Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 8

Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 8
8 Vesturbæjarblaðið MARS 2007 Neskirkja 50 ára á pálmasunnudag Nessókn er byggðin vestan Hringbrautar að flugvelli, ásamt Skerjafirði og að bæjarmörkum Seltjarnarness. Nesprestakall var stofnað 1940 ásamt Laugarnes - og Hallgrímsprestaköllum. Fyrir þann tíma var Dómkirkjan sókn- arkirkja allra Reykvíkinga í þjóð- kirkjunni. Var landsvæðið sem tilheyrði prestakallinu nokkuð stórt. Eða eins og stóð í lögum „liggur Nesprestakall að hinum prestaköllunum þremur og nær yfir land Reykjavíkurbæjar vest- an Reykjanesbrautar, Seltjarnar- nes og Engey.” Þessu prestakalli fylgdi Kópavogur til að byrja með. Fyrsti prestur safnaðar - ins, sr. Jón Thorarensen, kom til starfa í byrjun ársins 1941. Safnaðarstarfið fór fyrst fram í Háskólakapellunni og í skólan- um á Seltjarnarnesi. Fermt var þó í Dómkirkjunni. Efnt var til samkeppni um kirkju- bygginguna árið 1944 og varð til- laga Ágústar Pálssonar húsameist- ara hlutskörpust. Kirkjan sjálf var vígð pálmasunnudag 1957, sem þá bar upp á 14. apríl. Þetta var fyrsta kirkjan á Íslandi sem ekki var byggð í hefðbundnum symetriskum stíl, meira að segja gangurinn var ekki fyrir miðju. Kirkjan var fyrst teiknuð mun stærri og í útbyggingunni þar sem nú er kapella var mun stærra safnaðarheimili fyrirhugað. Þó var ekki einhugur um að minnka kirkjuna en eflaust hafa fjármálin ráðið þar mestu um. Fyrir nok- krum árum var kirkjan friðuð hið ytra sem dæmi um tímamóta arki- tektúr. Í kirkjunni er að finna gler- verk eftir Gerði Helgadóttur og Leif Breiðfjörð. Árið 1999 var nýtt orgel tekið í notkun og um leið voru gerðar nokkrar breytingar á kirkjunni að innan. Sóknarprestur í Neskirkju í dag er sr. Örn Bárður Jónsson, og prestur dr. Sigurður Árni Þórðar- son. “Það er mjög algengur misskiln- ingur á Íslandi að kirkjur séu byggðar af ríkinu. Svo er ekki. Þær eru að einhverju leiti byggðar fyr- ir sóknargjöld sem ríkið hefur að vísu tekið að sér að innheimta en sóknargjöld eru félagsgjöld með- lima Þjóðkirkjunnar. Auk sóknar- gjaldanna er Neskirkja byggð fyrir gjafafé, fyrir eljusemi sóknarbarn- anna, ekki síst kvennanna sem voru óþrjótandi að halda köku- basara og fleira til að afla fjár til kirkjubyggingarinnar. Kirkjan var nokkur ár í byggingu en síðan vígð á pálmasunnudag 1957,” seg- ir sr. Örn Bárður Jónsson. Skrúðganga og hátíðarmessa Í tilefni afmælisins verður hátíð- armessa á pálmasunnudag en dag- urinn byrjar með skrúðgöngu frá Háskólalóðinni til að minnast þess að fyrstu guðsþjónustur safnað- arins fóru fram í kapellu skólans. Veifað verður trjágreinum í göng- unni í tilefni pálmasunnudags. Gef- in verður út bók með predikunum þeirra presta sem hafa starfað við Neskirkju, þrjár frá hverjum, bæði til að vekja athygli á kirkjunni og eins til þess að eiga hana sem gjöf. Efla á barna- og æskulýðsstarf, og m.a. á brydda upp á nýjungum til þess að ná betur til skírnarbarna, foreldra þeirra og skírnarvotta. Efnt verður til svokallaðra biblíu- máltíða. Stefnt er að því að koma upp hökklasjóði, en skrúði kirkj- unnar er orðinn slitinn og sá sem er notaður var ekki sérhannaður fyrir Neskirkju. Einnig verður sýn- ing á byggingasögu Neskirkju í safnaðarheimilinu. Stefnt er að námskeiðum í náinni framtíð sem enda með ferðalagi á söguslóðir erlendis. Nessókn hefur síðustu ár stutt myndalega við kristniboðsstarf og í gangi er 5 ára verkefni þar sem kirkjan styrkir um 90 söfnuði í Afríku. Allt afmælisárið verður fagnað í Neskirkju, boðið upp á ýmislegt sem gleður fólk, enda er erindi kirkjunnar fagnaðarerindið. “Þetta var gríðarleg breyting fyr- ir safnaðarstarfið að fá kirkjuna sem einnig fékk til afnota hluta af kjallaranum en þá var stærstur hlutinn hans ekki útgrafinn. Hann var seinna grafinn út og steypt í hann gólf. Söfnuðurinn fékk hann þó ekki allan til afmota því hann var leigður Landsbankanum sem skjalageymsla í tekjuöflunarskyni. Það fjölgaði stöðugt í söfnuðinum og að því kom að hann fékk ann- an prest. Það var árið 1963, en þá kom sr. Frank M. Halldórsson til starfa við hlið sr. Jóns Thoraren- sen eftir í sögufrægar prestkosn- ingar. Sr. Frank var á þeim tíma vinsæll kennari við Hagaskóla,” segir sr. Örn Bárður Jónsson. Þegar sr. Jón Thorarensen lét af prestskap var sr. Jóhann Hlíðar kosinn til starfa, en hann staldr- aði stutt í því embætti og fór til Kaupmannahafnar. Þá kom sr. Guðmundur Óskar Ólafsson til starfa og þegar hann lét af þjón- ustu kom sr. Halldór Reynisson. Fram að komu hans voru tveir sóknarprestar en með nýjum lög- um um tvímenningsprestaköll var tekin upp sú nýbreytni að sá sem er í forsvari fyrir prestakallið og er skipaður af ráðherra beri starfs- heitið sóknarprstur en hinn eða hinir séu þeir fleiri en tveir, prest- ar og eru þeir skipaðir af bisk- upi. Sr. Örn Bárður tók við af sr. Halldóri sem prestur en þegar sr. Frank hættir sótti hann um það starf og var valinn sóknarprestur Þar með losnaði prestsstarfið og var dr. Sigurður Árni valinn í það embætti. - Stundum heyrar raddir um að kirkjan hafi átt að heita Hagakirkja en ekki Neskirkja og nú á síðari tímum ruglast sumir á nafninu sem ekki þekkja til, telja að Neskirkja sé kirkja Seltirninga, sem heitir Seltjarnarneskirkja. Heyrast þessar raddir enn í dag? “Reykjavík stendur að miklu leyti á Seltjarnarnesi hinu forna, a.m.k. vestari hluti bæjarins. Nafn- ið Neskirkja vísar til hinnar fornu kirkju í Nesi við Seltjörn. Á sínum tíma var tekin ákvörðun um að kalla kirkjuna Neskirkju af þess- um sögulegu ástæðum en einnig vegna þess að Seltjarnarnes til- heyrði prestakallinu. Það breyttist síðar þegar þar var stofnað nýtt prestakall sem síðan byggði sína kirkju er ber heitið Setljarnarn- arneskirkja. Í kjölfar þess hefur borið dálítið á því að fólk ruglist á þessum kirkjum. Margt í starfi Neskirkju hefur vakið athygli út fyrir sóknarmörkin og ég held að með kynningarátaki megi gera borgarbúum það betur ljóst að Neskirkja er við Hagatorg og sóm- ir sér þar vel.” Safnaðarheimilið á að tengjast forkirkjunni - Hefur safnaðarstarfið breyst mikið frá því að þú komst til starfa við Neskirkju árið 1999 sem prest- ur? “Hér hefur löngum verið öflugt safnaðarstarf og fjölþætt og öfl- ugir prestar. Ég tók því við góðu búi að mörgu leyti. Sjálfur byrj- aði ég t.d. með Alfa-námskeiðin sem draga að fólk og sumir þátt- takenda orðið upp úr þeim að föstum kirkugestum. Kirkjusókn hefur aukist undanfarin ár og er allgóð hér í Neskirkju. Fljótlega eft- ir að ég kom hófst hér ný umræða um að byggja nýtt safnaðarheimili við kirkjuna en áður höfðu verið í gangi umræður og lagðar fram Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur Neskirkju. Í tilefni afmælisins verður hátíðarmessa á pálma- sunnudag en dagurinn byrjar með skrúðgöngu frá Háskólalóðinni til að minnast þess að í Háskóla- kapellunni fóru fram fyrstu guðsþjónustur safn- aðarins. Veifað verður trjágreinum í göngunni í tilefni pálmasunnudags. Gefin verður út bók með predikunum þeirra presta sem hafa starfað við Neskirkju, þrjár frá hverjum, bæði til að vekja athygli á kirkjunni og eins til þess að eiga hana sem gjöf. Margt fleira verður gert á afmælisárinu. Gestir biða þess að komast inn í kirkjuna á vígsludaginn fyrir 50 árum. Kirkjugestir og kórinn á loftinu, sést aftan á Hermann Jónasson þáverandi forsætisráðherra.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.