sem vegfarendur þurfa að skauta framhjá til þess að blotna ekki. Þetta er líka allt gott og blessað. Undir eðlilegum kringunstæðum finnst mér ekkert mál að stika yfir drullupoll eða tvo, en málið er alvarlegra en svo. Pollarnir eru orðnir svo stórir að fólksbifreið- ar eiga í erfiðleikum með að aka um “götuna sem gleymdist”. Ég er nýorðin pabbi og það er hálf fynd- ið að aka barnavagni um þessa gleymdu götu. Þetta var krúttlegt fyrstu 60 árin en núna er þetta hætt að vera krúttlegt,” segir Teit- ur Atlason. Mér hefur verið tjáð að þetta sé lóð sem tilheyri fjölbýlishúsi við Hringbraut og því sé ekkert hægt að gera, en má þá ekki skikka eig- endurna til að gera eitthvað í mál- inu? Það mætti komast að sann- leiksgildi málsins og fá botn í mál- ið um leið og að hækka botnin á drullupollunum hvimleiðu. Helst vildi ég sá snyrtilega hellulögn og leiktæki fyrir krakka þarna en þetta er sennilega eina moldargat- an í Reykjavík í íbúðahverfi,” segir Teitur Atlason. 7VesturbæjarblaðiðMARS 2007 “Ervallagata,” eða götuslóðin milli Ásvallagötu og Hringbrautar. Verð- ur hann malbikaður í ár? Ber Reykjavíkurborg að malbika öskutunnugötur í Vesturbænum? Næsta þriðjudag, 13. mars, verða Vesturbæjarsamtök suður stofnuð í þjónustumiðstöðinni Vesturgarði við Hjarðarhaga, og hefst fundurinn kl. 20.00. Að sögn Guðrúnar Þóru Hjaltadótt- ur kennara og næringaráðgjafa, sem hefur haft veg og vanda að undirbúningi að stofnun þessa félags, eru mörk þess svæðis sem félagið á að ná yfir dregin um Hringbraut og Njarðargötu, þannig að m.a. er Litli-Skerjafjörð- ur innan þeirra marka. Hér er verið að stofna hagsmunasam- tök íbúa þessa svæðis, og því full ástæða til að hvetja fólk til að mæta á fundinn og tjá sig, m.a. um það hvað það vill að svona félag beiti sér fyrir. Væntanlega er af nógu að taka. Hægt er að ná í Guðrúnu Þóru í síma 847-9118. Vesturbæjarsamtök suður stofnuð næsta þriðjudag! Fisk isló ð Gra nda gar ður MýrargataÁna nau st Við erum hér! Arnar GuðborgDagný Rakel KongaSilla SALON REYKJAVÍK Grandagarði 9 • Reykjavík • S. 568 5305 salon@salon.is Vertu velkomin(n)! Við erum flutt út á Granda! Hárgreiðslustofan Salon Reykjavík hefur flutt sig um set úr Glæsibæ út á Grandagarð 5, gegnt gamla Ellingsen húsinu. Grandagarði 5 • Reykjavík • S. 568 5305

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.