Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 1

Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 1
4. tbl. 10. árg. APRÍL 2007Dreift frítt í öll hús í Vesturbæ og Mi›borg Íbúar Kvisthaga amast við 10-11 Íbúar á Kvisthaga hafa sent Hverfisráði Vesturbæjar bréf þar sem kvartað er yfir hávaða og ónæði sem fylgi sólarhrings- opnun 10-11 verslunarinnar á Hjarðarhaga. Íbúarnir segja að fjöldi fólks safn- ist iðulega saman um nætur fyrir utan verslunina og hafi hátt auk þess sem töluverð umferð gang- andi fólks sé um Hjarðarhaga og kringum verslunina á næturna. Við- skiptavinir verslunarinnar losi sig við umbúðir og rusl fyrir framan verslunina sem berist inn á nær- liggjandi lóðir. Umferð bíla er á öllum tíma nætur kringum versl- unina, “gefið er í”, hljómflutnings- tæki hátt stillt og bílflautur óspart notaðar. Þessi hávaði og ónæði veldur því að svefnfriður er iðu- lega rofinn og dæmi eru þess að unglingar sem mæta snemma dags á íþróttaæfingar treysta sér ekki til að ganga fram hjá versluninni þeg- ar hávaðaseggirnir halda sig þar. Í 4. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur er kveðið á um að óheimilt sé að hafast nokkuð að á almannafæri sem raski næt- urró manna. Með almannafæri er í samþykktinni átt við götur og svæði til almenningsnota. framhald á bls. 2 Neskirkja varð 50 ára á pálmasunnudag og af því tilefni var gengið frá styttu af Sæmundi fróða neðan aðalbyggingar Háskóla Íslands og til Neskirkju þar sem hátíðarguðsþjónusta hófst kl. 11.00. Á myndinni eru þeir sr. Örn Bárður Jónsson sóknarprestur, Rúnar Reynisson kirkjuvörður og dr. Sigurður Árni Þórðar- son prestur en gengið var með trjágreinar í tilefni dagsins. 551-0224Stafr æ na p re nt sm ið ja n þvottadagar 12. - 18. apríl 25%afsláttur

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.