Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 9

Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 9
9VesturbæjarblaðiðMARS 2007 Skrúður / Radisson SAS Hótel Saga / Sími: 525 9900 / www.skrudur.is Fjölbreyttur og girnilegur Skrúður Nýr matseðill Fjölbreyttir og spennandi réttir. Komdu og njóttu góðrar stundar yfir góðum mat. þemadagar á fimmtudögum Á hverjum fimmtudegi komum við á óvart og gerum eitthvað alveg nýtt og forvitnilegt. Brunch í hádeginu á sunnudögum Frábært fyrir alla fjölskylduna. Frítt fyrir börn yngri en 6 ára, 50 % afsláttur fyrir börn 6 -12 ára. P IP A R • S ÍA • 70 072 ýmsis drög að safnaðarheimili á ýmsum stöðum á kirkjulóðinni. Ég lagði hins vegar strax til að safnaðarheimilið yrði staðsett vestan við kirkjuna en ekki við hliðina á henni eins og hugmynd- ir voru um lengi framan af. Þan- nig yrði hægt að tengja safnað- arheimilið forkirkjunni svo fólk gæti streymt inn og út á eðlilegan hátt. Hugmyndin um kirkjutorg er auðvitað sótt til Evrópu en þar sem kirkjur standa gjarnan við þorps- eða bæjartorgið þar sem eru veitingahús, íbúði, skrifstofur og iðandi mannlíf. Torg Neskirkju er yfirbyggt og þar er netkaffihús og veitingasala. Salirnir í nýja húsinu eru leigðir til Háskólans á morgnana og þar fer kennsla fram og enn fremur í kjallara kirkjunn- ar. Allt eykur þetta umferð um húsið og skapar hér meira lífl. Í gamla safnaðarheimilinu í kjallara kirkjunnar hefur félagsskapurinn Ljósið einnig aðstöðu til fundar- halda og dag-skrá alla virka daga, en Ljósið er félagsskapur fólks sem hefur greinst með krabba- mein og kemur saman til að iðka föndur, jóga og fleira. Svo tekur margt af þessu fólki virkan þátt í fyrirbænamessum og fleiru sem söfnuðurinn býður upp á. Á torginu er rekið kaffihús og hingað getur fólk t.d. komið með tölvuna sína og farið á netið án þess að eiga neitt sérstakt erindi við kirkjuna eða starfsfólk hennar. Á föstunni hefur verið boðið upp á saltfisk á föstudögum, og það hefur verið mjög vel sótt, og marg- ir góðir gestir komið, s.s. biskup- inn og sjávarútvegsráðherra.” - Fyrir um tveimur áratugum síð- an virtist kirkjusókn vera að dala um allt land. Nú hefur hún verið að aukast ár frá ári, og er með því besta sem þekkist. Hvað veldur því? Eru Íslendingar að verða trú- aðri eða finna hjá sér meiri sam- svörun með kirkjunni? “Fólk er kannski að sjá að efn- ishyggjan ein veitir ekki öll svör, en einnig hefur kirkjan markvisst verið að efla starfsemi sína og starf hennar orðið sýnilegra. Til- koma safnaðarheimilanna dregur auðvitað fleira fólk að kirkjunni og eins eru starfsaðferðirnar orðnar aðrar. Tónlistarlífið hefur eflst og margar kirkjur eru með vegleg orgel sem draga að færa organista og svo starfa víða við kirkjurnar öflugir og metnaðarfull- ir kórar. Þannig er það hér. Org- anistinn Steingrímur Þórhallsson hefur hleypt nýju blóði í tónlist- arlífið. Svo æfir Háskólakórinn hér í Neskirkju og syngur af og til við messur. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins æfir hér líka og með- limir hennar leika stundum við athafnir. Auk þess fer fram ýmis- legt námskeiðahald fram hér sem og í mörgum kirkjum. En gegnum kirkjurnar fer öll þjóðin á ýmsum skeiðum ævinnar. Fyrir 15 árum var gerð könnun í Bretlandi og Danmörku um kirkjusókn og í ljós kom að tífalt fleiri fóru í kirkju en á fóltboltavöllinn. Það heyrist bara svo mikið í þeim sem fara á fótboltaleik! Ætli það fari ekki 60 til 70 þús- und manns gegnum Neskirkju árlega.” Úr fyrirækjarekstri í biblíuskóla - Tókstu snemma ákvörðun um að fara í guðfræðinám og verða prestur? “Nei, þetta kom frekar seint hjá mér. Ég fór í Verslunarskólann og þaðan í endurskoðunarnám og síðan í fyrirtækjarekstur m.a. í iðn- rekstrur með föður mínum, Jóni Örnólfi Bárðarsyni, í fyrirtækinu Silfurtún hf. sem starfar enn og bróðir minn, Friðrik Ragnar Jóns- son, flugvélaverkfræðingur rekur. Á þessum árum var ég leitandi og stóð m.a. í nokkrum rökræðum við vini og kunningja um trúmál sem leiddi til þess að þegar ég var 27 ára gamall varð ég fyrir trúarreynslu sem breytti lífi mínu. Ég seldi litla einkafyrirtækið mitt og hætti í Silfurtúni og við hjón- in fórum í biblíuskóla í England og vorum þar í námi í 9 mánuði á tveggja ára tímabili. Þegar því lauk fór ég að starfa við Grensás- kirkju hjá sr. Halldóri Gröndal. Þar var ég vígður til djákna af sr. Sig- urbirni Einarssyni, biskupi. Eftir eitt ár í djáknastarfinu byrjaði ég í guðfræðinni og vann sem djákni með náminu og var að auki næt- urvörður á sambýli þroskaheftra. Þetta var hörkuvinna og mikið á sig lagt en skemmtileg ár. Ég efað- ist aldrei um á þessum tíma að ég væri ekki að breyta rétt,” segir sr. Örn Bárður Jónsson. Eftir guðfræðinámið starfaði sr. Örn Bárður eitt ár í Garðabæ sem aðstoðarprestur en síðan sóknar- prestur í Grindavík í 5 ár. Þaðan lá leiðin á Biskupsstofu þar sem hann var verkefnastjóri safnaðar- uppbyggingar, síðan fræðslustjóri kirkjunnar. Eftir 9 ár á Biskups- stofu varð hann prestur við Nes- kirkju og loks sóknarprestur. Gengið til kirkju, biskup Íslands hr. Ásmundur Guðmundsson ásamt sóknarprestinum sr. Jóni Thorarensen, t.v. sést í dr. Pál Ísólfsson organista Dómkirkjunnar Prestarnir taka undir sönginn, lengst t.v. er sr. Friðrik Friðriksson en lengst t.h. sr. Árelíus Níelsson.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.