Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Page 13

Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Page 13
13VesturbæjarblaðiðMARS 2007 Hvað merkir „að hafa ekki grænan grun” um eitthvað? Hvers vegna skortir grænku í máltækið? Einhvers staðar las ég um að grænn litur væri oft notað- ur til áherslu í máli og að hér sé líklega einnig um að ræða stuðlun, gr - gr, grænn - grunur. En þá hefði líka mátt segja: Ég hef ekki gráan grun um þetta eða hitt. Græni litur- inn er líka notaður um þann sem er „alveg grænn” í merkingunni að hann viti lítið sem ekkert. Til við- bótar má svo nefna orðið „græn- jaxl” um viðvaning og vísar orðið til óþroskaðs bers. Öll græn Og nú á þessum síðustu tímum vilja allir vera grænir! Hvað er eig- inlega að gerast? Hvers vegna er litur grænjaxlanna og hins græna gruns orðinn svona vinsæll? Jú, svarið liggur víst í því að kosningar eru í vændum og nú telja allir sig eiga erindi inn á grænu svæðin til að vernda þau eða nýta á skynsamlegan hátt. Vinstri grænir, eða vinstri græn ef við viljum tala máli beggja kynja, hafa aukið fylgi sitt í skoðanakönn- unum og nú er farið að tala um hægri græna. Þó hef ég hvergi heyrt talað um hægri græn. Það er eins og eintómir karlar séu hægra megin við miðju. Vorið er á næsta leyti og þá grænkar allt og grær. En svo kem- ur haust þegar „grasið visnar og blómin fölna” eins og Jesaja spá- maður orðar það. Hvað verður þá um flokkana sem nú grænka hver í kappi við annan fyrir kosningar? Fölna þeir líka og fella blöð? Eða verða þeir sígrænir sem greniskóg- ur? Blikur á lofti En eitt er víst að raddir vísinda- manna um hlýnun andrúmslofts- ins af mannavöldum eru farnar að hafa áhrif á almenning og stjórnmálamenn í okkar heims- hluta. Meira að segja er Bush for- seti farinn að tala um aðgerðir til að draga úr mengun. Já, hann er kannski ekki alveg eins grænn og margur hélt. Já, tungumálið er margslungið og verður seint tæmt meðan það grær og dafnar. Umhverfisvænir menn, karlar og konur, hafa verið kallaðir græningj- ar hér á landi. Eru duldir fordóm- ar í þeirri orðnotkun á íslensku? Höfum við hingað til litið niður á þau sem vilja vernda náttúruna? Er það að breytast? Og með hvaða hætti viljum við vernda landið okkar? Viljum við fjölga grænum svæðum? Þá þurf- um við að rækta landið upp og þar með gera stærri hluta landsins að „manngerðu” svæði. Eða viljum við hafa það ósnortið að mestu og láta náttúruna eina, veður og vinda, frost og funa, fara höndum um landið? Hvað með aukna skóg- rækt? Viljum við breyta ásjónu þessa lands sem býr yfir undur- fögrum auðnum og víðáttum sem eru með allt öðrum blæ en flest landsvæði t.d. á meginlandi Evr- ópu? Höfum við kannski ekkert val og neyðumst til að planta trjám um allt til að vinna gegn mengun? Hefur þú grænan grun? Hér eru margar spurningar sett- ar fram og ég hef varla grænan grun um hvernig á að svara þeim öllum. En eitt er víst, við verðum að auka græna litinn í lífinu, ef við ætlum að gefa komandi kynslóð- um tækifæri til að neyta og njóta þess sem jörðin iðjagræn getur boðið uppá. Þurfum við ef til vill að endurvinna allt hjá okkur, alla hugsun, í tengslum við það sem við kennum við grænan lit? Hverfandi jöklar, hækkandi sjávarmál, vaxandi eyðimerkur, gruggugri sjór og mengaðra and- rúmsloft. Er þetta það sem koma skal? Eða er það á okkar valdi að taka höndum saman og snúa þróuninni við? Eða erum við of miklir grænjaxlar til að svo megi verða? Eða erum við kannski að verða nógu græn í hugsun til að svo geti orðið? Mér finnst ég hafa, örlítinn, grænan grun um, að hið síðarnefnda sé að gerast smátt og smátt. Og hafi ég rétt fyrir mér þá geta komandi kynslóðir tekið undir trúarjátninguna í 23. sálmi Davíðs konungs eins og mörg okk- ar gera nú: Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Grænn grunur Eina kaffihús Vesturbæjarins í Saltfélaginu Te & kaffi, sem er kaffibar í Salt- félaginu á Grandanum, og eina kaffihúsið sem er í Vesturbænum, opnaði í nóvemberbyrjun 2006, um leið og annar verslunarrekst- ur hófst í húsinu. Benedikt Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Kaffi Heims, sem rekur 4 kaffihús undir nafinu Te & kaffi, segir að frá 1. mars sl. hafi kaffihúsið opnað kl. 07.30 að morgni og þannig þjóni það þeim sem vilja fá nýtt, bragð- gott og hressandi kaffi áður en haldið er til vinnu, í skóla eða eitt- hvað annað. Opið er til kl. 18.00 á daginn en um helgar verður opið frá 11.00 til 17.00 á laugardögum og frá 12.00 til 16.00 á sunnudög- um. “Að sjálfsögðu er svo hægt að fá kökur, samlokur o.fl. með besta kaffinu! Ritstjóra Vesturbæj- arblaðsins var boðið í bollann “Expresso Macchiato”, og það verður að segjast eins og er að kaffið var frábært. Segja má að hjá Te & kaffi sé boðið minna kaffi, en betra að gæðum! Við barborðið hjá Te & kaffi. Benedikt Sigurðsson framkvæmdastjóri og Matthildur Ingvadóttir kaffibarþjónn.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.