Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Síða 15

Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Síða 15
Meistaraflokkur KR fór í æfingaferð til La Manga á Spáni fyrir skömmu og segir Teitur Þórðarson, þjálfari liðsins, að það sé mjög gott fyrir liðið að komast á svona mót þar sem spilað sé við sterka andstæðinga frá öðrum löndum. Þátttakan sé liður í undirbúningi fyrir Íslandsmótið. Andstæðingar KR í mótinu voru Rosenborg, Brann, Vålerenga og Lilleström sem eru fjögur efstu liðin í Noregi frá síðasta keppnistímabili. Í fyrra léku KR-ingar á sama stað, en þá við liðin sem voru í 5. til 8. sæti í Noregi. Það hafi því verið umtalsverður munur á andstæðingunum. Teitur segir þetta hafa verið mjög góða ferð þó ekki hafi unnist nema einn leikur, tveir leikir hafi tapast naumlega. Fyrsti leikurinn var gegn Vålerenga sem tapaðist 1-0, en í þeim leik átti KR allan seinni hálfleik- inn en leikurinn sjálfur var ekki neinn toppleikur. “Síðan er spilað við Lilleström, og þeim leik töpuð- um við illa, eða 5-0. Það var svolítill skellur fyrir okk- ur en Lilleström átti allan fyrri hálfleikinn og þeir ná að skora úr nánast öllum sínum tækifærum. Staðan var 3-0 í hálfleik en þegar við vorum að reyna að jafna í síðari hálfleik fáum við á okkur tvö mörk til viðbótar. Leikurinn við Brann var þriðji leikurinn á einni viku, og við vinnum hann stórt og verðskuldað, 4-0. Það var frábær leikur af okkar hálfu, ég var mjög sáttur við mína menn í þeim leik. Sex dögum seinna var leik- ið við Rosenborg og sá leikur var ekki mikið síðri en leikurinn við Brann en þar tókst okkur ekki að nýta færin sem sköpuðust, og við töpuðum 1-0. Við vorum í þessum leikjum að taka þá svolítið í okkar hendur í seinni hálfleik, og ég átti kannski ekki alltaf von á því. Það kom skemmtilega á óvart. Í þessa ferð til La Manga fór sá hópur sem spilar fyrir KR í sumar og þetta var mjög gott tækifæri til að hrista nýju leikmennina saman við þá eldri og fyrir okkur til að kynnast þeim. Með því að fara í svona æfingaferð fæst tækifæri til að spila við lið sem eru almennt talin mun betri en okkar lið, það er besta æfingin. Það er algjört lykilatriði í undirbúningnum fyrir sumarið að geta “testað” liðið á móti sterkum liðum, það er engin önnur leið betri. Nýju leikmenn- irnir komu mjög vel út í þessari ferð og eru hægt og sígandi að samlagast hópnum.” Teitur segir það ekki síður mikilvægt að í þessar tvær vikur sem dvalið er á La Manga umgangast strákarnir leikmenn sem þeir hafa verið að sjá spila í Meistaradeild Evrópu árum saman, eins og t.d. leik- menn Rosenborg. Ef þeir lentu t.d. á móti Rosenborg í Evrópukeppninni vita þeir að úrslitin eru ekkert ákveðin fyrirfram. Væri gaman að dragast á móti norsku liði - Áttu þér þá ósk sem fyrrum þjálfari í Noregi að drag- ast á móti norsku liði? “Ég hef ekkert á móti því, væri raunar mjög fínt mál. Ég held hins vegar að við ættum meiri möguleika ef við lentum á móti liðum frá Balkansskaganum, en möguleikinn er alveg fyrir hendi að slá út lið frá Norð- urlöndunum. Nú er framundan deildarbikarkeppnin, sem nú heitir Lengjubikarinn, og þar unnum við fyrsta leikinn 2-0, það var gegn Þrótti. Það mót er mjög gott til und- irbúnings Íslandsmótinu og við munum leika alla leik- ina í Lengjubikarnum með okkar bestu menn,” segir Teitur Þórðarson þjálfari. 15VesturbæjarblaðiðMARS 2007 KR-SÍÐAN GETRAUNANÚMER KR ER 107 Ekkert annað kom til greina en körfubolti, og það með KR” Körfubolti var fyrr á árum oft kallaður íþrótt án snertingar þar sem ekki mátti snerta andstæðing- inn án þess að fá á sig villu. Þeg- ar skráð var saga körfuboltans á Íslandi í hálfa öld fékk bókin nafnið “Leikni framar líkamsburð- um.” Kannski það segi meira um þessa skemmtilegu íþrótt í dag. Brynjar Þór Björnsson leikur með meistaraflokki KR í dag í körf- unni, en hann er fæddur 1988, og verður því 19 ára á þessu ári í lok Sólmánaðar samkvæmt fornu dagatali. Æfingar eru venjulega sex sinnum í viku, svo varla er mikill tími fyrir aðrar tómstundir. Undir það tekur Brynjar Þór. Brynjar Þór segir að ekkert ann- að hafi komið til greina en körfu- bolti þegar hann fór að velja sér íþrótt til að leggja stund á, þó hann hafi eitthvað verið að gutla með Þrótti í fótbolta um tíma. Bróðir hans, Björgvin Halldór, fæddur 1982, var í hinum fræga árgangi KR sem nánast vann allt sem til boða stóð og mágur hans, Ósvald- ur Knudsen, var líka að spila körfu- bolta með KR svo strax um ellefu ára aldur var Brynjar Þór farinn að skjóta á körfu heima. “Ég fór snemma að spila með aldursflokki fyrir ofan mig og á síðustu sjö eða átta árum hefur sá flokkur aðeins misst af tveimur Íslandsmeistaratitlum, og við höf- um unnið titilinn síðustu þrjú árin. Ég byrjaði 16 ára, þegar ég byrj- aði í Menntaskólanum við Sund, að æfa og spila með meistaraflokki KR. Fyrsti leikurinn minn var hins vegar í Hraðmóti ÍR í júlímánuði gegn Njarðvík sumarið eftir 8. bekk en fyrsti úrvalsdeildarleikurinn með KR var 2004 gegn Hamri/Sel- fossi. KR vann með 10 stiga mun og ég skoraði 12 stig í leiknum, og var því býsna ánægður með sjálfan mig.” Alvaran tekur við í úrslitakeppninni Brynjar segir að vegna mikilla leikmannaskipta hafi ekki verið lengi neinn fastur kjarni í KR-liðinu eins og í mörgum öðrum úrvals- deildarliðum, eins og t.d. Suð- urnesjaliðunum. Svo hafi margir leikmenn farið erlendis að spila, eins og t.d. Jón Arnar, Jakob og Helgi Már sem allir eru að leika með landsliðinu. Brynjar fullyrðir að væru þeir að leika með KR í dag væri það langbesta liðið í úrvals- deildinni. “Það er hins vegar frábærlega staðið að málum hér hjá stjórn körfuboltadeildarinnar, og okkur hefur tekist að vera í toppbaráttu í deildinni í vetur og eigum von á að hreppa 2. sæti deildarinnar. Njarð- víkingar urðu hins vegar deildar- meistarar. En svo tekur við úrslita- keppnin, og þá segja sumir að alvar- an taki við. Þar skiptir miklu máli að ná góðu sæti í 8. liða úrslitum, því liðin í 1. - 4. sæti fá fyrst heima- leik, en vinna þarf tvo leiki. Odda- leikur, ef til hans kemur, er því á heimavelli liðanna í 1. - 4. sæti.” - Ertu bjartsýnn á gengi ykkar KR- inga í úrslitakeppninni? “Já, og hef verið það allt tímabil- ið frá því í haust því við erum með góðan mannskap og innan hans rík- ir góður mórall, og við erum með frábæran þjálfara. Við stefnum á Íslandsmeistaratitilinn en KR hefur ekki unnið hann síðan árið 2000, Suðurnesjaliðin hafa verið að ein- oka hann, en við ætlum að breyta því nú. Deildin hefur verið nokkuð tví- skipt í vetur, sex efstu liðin hafa verið í einum hnapp, þ.e. Suður- nesjaliðin þrjú, Snæfell, Skallagrím- ur og KR. Gengi Vesturlandsliðanna hefur komið mér svolítið á óvart, en vissulega eru þeir með margra frábæra leikmenn og eru ekki auð- unnir. Það eru margir góðir íslensk- ir leikmenn með Snæfelli.” Brynjar Þór segir að auk bróð- ur hans hafi KR alltaf verið með leikmenn úr Lauganesinu þar sem hann býr, og marga af bestu leik- mönnum KR eins og Jón Arnar og Helga Má. Annað félag hafi því ekki komið til greina allt frá upphafi. KR Reykjavíkur- meistari kvenna KR vann Val 4-3 í lokaleik Reykja- víkurmótsins í lok febrúarmán- aðar og tryggði sér þar með sig- ur á mótinu í 10. sinn. Mörk KR gerðu Olga Færseth (2), Katrín Ómarsdóttir og Fjóla Dröfn Frið- riksdóttir. Leikurinn var afbragðs skemmtun sem bauð upp á sjö mörk. Katrín Ómarsdóttir skoraði fyrsta markið á 6. mínútu, en um 15 mín. síðar var Valur kominn yfir með tveimur mörkum. Olga Færseth jafnaði en aftur komst Valur yfir þegar sóknarmaður Vals sá við rangstöðutaktík KR. Olga jafnaði úr vítaspyrnu og loks skor- aði Fjóla Dröfn sigurmark KR. Þessi úrslit veita KR-ingum vissulega vonir um gott gengi KR í Landsbankadeild kvenna á kom- andi sumri. Lið KR var skipað þannig; Berg- lind Magnúsdóttir, Embla Sigríður Grétarsdóttir, Agnes Þóra Árna- dóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Val- dís Rögnvaldsdóttir, Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, Margrét Þórólfsdótt- ir, Edda Garðarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Olga Færseth sem var fyrirliði. Inn á komu Ólöf Gerður Ísberg og Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir. Í 40 viðureignum KR og Vals á Reykjavíkurmóti hefur Valur sigr- að í 19 leikjum, KR í 16 en fimm leikjum hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 100-69 Val í hag. KR skoraði 53 mörk á Reykjavík- urmótinu og hefur aldrei skorað jafn mörk mörk á einu móti. Fyrra félagsmetið var 24 mörk árin 2001, 2003 og 2005. www.kr.is Brynjar Þór Björnsson, bakvörður í úrvalsdeildarliði KR í körfubolta. Árangursrík ferð KR til La Manga Guðrún Björnsdóttir Íslandsmeistari KR-ingurinn Guðrún G. Björnsdóttir varð Íslands- meistari í borðtennis um sl. helgi. Í úrslitaleiknum í ein- liðaleik kvenna lagði Guðrún félaga sinn úr KR, Aldísi Lár- usdóttur, en þetta var fyrsti sigur Guðrúnar á Aldísi í einliðaleik en hennar þriðji sigur í röð á Íslandsmótinu í borðtennis. Í tvíliðaleik kvenna töpuðu þær Guðrún og Aldís fyrir Magneu Ólafs- dóttur og Ragnhildi Sigurðar- dóttur úr Víkingi. Í tvíliðaleik karla sigruðu KR-ingarnir Ingólfur S. Ing- ólfsson og Kjartan Bríem bræðurna Guðmund og Matthías Stephensen. KR- ingar hirtu fleiri titla því í 1. flokki karla sigraði Ólaf- ur Páll Geirsson, í 1. flokki kvenna Auður T. Aðalbjarn- ardóttir og í 2. flokki kvenna Fríður R. Sigurðardóttir. Reykjavíkurmeistarar KR Frá ferð KR til La Manga fyrir skömmu. - segir Brynjar Þór Björnsson Íslandsmeistarinn í borðtennis kvenna, Guðrún G. Björnsdóttir. Kjartan Bríem og Ingólfur S. Ingólfsson, sigurvegarar í tvíliðaleik karla. Borðtennis

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.