Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 14

Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 14
14 Vesturbæjarblaðið MARS 2007 Vesturbæingar hafa fengið fast- eignasölu á svæðið, en til þessa hefur verið styst fyrir þá að fara niður í Suðurgötuna eða í Þing- holtin. Þegar ekið er eftir Ána- nausti blasir við fasteignasalan Neseignir sem þó tilheyrir Sól- vallagötu 84, nýbyggðu húsi þar. Þeir Kristinn R. Kjartansson, Gunnar Valdimarsson og Kári Kort Jónsson ákvaðu að stofna sína eigin fasteignasölu og ástæð- an var sú að þeir vildu bregða búi þar sem þeir störfuðu áður, og eiginlega duttu um þetta hús- næði sem þeim fannst strax vera frábærlega staðsett, við lífæð frá hluta Vesturbæjarins og Seltjarn- arness, enda mikil umferð fram hjá. Kristinn segir að nánast beint fyrir framan þá muni eiga sér stað mikil uppbygging í framtíðinni, uppfyllingar á Örfiriseyjarsvæð- inu og við Ánanaustið og á gamla Lýsissvæðinu sé verið að byggja upp auk þess sem byggja eigi á Keilugranda 1. En Neseignir munu þó ekki einskorða sig við Vestur- bæinn heldur sinna landinu öllu. “Við erum allir með mikla reyn- slu í fasteignaviðskiptum. Gunnar hefur til margra ára verið löggiltur fasteignasali auk þess að vera við- skiptafræðingur, ég hef starfað við fasteignasölu í 15 ár og Kári í ein 5 ár,” segir Kristinn R. Kristjánsson. - Því er oft haldið fram að verð- lag á fasteignum í Vesturbænum sé óþarflega hátt og ekki í takt við önnur hverfi. Hvað veldur því? “´Verðlagið er alls ekki óþarf- lega hátt, en hefur hins vegar ver- ið mjög stöðugt. Fasteignaverð í Vesturbænum er ekki óeðlilega hátt miðað við önnur hverfi. Það er gríðarlega gott að búa í Vestur- bænum, úthverfi þar sem stutt er í alla þjónustu, enda mjög rót- gróið hverfi, og allar gönguleiðir í miðbæinn stuttar. Þess vegna hefur áhugi unga fólksins nokkuð aukist til að flytja úr jaðarbyggð- um höfuðborgarsvæðisins og hing- að í þessu gömlu hús sem mörg hver eru byggð fyrir stríð, eins og t.d. á Víðimel og Reynimel. Ég held líka að uppbyggingin í mið- bænum veki áhuga fólks, ekki síst bygging tónlistarhallarinnar og uppbyggingin á Slippsvæðinu og í Örfirisey. En líklega eru það frekar þeir sem eru uppaldir í Vesturbænum sem vilja eiga heima þar áfram þegar þeir stofna sjálfir til heim- ilis.” Þeir félagar segja að þeir sem flytji utan af landi leiti frekar til svipaðs umhverfis og það þekki úr sinni heimabyggð. Þannig sé þekkt að fólk úr sjávarplássum af landsbygginni flytji til Hafnarfjarð- ar, þar finni það svipað andrúms- loft, en það sé þó ekki algilt. Í Vest- urbænum og á Seltjarnarnesi séu góðir skólar og öflug íþróttafélög og það er nokkuð sem barnafólk metur mikils þegar velja á fast- eign til kaups. “Fasteignasala er almennt mjög lífleg í dag en það vantar eignir til sölu í Vesturbænum. Fólk er ekki mikið að hreifa sig í Vesturbæn- um. En ef við fáum beiðni um að útvega fasteign hér, þá gerum við auðvitað okkar besta, en við get- um ekki lofað því að finna hana í hvelli. Þá fer í gang ákveðið ferli, auglýsingar o.fl.” - Þegar þétting byggðar á sér stað í Vesturbænum verða oft mótmæli við framkvæmdunum. Hvað veldur því? “Eðli málsins samkvæmt er fólk hrætt við nýjungar og breytingar, telur sig oft missa spón úr aski sínum, s.s. bílastæði o.fl. En ég tel að skipulagsyfirvöld fari ákaflega varlega hvað þetta varðar. En í öll- um hverfum borgarinnar verður endurnýjun, þó með misjöfnum hætti,” segir Kristinn R. Kristjáns- son. Ý M I S Þ J Ó N U S T A Hreinsum allan fatnað, sængur, millidýnur og gardínur á athyglisverðu verði. EFNALAUGIN DRÍFA Hringbraut 119 • Rvk. ÖLL ALMENN PRENTUN SÍMI 561 1594 895 8298 HRÓLFSSKÁLAVÖR 14 NETFANG: NES@ISHOLF.IS AUGL†SINGASÍMI 511 1188 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Mjög stöðugt fasteignaverð í Vesturbænum Hver sér um skírnarfræðslu á þínu heimili? Ef barnið þitt er skírt er það hlutverk fjölskyld- unnar, foreldra og skírnarvotta, að sjá til þess að barnið sé alið upp í ljósi fyrirheitis skírnarinn- ar, eins og sagt er við hverja slíka athöfn. Í því felst að kenna barninu bænir, hjálpa því að kynnast boðskap Biblíunnar og bera barnið á bænarörmum með því að biðja fyrir því í Jesú nafni. Sr. Þorvaldur Víðisson, mið- borgarprestur Dómkirkjunnar, segir að kirkjan vilji styðja við hið kristilega uppeldi og bjóði upp á sunnudagaskóla í nær öllum kirkjum og söfnuðum landsins. M.a. séu barnastundir á kirkjulofti Dómkirkjunnar á sunnudögum kl. 11.00 á sama tíma og messan. Allir veru vel- komnir á kirkjuloft Dómkirkj- unnar. Eigendur fasteignasölunnar Neseigna. Skírnarfræðslan! JÓGA & HEILSA hefur verið starfrækt í nokkur ár í félagsmið- stöðinni Aflagranda 40 í Vestur- bænum. Þar er kennt svokallað Hatajóga og lögá áhersla á mjúkar líkamsæfingar, öndunaræfingar og mjög góða slökun. Jóga, sem byggir á þúsund ára reynslu, hef- ur löngu sannað gildi sitt sem sú heilsurækt sem eykur andlega og líkamlega vellíðan. Jóga er einstök aðferð áferð til að byggja upp lík- amann, minnka andlega spennu og kyrra og róa hugann. Sérstaklega gott fyrir fólk á miðjum aldri Mælt hefur verið sérstaklega með jóga fyrir fólk á miðjum aldri. Þá þarf líkaminn einkum á því aðhalda að viðhalda styrk sínum og sveigjanleika til að reyna að fyrirbyggja liðverki og stirðleika. Góð líkamsþjálfun er ekki púl og hraði heldur er hægt að ná góð- um árangri með því að hreyfa sig hægt og rólega. Jógaæfingarnar eru framkvæmdar þannig að stöð- unum er haldið í ákveðinn tíma til að finna góðar teygjur. Jógaiðk- un styrkir stoðkerfi líkamans, hún er góð fyrir bakið en reynir ein- nig á kviðvöðva. Þetta er alhliða hreyfing sem fyrirbyggir allskonar verki og bólgur í líkamanum. Marg- ar konur á miðjum aldri stunda jóga reglulega og þeim finnst að þær geti ekki verið án þess. Hildur Björg Eydal, jógakenn- ari, segir að einungis sé hægt að hvetja miðaldra fólk til að kynna sér og stunda þessa líkamsþjálf- un. Á síðastliðnu ári var bent á í tímaritinu Newsweek á kosti jóga fyrir fólk sem er komið af léttasta skeiði, en þarna var ítarleg útttekt á ýmis konar líkamsrækt. Þar var m.a. til umfjöllunar hvernig fólk þarf að taka mið af aldri þegar þegar það velur sér líkamsrækt. Jóga sem líkamsrækt Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur hefur skipað starfs- hóp til að vinna að tillögum um varðveislu minja um útræði úr Grímsstaðavör við Ægisíðu. Grímsstaðavör er ein af sjö vör- um við Skerjafjörð og þaðan var til skamms tíma stunduð sjósókn. Í Grímsstaðavör eru enn merki um þessa starfsemi, allir þekkja grásleppuskúrana og trönurnar þar sem grásleppa var hengd. Eft- ir að útræði lagðist þar af hafa margir Vesturbæingar, sem og aðr- ir landsmenn, látið í ljós áhuga á því að þær minjar sem þar er að finna verði varðveittar. Starfs- hópurinn hyggst efna til umræðu- fundar á næstunni, þar sem öll- um þeim sem hafa hugmyndir um varðveislu minja við Grímsstaða- vör gefst tækifæri til að koma þeim á framfæri. Formaður starfshópsins er Kjartan Magnússon borgarfulltrúi. Starfshópur um útræði úr Grímsstaðavör

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.