Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 10

Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 10
10 Vesturbæjarblaðið MARS 2007 Geysilegar breytingar eru fyr- irhugaðar á eystri hafnarbakka Reykjavíkurhafnar. Allar bygg- ingar sem þar stóðu fyrir eins og Faxaskálarnir hafa verið rifnar en þess í stað mun rísa nýtt athafnasvæði með kvik- myndahúsi, tónlistarhúsi og hóteli. Þá mun vera byggður mikill klasi fyrir verslunar- og þjónustubyggingar og komið verður fyrir nýju, stóru torgi sem mun heita Reykjatorg. Breiður göngustígur mun lig- gja athafnasvæðinu að Lækjar- torgi sem einnig mun taka mikl- um breytingum. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi, sem á sæti í Skipulagsráði Reykjavík- urborgar, segir að hugmyndin sé heilstæð, þ.e. nái frá hafnar- bakkanum yfir Lækjartorg og eftir Lækjargötu. Litlir grænir garðar um miðborgina í stað stórhýsa Í tíð borgarstjórnar R-listans voru uppi hugmyndir um að byggja stórhýsi á hluta Kirkju- torgarsvæðisins, sem hafði m.a. falið í sér að bankahús Glitnis hefði verið rifið og mun hærra hús byggt í staðinn. Núverandi borgarstjórn hefur fallið frá þessum áformum og leggur hins vegar áherslur á aðrar breytingar á svæðinu við norð-austurenda Tjarnarinnar og nánasta umhverfi, hugmynd- ir sem væru hluti af heildarupp- byggingu nýja athafnasvæðis- ins við hafnarbakkann sem nú verður endurbyggður. Ljóst er að stórhýsi á þessu svæði mundi valda ágreiningi um ágæti þess. Ein hugmyndin er mikil fjölgun lítilla almennings- garða. Dagur Eggertsson borg- arfulltrúi og fyrrum formaður Skipulagsráðs, segir hugmynd- ina á bak við stórhýsi á Kirkju- torgsreitnum hafi verið sú að hýsa þrjár skrifstofur borgar- skipulags og byggingarmála á einum stað í miðbænum. Dagur segir R-listann hafa talið þetta góðan kost og Glitnir hefði hald- ið rými eftir til starfsemi í nýrri byggingu á sama stað. Gísli Marteinn segir hins veg- ar á borði meirhlutans vera hugmyndir um að nýta flestall- ar baklóðir í miðbænum, þótt þurfi að rífa einstök hús og mynda litla garða eða reiti fyrir gangandi fólk svo Austurvöllur- inn verði ekki eini græni garður- inn í miðju borgarinnar. “Við viljum hafa miðborgina sem mannlegasta og huga að aðlaðandi stöðum í stað fleiri stórhýsa,” segir Gísli Marteinn í samtali við Ingólf Margeirsson fyrir Vesturbæjarblaðið. Neðanjarðarbílastæði fyrir 1500 bíla Bylting mun eiga sér stað á Austurbakkanum því auk tón- listarhallar nyrst og vestast á bakkanum mun þar verða bílakjallari fyrir um 1.500 bíla. Svæðið á Austurbakka nær yfir 13 byggingasvæði, bæði ofan - og neðanjarðar. Austurbakki mun samanstanda af þremur stórum byggingarklösum, einn verður fyrir Landsbankann, annar fyrir viðmikla skrifstofu- samsteypu, verslunar - og þjónustuhúsnæði og stórhýsi fyrir hótel og annað undir kvik- myndahús. Þar með eignast Vesturbæingar og miðbæingar kvikmyndahús í borgarhlutan- um (að Háskólabíó frátöldu) eftir að Gamla Bíó og Nýja Bíó hættu starfsemi. Milli klasanna verður áðurnefnt Reykjatorg. Ljóst er að breytingar á torginu munu tengjast nýju fyrirhug- uðu yfirbragði Aðalstrætis og á öllu þessu svæði verður greitt fyrir hjólandi og gangandi fólk, m.a. til að draga úr bílaumferð í miðborginni. M.a. verður verð- ur lagður breiður gangstígur eða göngu - og hjólabraut frá Örfirisey, þar sem fyrirhuguð eru mikil byggingarsvæði með landfyllingum. Greitt verður fyrir með þessu fyrir aðkomu gangandi og hjólandi fólks frá Vesturbænum til hagsbóta fyrir íbúa þar. Gísli Marteinn segir munu gera allt til þess að gera Vesturbæinn sem byggilegast- an og vistlegastan. Göngustígar, hjólabrautir og litl- ir almenningsgarðar í miðbæinn Á þessu svæði kunna að verða byggð græn útivistarsvæði. Í kvöldkirkju Dómkirkj- unnar er hver og einn með sjálfum sér í bæn Á hverju fimmtudagskvöldi stendur Dómkirkjan fyrir svo- kallaðri kvöldkirkju, og hefur aðsókn að þessum kvöldum farið hægt vaxandi. Þetta er ný þjón- usta en fyrirmyndin er fengin frá Frúarkirkjunni í Kaupmanna- höfn þar sem slík þjónusta hef- ur verið árum saman. Vinsæld- ir þar hafa orðið það miklar að kvöldkirkja er nú þrjá daga vik- unnar, og á síðasta ári komu um 50 þúsund manns til kvöldkirkju í Frúarkirkjunni. Vonir standa til að hér megi verða svipuð vakn- ing og hefur orðið í Kaupmanna- höfn. Einar Guttskálksson, sem býr í Túngötunni og er því eitt sókn- arbarna Dómkirkjunnar, hefur aðstoðað við framkvæmd kvöld- kirkjunnar, en nauðsynlegt er að einhver sé til staðar þegar fólk kemur, og leiðbeina því ef það vill t.d. kveikja á kertum. Hann segir að allt það sem kirkjan get- ur styrkt við líf einstaklinga eða fjölskyldna eigi erindi í kvöld- kirkjuna, en kvöldkirkjan sé þó meira hugsuð sem kyrrðarstund þar sem hver og einn getur verið með sjálfum sér í bæn, eða með fjölskyldunni eða vinum. Ekki sé um formlegt messuhald að ræða. Hver og einn hafi eins langa við- dvöl og honum hentar, þess vegna aðeins nokkrar mínútur en allt eins klukkustund. Einar segir að prestarnir séu með bænastund á heila tímanum, þ.e. kl. 21.00 og kl. 22.00, en hver og einn geti lagt inn bænaefni, og til þess séu sérstakir miðar sem fólk getur ritað bænaefnið á. Oft- ast tengist það sjúkleika eða erfið- leikum sem verið er að leita hjálp eftir. Stundum er tónlist við bæn- arstundir kvöldkirkjunnar. “Á bænastundinni er farið með bæn og beðið fyrir fólki. Hér er hægt að eiga kyrrðarstund fjar- ri öllum skarkala í hinu daglega lífi og íhuga með sjálfum sér út á hvað lífið gengur, standa aðeins við og ná áttum. Sumir hafa kannski ekki tök á því að koma í messu kl. 11.00 á sunnudags- morgni. Þá getur kvöldkirkjan verið leið, verið möguleiki. Svo kemur hér fólk sem er í mikilli sorg, og veit ekki vel hvað það á að gera en hefur fundið hvöt til þess að koma í kirkju. Þá er prest- ur til staðar til að tala við það fólk, sé þess óskað,” segir Einar Gottskálksson. Fimmtudagskvöldin öllum opin “Þarf ég að vera kristinn til að ganga inn fyrir þennan þrösk- uld?”, sagði ungur maður við kirkjudyr Dómkirkjunnar á einu fimmtudagskvöldinu í vetur. Hann átti ágætt spjall við prestinn sem lagði áherslu á það í svari sínu að kirkjan á fimmtudagskvöldum stæði öllum opin, hún væri vett- vangur til að eiga hlé frá dagsins önn. Kvöldkirkjan vill vera slíkur vett- vangur þar sem allir geta komið, gengið inn og út eftir eigin þörfum milli klukkan 20.00-22.00, tendrað bænaljós og átt helga stund. Til að gerast sjálfboðaliði í Kvöld- kirkju Dómkirkjunnar er hægt að hafa samband við einhvern af starfsmönnum kirkjunnar, for- mann sóknarnefndar eða presta. Einar Gottskálksson, við kvöldkirkju í Dómkirkjunni fyrir skömmu. Ingólfur Margeirsson skrifar. SKIPULAGSMÁL Biskup Íslands, hr. Karl Sigur- björnsson, heimsótti Neskirkju 23. febrúar sl. við upphaf föst- unnar og borðaði saltfisk með spænsku ívafi, “baccalao” með þeim sem komu til þess að njóta hans einnig. Fasta hefur frá ómunatíð verið ríkur þáttur í trúariðkun manna um víða ver- öld. Uppruni hennar er hulinn í móðu. Heimspekingurinn Herbert Spencer taldi hana eiga rætur að rekja til þess siðar frumstæðra þjóða að skilja fæðu eftir við graf- ir ástvina svo þeir látnu geti neytt hennar í stað lifenda. Annar fræði- maður taldi hana eiga uppruna sinn í þeirri uppgötvun að fasta um lengri tíma geti gert mann opn- ari fyrir vitrunum og sýnum. Enn aðrir hafa sagt föstu sprottna upp úr þeirri siðvenju að halda sig frá mat og drykk í ákveðinn tíma fyrir neyslu fórnarmáltíða Næsta föstudag á eftir, 2. mars, kom sjávarútvegsráðherra, Ein- ar Kr. Guðfinnsson, og neytti saltfisks og í dag verður það Ólafur Hannibalsson sem kemur og ávarpar viðstadda. Saltfiskur á föstunni í Neskirkju Biskupi Íslands, hr. Karli Sigurbjörnssyni leist vel á þann saltfisk sem var á boðstólum.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.